Bretum í Túnis sagt að flýja landið vegna yfirvofandi hryðjuverka

h_52037132-1.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands brýnir fyrir Bretum í Túnis að yfir­gefa landið undir eins þar sem „mjög miklar lík­ur“ séu á að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi. Frétta­mið­ill­inn Sky­News greinir frá mál­inu.

Búið er að fjölga flug­ferðum frá land­inu og tvær breskar ferða­skrif­stofur stað­settar í Túnis hafa ákveðið að senda starfs­fólk sitt aftur til Bret­lands.

Breska utan­rík­is­ráðu­neytið segir að breskir ferða­menn eigi að yfir­gefa landið nema þeir þurfi nauð­syn­lega að dvelja þar. Þá er brýnt fyrir fólki að ferð­ast alls ekki til Túnis nema bráð nayðsyn krefji.

Auglýsing


Talið er að hátt í fjögur þús­und Bretar séu í sum­ar­leyfi í Tún­is.Þann 26. júní síð­ast­lið­inn voru 38 ferða­menn, þar af þrjá­tíu Bret­ar, drepnir af byssu­manni á bað­strönd og við hótel í Port El Kanta­noui, skammt frá Sous­se. Herská sam­tök súnníta í Sádi Arab­íu, sem eru tengd Íslamska rík­in­u, lýstu yfir ábyrgð á voða­verk­inu.

Í til­kynn­ingu frá breska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að vís­bend­ingar um að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi í Tún­is. Það hafi rann­sókn yfir­valda í land­inu leitt í ljós og hættan hafi auk­ist hratt á síð­ustu dög­um.

„Fleiri hryðju­verka­árásir eru mjög lík­leg­ar, meðal ann­ars á ferða­manna­stöð­um, af hálfu ein­stak­linga sem eru í sam­bandi við hryðju­verka­sam­tök í gegnum sam­fé­lags­miðla. Nú er mik­il­vægt að vera á varð­bergi og fara að leið­bein­ingum yfir­valda í Túnis og ferða­skrif­stof­unnar þinn­ar, ef þú ert á vegum slíkrar,“ sagði Phillip Hamm­ond utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands í sjón­varps­ávarpi í dag. „Eftir síð­ustu árás í Sousse hafa upp­lýs­ingar okkar gefið til kynna að myndin hafi versnað til muna, þannig að við teljum nú að líkur á fleiri hryðju­verka­árásum séu mjög mikl­ar.“

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None