Íbúar í Bretlandi er nú 64,5 milljónir en fjölgunin á milli ára nemur tæplega 500 þúsund manns. Fjölgunin er sú næst mesta í Bretlandi, sé horft til síðustu tveggja áratuga, en sem mest var fjölgunin árið 2011 þegar íbúum fjölgaði um 525 þúsund.
Íbúum í Skotlandi fjölgaði um 19.900 og eru íbúar þar nú 5,3 milljónir. Íbúum í Wales fjölgaði um 9.600 og er heildaríbúafjöldi þar nú rúmlega þrjár milljónir. Norður-Írum fjölgaði um 10.800 manns en íbúar eru þar um 1,8 milljónir.
Fjölgunin er að stærstum hluta í Englandi, og þá einkum í London, en þar fjölgaði íbúum um 450 þúsund manns.
Í viðtali breska ríkisútvarpsins BBC við Simon Ross, forstjóra Hagstofunnar í Bretlandi, segir hann að fjölgunin sé stöðug milli ára og setji sífellt með þrýsting á fasteignamarkað, þar sem bregðast þurfi við fjölguninni með nýbyggingum ár hvert.