Rögnunefndin: Hvassahraun besti kosturinn fyrir flugvöll í Reykjavík

Ragna Árnadóttir,  formaður stýrihópsins.
Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins.
Auglýsing

Rögnu­nefnd­in, stýri­hópur rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borgar og Icelandair Group sem hafði það mark­mið að kanna og meta nokkra staði fyrir nýjan inn­an­lands­flug­völl á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, telur að hag­kvæm­ast sé að byggja nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni, sem er á mörkum Hafn­ar­fjarðar og Voga. Nefndin leggur til að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könnuð með nauð­syn­legum rann­sóknum og að sam­hliða verði náð sam­komu­lagi um rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri verði tryggt á meðan að nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og, eftir atvik­um, fram­kvæmdir fara fram.

Verði farið eftir þessum til­mælum er ljóst að inn­an­lands­flug mun hverfa úr Vatns­mýr­inni.

Í stýri­hópnum sitja Ragna Árna­dóttir for­mað­ur, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir fyrir hönd rík­is­ins, Matth­ías Svein­björns­son fyrir hönd Icelandair og Dagur B. Egg­erts­son fyrir Reykja­vík­ur­borg. Verk­efn­is­stjóri er Þor­steinn R. Her­manns­son hjá Mann­viti.

Auglýsing

Kostar 22 millj­arða og er ódýr­asti kost­ur­inn

Könnun stýri­hóps­ins beind­ist að fjórum nýjum flug­vall­ar­stæð­um. Þau eru Bessa­staða­nes, Hólms­heiði, Hvassa­hraun og Löngu­sker. Þá skoð­aði stýri­hóp­ur­inn einnig breyttar útfærslur á legu flug­brauta í Vatns­mýri. Aflað var marg­vís­legra gagna sem ekki hefur verið aflað áður, meðal ann­ars um veð­ur­far, rými fyrir flug­völl, flug­tækni, umhverf­is­mál og stofn­kostn­að.

Í nið­ur­stöðum hóps­ins segir meðal ann­ars að not­hæf­is­stuð­ull í Hvassa­hrauni sé 96,4 til 97,2 pró­sent fyrir tvær flug­brautir og 99,6 pró­sent fyrir þrjár flug­braut­ir. „Áætl­aður stofn­kostn­aður flug­vallar og bygg­inga sem tækju við allri starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vallar er um 22 millj­arðar króna sem er jafn­framt ódýr­asti kost­ur­inn.“

Í máli Þor­steins á blaða­manna­fundi um málið sem nú stendur yfir kom fram að nefndin fékk slökkvi­liðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að kanna lengd sjúkra­flutn­inga frá Hvassa­hrauni. Nið­ur­staðan var sú að flutn­ings­tími lengd­ist um átta og hálfa til tólf og hálfa mín­útu, á spít­al­ann í Foss­vogi og við Hring­braut.

Breyt­ingar í Vatns­mýri jafn­gilda að byggja nýjan flug­völl

Í skýrsl­unni kemur fram að Hólms­heiði komi lakar út en aðrir kostir að því er varðar nálægð við fjöll, veð­ur­far og hæð yfir sjáv­ar­máli. „Á Bessa­staða­nesi og Löngu­skerjum þarf að taka veiga­mikla umhverf­is­þætti með í reikn­ing­inn þegar fjallað er um þau svæði sem mögu­leg flug­vall­ar­stæði auk þess sem Löngu­sker er dýr­asti kost­ur­inn. Breyttar útfærslur í Vatns­mýr­inni hafa mikil áhrif á umhverfið ásamt því að vera kostn­að­ar­samar og jafn­gilda því að byggja nýjan flug­völl. Á Bessa­staða­nesi er rými til staðar fyrir flug­brautir og þá flug­starf­semi sem nú er í Vatns­mýri en þró­un­ar­mögu­leikar tak­mark­aðir og sömu sögu má segja á Löngu­skerj­um, en þar yrðu flug­brautir ekki lengdar og athafna­svæði stækkað nema með dýrum land­fyll­ing­um.“

Þarf að tryggja rekstur Reykja­vík­ur­flug­vallar í nán­ustu fram­tíð

Stýrinefndin legur til að aðilar sam­komu­lags­ins komi sér nú saman um næstu skref í mál­inu. Þau séu tvö. Ann­ars vegar að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könn­uð næsta vetur með nauð­syn­legum rann­sóknum ásamt því að kort­leggja rekstr­ar­skil­yrði mis­mun­andi útfærslu og hönn­un­ar. Náist sam­staða um það leggur stýri­hóp­ur­inn til að stofnað verði sam­eig­in­legt und­ir­bún­ings­fé­lag í þessu skyni.

Hins vegar að ná sam­komu­lagi um ­rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri á meðan nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og eftir atvikum fram­kvæmdir fara fram. Að sama skapi þarf að eyða óvissu um fram­tíð æfinga, kennslu- og einka­flugs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None