Bretum í Túnis sagt að flýja landið vegna yfirvofandi hryðjuverka

h_52037132-1.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands brýnir fyrir Bretum í Túnis að yfir­gefa landið undir eins þar sem „mjög miklar lík­ur“ séu á að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi. Frétta­mið­ill­inn Sky­News greinir frá mál­inu.

Búið er að fjölga flug­ferðum frá land­inu og tvær breskar ferða­skrif­stofur stað­settar í Túnis hafa ákveðið að senda starfs­fólk sitt aftur til Bret­lands.

Breska utan­rík­is­ráðu­neytið segir að breskir ferða­menn eigi að yfir­gefa landið nema þeir þurfi nauð­syn­lega að dvelja þar. Þá er brýnt fyrir fólki að ferð­ast alls ekki til Túnis nema bráð nayðsyn krefji.

Auglýsing


Talið er að hátt í fjögur þús­und Bretar séu í sum­ar­leyfi í Tún­is.Þann 26. júní síð­ast­lið­inn voru 38 ferða­menn, þar af þrjá­tíu Bret­ar, drepnir af byssu­manni á bað­strönd og við hótel í Port El Kanta­noui, skammt frá Sous­se. Herská sam­tök súnníta í Sádi Arab­íu, sem eru tengd Íslamska rík­in­u, lýstu yfir ábyrgð á voða­verk­inu.

Í til­kynn­ingu frá breska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að vís­bend­ingar um að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi í Tún­is. Það hafi rann­sókn yfir­valda í land­inu leitt í ljós og hættan hafi auk­ist hratt á síð­ustu dög­um.

„Fleiri hryðju­verka­árásir eru mjög lík­leg­ar, meðal ann­ars á ferða­manna­stöð­um, af hálfu ein­stak­linga sem eru í sam­bandi við hryðju­verka­sam­tök í gegnum sam­fé­lags­miðla. Nú er mik­il­vægt að vera á varð­bergi og fara að leið­bein­ingum yfir­valda í Túnis og ferða­skrif­stof­unnar þinn­ar, ef þú ert á vegum slíkrar,“ sagði Phillip Hamm­ond utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands í sjón­varps­ávarpi í dag. „Eftir síð­ustu árás í Sousse hafa upp­lýs­ingar okkar gefið til kynna að myndin hafi versnað til muna, þannig að við teljum nú að líkur á fleiri hryðju­verka­árásum séu mjög mikl­ar.“

 

 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None