Rögnunefndin: Hvassahraun besti kosturinn fyrir flugvöll í Reykjavík

Ragna Árnadóttir,  formaður stýrihópsins.
Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins.
Auglýsing

Rögnu­nefnd­in, stýri­hópur rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borgar og Icelandair Group sem hafði það mark­mið að kanna og meta nokkra staði fyrir nýjan inn­an­lands­flug­völl á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, telur að hag­kvæm­ast sé að byggja nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni, sem er á mörkum Hafn­ar­fjarðar og Voga. Nefndin leggur til að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könnuð með nauð­syn­legum rann­sóknum og að sam­hliða verði náð sam­komu­lagi um rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri verði tryggt á meðan að nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og, eftir atvik­um, fram­kvæmdir fara fram.

Verði farið eftir þessum til­mælum er ljóst að inn­an­lands­flug mun hverfa úr Vatns­mýr­inni.

Í stýri­hópnum sitja Ragna Árna­dóttir for­mað­ur, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir fyrir hönd rík­is­ins, Matth­ías Svein­björns­son fyrir hönd Icelandair og Dagur B. Egg­erts­son fyrir Reykja­vík­ur­borg. Verk­efn­is­stjóri er Þor­steinn R. Her­manns­son hjá Mann­viti.

Auglýsing

Kostar 22 millj­arða og er ódýr­asti kost­ur­inn

Könnun stýri­hóps­ins beind­ist að fjórum nýjum flug­vall­ar­stæð­um. Þau eru Bessa­staða­nes, Hólms­heiði, Hvassa­hraun og Löngu­sker. Þá skoð­aði stýri­hóp­ur­inn einnig breyttar útfærslur á legu flug­brauta í Vatns­mýri. Aflað var marg­vís­legra gagna sem ekki hefur verið aflað áður, meðal ann­ars um veð­ur­far, rými fyrir flug­völl, flug­tækni, umhverf­is­mál og stofn­kostn­að.

Í nið­ur­stöðum hóps­ins segir meðal ann­ars að not­hæf­is­stuð­ull í Hvassa­hrauni sé 96,4 til 97,2 pró­sent fyrir tvær flug­brautir og 99,6 pró­sent fyrir þrjár flug­braut­ir. „Áætl­aður stofn­kostn­aður flug­vallar og bygg­inga sem tækju við allri starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vallar er um 22 millj­arðar króna sem er jafn­framt ódýr­asti kost­ur­inn.“

Í máli Þor­steins á blaða­manna­fundi um málið sem nú stendur yfir kom fram að nefndin fékk slökkvi­liðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að kanna lengd sjúkra­flutn­inga frá Hvassa­hrauni. Nið­ur­staðan var sú að flutn­ings­tími lengd­ist um átta og hálfa til tólf og hálfa mín­útu, á spít­al­ann í Foss­vogi og við Hring­braut.

Breyt­ingar í Vatns­mýri jafn­gilda að byggja nýjan flug­völl

Í skýrsl­unni kemur fram að Hólms­heiði komi lakar út en aðrir kostir að því er varðar nálægð við fjöll, veð­ur­far og hæð yfir sjáv­ar­máli. „Á Bessa­staða­nesi og Löngu­skerjum þarf að taka veiga­mikla umhverf­is­þætti með í reikn­ing­inn þegar fjallað er um þau svæði sem mögu­leg flug­vall­ar­stæði auk þess sem Löngu­sker er dýr­asti kost­ur­inn. Breyttar útfærslur í Vatns­mýr­inni hafa mikil áhrif á umhverfið ásamt því að vera kostn­að­ar­samar og jafn­gilda því að byggja nýjan flug­völl. Á Bessa­staða­nesi er rými til staðar fyrir flug­brautir og þá flug­starf­semi sem nú er í Vatns­mýri en þró­un­ar­mögu­leikar tak­mark­aðir og sömu sögu má segja á Löngu­skerj­um, en þar yrðu flug­brautir ekki lengdar og athafna­svæði stækkað nema með dýrum land­fyll­ing­um.“

Þarf að tryggja rekstur Reykja­vík­ur­flug­vallar í nán­ustu fram­tíð

Stýrinefndin legur til að aðilar sam­komu­lags­ins komi sér nú saman um næstu skref í mál­inu. Þau séu tvö. Ann­ars vegar að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könn­uð næsta vetur með nauð­syn­legum rann­sóknum ásamt því að kort­leggja rekstr­ar­skil­yrði mis­mun­andi útfærslu og hönn­un­ar. Náist sam­staða um það leggur stýri­hóp­ur­inn til að stofnað verði sam­eig­in­legt und­ir­bún­ings­fé­lag í þessu skyni.

Hins vegar að ná sam­komu­lagi um ­rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri á meðan nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og eftir atvikum fram­kvæmdir fara fram. Að sama skapi þarf að eyða óvissu um fram­tíð æfinga, kennslu- og einka­flugs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None