Rögnunefndin: Hvassahraun besti kosturinn fyrir flugvöll í Reykjavík

Ragna Árnadóttir,  formaður stýrihópsins.
Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins.
Auglýsing

Rögnu­nefnd­in, stýri­hópur rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borgar og Icelandair Group sem hafði það mark­mið að kanna og meta nokkra staði fyrir nýjan inn­an­lands­flug­völl á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, telur að hag­kvæm­ast sé að byggja nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni, sem er á mörkum Hafn­ar­fjarðar og Voga. Nefndin leggur til að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könnuð með nauð­syn­legum rann­sóknum og að sam­hliða verði náð sam­komu­lagi um rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri verði tryggt á meðan að nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og, eftir atvik­um, fram­kvæmdir fara fram.

Verði farið eftir þessum til­mælum er ljóst að inn­an­lands­flug mun hverfa úr Vatns­mýr­inni.

Í stýri­hópnum sitja Ragna Árna­dóttir for­mað­ur, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir fyrir hönd rík­is­ins, Matth­ías Svein­björns­son fyrir hönd Icelandair og Dagur B. Egg­erts­son fyrir Reykja­vík­ur­borg. Verk­efn­is­stjóri er Þor­steinn R. Her­manns­son hjá Mann­viti.

Auglýsing

Kostar 22 millj­arða og er ódýr­asti kost­ur­inn

Könnun stýri­hóps­ins beind­ist að fjórum nýjum flug­vall­ar­stæð­um. Þau eru Bessa­staða­nes, Hólms­heiði, Hvassa­hraun og Löngu­sker. Þá skoð­aði stýri­hóp­ur­inn einnig breyttar útfærslur á legu flug­brauta í Vatns­mýri. Aflað var marg­vís­legra gagna sem ekki hefur verið aflað áður, meðal ann­ars um veð­ur­far, rými fyrir flug­völl, flug­tækni, umhverf­is­mál og stofn­kostn­að.

Í nið­ur­stöðum hóps­ins segir meðal ann­ars að not­hæf­is­stuð­ull í Hvassa­hrauni sé 96,4 til 97,2 pró­sent fyrir tvær flug­brautir og 99,6 pró­sent fyrir þrjár flug­braut­ir. „Áætl­aður stofn­kostn­aður flug­vallar og bygg­inga sem tækju við allri starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vallar er um 22 millj­arðar króna sem er jafn­framt ódýr­asti kost­ur­inn.“

Í máli Þor­steins á blaða­manna­fundi um málið sem nú stendur yfir kom fram að nefndin fékk slökkvi­liðið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að kanna lengd sjúkra­flutn­inga frá Hvassa­hrauni. Nið­ur­staðan var sú að flutn­ings­tími lengd­ist um átta og hálfa til tólf og hálfa mín­útu, á spít­al­ann í Foss­vogi og við Hring­braut.

Breyt­ingar í Vatns­mýri jafn­gilda að byggja nýjan flug­völl

Í skýrsl­unni kemur fram að Hólms­heiði komi lakar út en aðrir kostir að því er varðar nálægð við fjöll, veð­ur­far og hæð yfir sjáv­ar­máli. „Á Bessa­staða­nesi og Löngu­skerjum þarf að taka veiga­mikla umhverf­is­þætti með í reikn­ing­inn þegar fjallað er um þau svæði sem mögu­leg flug­vall­ar­stæði auk þess sem Löngu­sker er dýr­asti kost­ur­inn. Breyttar útfærslur í Vatns­mýr­inni hafa mikil áhrif á umhverfið ásamt því að vera kostn­að­ar­samar og jafn­gilda því að byggja nýjan flug­völl. Á Bessa­staða­nesi er rými til staðar fyrir flug­brautir og þá flug­starf­semi sem nú er í Vatns­mýri en þró­un­ar­mögu­leikar tak­mark­aðir og sömu sögu má segja á Löngu­skerj­um, en þar yrðu flug­brautir ekki lengdar og athafna­svæði stækkað nema með dýrum land­fyll­ing­um.“

Þarf að tryggja rekstur Reykja­vík­ur­flug­vallar í nán­ustu fram­tíð

Stýrinefndin legur til að aðilar sam­komu­lags­ins komi sér nú saman um næstu skref í mál­inu. Þau séu tvö. Ann­ars vegar að flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könn­uð næsta vetur með nauð­syn­legum rann­sóknum ásamt því að kort­leggja rekstr­ar­skil­yrði mis­mun­andi útfærslu og hönn­un­ar. Náist sam­staða um það leggur stýri­hóp­ur­inn til að stofnað verði sam­eig­in­legt und­ir­bún­ings­fé­lag í þessu skyni.

Hins vegar að ná sam­komu­lagi um ­rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýri á meðan nauð­syn­legur und­ir­bún­ingur og eftir atvikum fram­kvæmdir fara fram. Að sama skapi þarf að eyða óvissu um fram­tíð æfinga, kennslu- og einka­flugs.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None