Bretum í Túnis sagt að flýja landið vegna yfirvofandi hryðjuverka

h_52037132-1.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neyti Bret­lands brýnir fyrir Bretum í Túnis að yfir­gefa landið undir eins þar sem „mjög miklar lík­ur“ séu á að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi. Frétta­mið­ill­inn Sky­News greinir frá mál­inu.

Búið er að fjölga flug­ferðum frá land­inu og tvær breskar ferða­skrif­stofur stað­settar í Túnis hafa ákveðið að senda starfs­fólk sitt aftur til Bret­lands.

Breska utan­rík­is­ráðu­neytið segir að breskir ferða­menn eigi að yfir­gefa landið nema þeir þurfi nauð­syn­lega að dvelja þar. Þá er brýnt fyrir fólki að ferð­ast alls ekki til Túnis nema bráð nayðsyn krefji.

Auglýsing


Talið er að hátt í fjögur þús­und Bretar séu í sum­ar­leyfi í Tún­is.Þann 26. júní síð­ast­lið­inn voru 38 ferða­menn, þar af þrjá­tíu Bret­ar, drepnir af byssu­manni á bað­strönd og við hótel í Port El Kanta­noui, skammt frá Sous­se. Herská sam­tök súnníta í Sádi Arab­íu, sem eru tengd Íslamska rík­in­u, lýstu yfir ábyrgð á voða­verk­inu.

Í til­kynn­ingu frá breska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu segir að vís­bend­ingar um að fleiri hryðju­verka­árásir séu yfir­vof­andi í Tún­is. Það hafi rann­sókn yfir­valda í land­inu leitt í ljós og hættan hafi auk­ist hratt á síð­ustu dög­um.

„Fleiri hryðju­verka­árásir eru mjög lík­leg­ar, meðal ann­ars á ferða­manna­stöð­um, af hálfu ein­stak­linga sem eru í sam­bandi við hryðju­verka­sam­tök í gegnum sam­fé­lags­miðla. Nú er mik­il­vægt að vera á varð­bergi og fara að leið­bein­ingum yfir­valda í Túnis og ferða­skrif­stof­unnar þinn­ar, ef þú ert á vegum slíkrar,“ sagði Phillip Hamm­ond utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands í sjón­varps­ávarpi í dag. „Eftir síð­ustu árás í Sousse hafa upp­lýs­ingar okkar gefið til kynna að myndin hafi versnað til muna, þannig að við teljum nú að líkur á fleiri hryðju­verka­árásum séu mjög mikl­ar.“

 

 

Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None