Brutust þráðlaust inn í tölvukerfi bíls og tóku stjórnina

cherokee_tolvu.jpg
Auglýsing

Tveimur hökk­urum hefur tek­ist að bjót­ast þráð­laust inn í tölvu­kerfi Jeep Cher­okee-jeppa af árgerð 2014. Þeir hyggj­ast opna kóð­ann sem þeir nota til þess að taka stjórn á tölvu­kerfi bíls­ins í næsta mán­uði. Tugir slíkra bíla eru skráðir á Íslandi.

Hakk­ar­arn­ir Charlie Miller og Chris Vala­sek hafa búið til hug­búnað sem getur tekið yfir stjórn­tæki bíls­ins þráð­laust í gegnum inter­net­ið, gagn­gert til að sýna fram á að þessi örygg­is­galli sé til stað­ar­. Þeir vona að í fram­hald­inu gái bíla­fram­leið­endur betur að tölvu­ör­yggi bíla sinna.

Tækni­tíma­ritið Wired greinir frá þess­ari til­raun Miller og Vala­sek. For­rit þeirra getur tekið stjórn­ina á hvaða Jeep Cher­okee-jeppa af þess­ari sömu árgerð 2014 sem búinn er sams­konar tölvu. Í gegnum for­ritið er hægt að drepa á vél­inni, stjórna blæstri mið­stöðv­ar­inn­ar, hækkað í útvarp­inu, birt mynd­skeið í mæla­borð­inu, stjórnað hrað­anum sem bíll­inn ferð­ast á, skipt um gír og tekið brems­urnar úr sam­bandi. Allt þetta er hægt að gera í far­tölvu hvar sem er í heim­in­um.

Auglýsing

Kom­ist alvöru þrjótur yfir svip­aða tækni er auð­séð að hægt er að valda tölu­vert meiri skaða með því að brjót­ast inn í bíla en að brjóta rúðu. Í mynd­band­inu hér að neðan má sjá hvernig blaða­maður Wired fær ekk­ert við ráðið þegar hakk­ar­arnir taka stjórn­ina.

„Þegar maður missir trúna á það að bíll­inn fylgi skip­unum þín­um, þá breyt­ist hug­myndin þín um hvernig bíll­inn virkar,“ segir Miller í við­tali við Wired. Í næsta mán­uði munu þeir kynna þennan hug­búnað betur á ráð­stefnu um vef­ör­yggi í Las Veg­as. Þegar hefur verið ráð­gert að leggja fram frum­varp á Banda­ríkja­þingi um tölvu­ör­yggi í bíla­iðn­aði.

Helstu nýj­ungar í bíla­iðn­aði í heim­inum í dag eru tölvu­kyns og mið­aðar að því að auka þæg­indi far­þega og bíl­stjóra með því að gera hlut­ina sjálf­virk­ari. Nú þegar eru fram­leiddir bílar sem bakka sjálf­krafa í bíla­stæði, sumir bílar finna bíla­stæðin jafn­vel sjálf­ir. „Frá sjón­ar­hóli hakk­ara þá er þetta mik­ill veik­leik­i,“ segir Mill­er.

Tæknin sem Chrysler, fram­leið­andi Jeep Cher­okee-jepp­ana, notar í alla sína inter­nettengdu bíla síðan 2013 heitir Uconn­ect. Það er í raun tölva sem teng­ist inter­net­inu og tengir snjall­síma til dæmis þráð­laust við bíl­inn. Þessi tækni hefur verið til í fleiri teg­undum bíla síðan 2008. Þeir Miller og Vala­sek hafa ekki enn prófað að brjót­ast inn í aðrar gerðir bíla en þennan jeppa frá 2014 en telja slíkt mögu­legt.

Ætla að opna nær allan kóð­ann



Eftir ráð­stefn­una í Las Veg­ast ætla hakk­ar­arnir tveir að gefa tölvukóð­ann sem býr að baki for­rit­inu sem stjórnar þessum bif­reið­um. Um leið munu allir hafa tólin í hönd­unum til þess að „ræna“ Jeep Cher­okee-jeppum frá 2014.

Miller og Vala­sek ætla hins vegar ekki að gefa kóð­ann sem end­ur­for­ritar tölvu­búnað jepp­ana svo fjar­stýri­for­ritið virki. Þeir hakk­arar sem ætla að ræna bílum yfir inter­netið þurfa því að skrifa sjálfir þann kóða sem tók tví­menn­ing­ana marga mán­uði að skrifa.

Auk þess hafa tví­menn­ing­arnir unnið náið með Chrysler und­an­farna mán­uði og deilt með þeim gögnum sín­um. Fyr­ir­tæk­ið gaf þess vegna út hug­bún­að­ar­upp­færslu fyrir þessa bíla í síð­ustu viku sem á að „auka raf­rænt öryggi“ bíl­anna. Wired seg­ist hafa yfir­lýs­ingu frá Chrysler undir höndum þar sem til­teknar eru fleiri teg­undir bíla sem kunna að búa yfir örygg­is­gall­an­um.

Þar eru nefndar árgerðir 2013-2014 af Dodge Ram, árgerðir 2013-2014 af Doge Viper, árgerð 2014 Jeep Cher­okee, Jeep Grand Cher­okee og Dodge Durango. Miller og Vala­sek segj­ast hafa fund­ið fleiri teg­undir sem tengdar eru inter­net­inu og hægt er að bjót­ast inn í. Miller seg­ist hafa kannað upp­færsl­una. „Það lítur út eins og árásir okkar virki ekki lengur en ég mundi ekki leggja líf mitt við.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur engin meld­ing borist Fíat umboð­in­u í Reykja­vík, sem hafa umboð fyrir umrædda bíla, frá fram­leið­and­anum um örygg­is­gall­ann sem Miller og Vala­sek not­færa sér. Tölvu­kerfi bíl­anna séu alltaf upp­færð með nýj­ustu upp­færslum þegar þeir koma í skoð­un, og ber­ast ­jafn­vel margar upp­færslur á dag.

Fíat umboðið hefur selt Jeep Cher­okee-jeppa árgerð 2014 og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sam­göngu­stofu skipta slíkir bílar á Íslandi tug­um. Erfitt er að festa fingur á það hversu margir eru búnir Uconn­ect­-­tölv­unni. Eig­endur slíkra bíla eru hvattir til að slá inn auð­kenn­ing­ar­númer bíls­ins hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None