Búast við lýðheilsulegum ávinningi af Borgarlínu

Þrátt fyrir að enn séu fjögur ár hið minnsta í að fyrsti áfangi Borgarlínu verði kláraður að fullu er þegar búið að vinna svokallað lýðheilsumat á væntum áhrifum framkvæmdarinnar á borgarbúa. Niðurstöðurnar benda til margvíslegs ávinnings.

Vænt áhrif Borgarlínu á lýðheilsu eru tekin til skoðunar í nýju lýðheilsumati sem kynnt var fyrir borgarfulltrúum í liðinni viku.
Vænt áhrif Borgarlínu á lýðheilsu eru tekin til skoðunar í nýju lýðheilsumati sem kynnt var fyrir borgarfulltrúum í liðinni viku.
Auglýsing

Nið­ur­stöður lýð­heilsu­m­ats á fyrsta áfanga Borg­ar­línu benda til þess að lýð­heilsu­legur ávinn­ingur af betri almenn­ings­sam­göngum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og auk­inni notkun þeirra geti verið marg­vís­leg­ur, ef rétt er haldið á spöð­un­um.

Lýð­heilsum­atið var kynnt fyrir borg­ar­ráði Reykja­víkur í lið­inni viku, en það var unnið fyrir Reykja­vík­ur­borg í sam­starfi við Betri sam­göng­ur, með styrk frá Lýð­heilsu­sjóði.

Þetta er fyrsta svo­kall­aða fram­sýna lýð­heilsum­atið sem fram­kvæmt er á Íslandi, sem þýðir að í fyrsta sinn er verið að gera til­raun til þess að meta lík­leg áhrif fram­kvæmdar eða áætl­ana sem eru í bígerð á lýð­heilsu.

Við gerð lýð­heilsu­m­ats­ins var horft var til þess hvernig fyrsti áfangi Borg­ar­línu gæti snert ólíka hópa. Skoðað var hvernig Borg­ar­lína gæti nýst hinum almenna full­orðna íbúa í Reykja­vík, börnum og ung­menn­um, fötl­uðu fólki, eldri borg­ur­um, íbúum af erlendum upp­runa, auk þess sem skoðað var með sér­tækum hætti hvernig Borg­ar­lína gæti haft áhrif á starfs­fólk og nem­endur við HÍ og HR og starfs­menn Land­spít­ala.

Við matið var byggt á fyr­ir­liggj­andi þekk­ingu um áhrif almenn­ings­sam­gangna á lýð­heilsu, auk þess sem rýni­hópur sér­fræð­inga úr ólíkum áttum var skip­aður og við­töl einnig tekin við fatl­aða ein­stak­linga, íbúa af erlendum upp­runa og eldri borg­ara, auk ann­arra hags­muna­að­ila „til að fá sem breið­ustu mynd og fjöl­breyttar raddir að borð­in­u“.

Auglýsing

Mark­miðið með þess­ari vinnu var að benda á þætti sem geta hámarkað lýð­heilsu­legan ávinn­ing Borg­ar­línu og lág­markað nei­kvæð áhrif.

Í nið­ur­stöðukafla mats­ins segir að ljóst sé að aukin notkun á almenn­ings­sam­göngum hafi jákvæð áhrif á lík­am­lega heilsu og and­lega sömu­leið­is, en rann­sóknir hafi sýnt að virkur ferða­máti og notkun á almenn­ings­sam­göngum geti dregið úr ein­kennum kvíða, streitu og þung­lynd­is.

Aukin ganga gæti komið í veg fyrir ótíma­bær dauðs­föll

Hvað lík­am­legu heils­una varðar er einnig dregið fram að sú aukna ganga fólks sem fylgi auk­inni notkun almenn­ings­sam­gangna gæti haft í för með sér fækkun ótíma­bærra dauðs­falla.

Við það mat var stuðst við svo­kall­aða HEAT-­reikni­vél (Health Economic Assess­ment Tool) frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unni (WHO) og þær gefnu for­sendur að með fjölgun ferða með almenn­ings­sam­göngum úr 35 þús­und dag­legum ferðum árið 2019 upp í 53 þús­und dag­legar ferðir á fyrsta rekstr­ar­ári Borg­ar­línu muni íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að með­al­tali ganga í 2,3 mín­útur á dag til og frá almenn­ings­sam­göngum í stað 1,5 mín­útna áður.

Mynd: Úr skýrslunni

„Við þessa aukn­ingu er, m.v. nið­ur­stöður reikni­vél­ar­inn­ar, komið í veg fyrir 3 ótíma­bær dauðs­föll á fimm árum. Óháð öðrum áhrifa­þátt­um, aðeins við þessa auknu göng­u,“ segir í skýrsl­unni og það látið fylgja sög­unni að þessi þrjú ótíma­bæru dauðs­föll séu „verð­lögð“ á 1,8 millj­arða króna.

Einnig sýna nið­ur­stöður lýð­heilsu­m­ats­ins að góðar og aðgengi­legar sam­göngur sé mik­il­vægar upp á félags­lega sam­heldni og jöfn­uð, að því leyti að þær geti komið í veg fyrir ein­angrun hópa á borð við eldri borg­ara, fatl­aðs fólks og íbúa af erlendum upp­runa.

Óvissa um hvernig myndi ganga að fá fólk til að breyta venjum

Fram kom við matið að umræðu­hópar voru óvissir um hvernig hvernig myndi ganga að fá fólk til þess að breyta sam­göngu­venjum sín­um, þar sem sam­göngu­menn­ing væru mjög bílmiðuð á Íslandi. Hins vegar væri bæði vitað og áætlað að ákveðið hlut­fall sam­fé­lags­ins hefði áhuga á og myndi breyta sam­göngu­venjum sín­um.

Því væri mik­il­vægt að hafa „nægt rými í huga við hönnun á stærri Borg­ar­línu­stöðvum fyrir fjöl­breytta þjón­ustu líkt og versl­un, veit­inga­staði, lík­ams­rækt, póst­box og jafn­vel á sumum svæðum að huga að nálægð við leik- og grunn­skóla“ enda hefði komið fram í ferða­venjukönn­unum háskól­anna og Land­spít­ala að að helsta ástæða þess að fólk nýtti ekki almenn­ings­sam­göngur væri sú að það þyrfti að sinna öðrum erindum í ferð­inni.

Í lýð­heilsum­at­inu eru helstu nið­ur­stöð­urnar settar fram í formi ráð­legg­inga til þeirra sem koma að hönn­un, fram­kvæmd og rekstri Borg­ar­lín­unn­ar. Á meðal þess sem þar segir er að mik­il­vægt sé að huga vel að aðgengi­leika bið­stöðva, og ekki bara bið­stöðv­anna sjálfra heldur leið­inni sem fólk þarf að feta þangað gang­andi.

Á borg­ar­línu­stöðv­unum sjálfum skipti svo góð upp­lýs­inga­gjöf miklu máli, auk góðrar lýs­ingar og hljóð­vist­ar. Þá segir einnig að stór skýli sem veiti skjól allt árið um kring séu mik­il­væg og sömu­leiðis að aðgengi vagna verði þrepa­laust.

Til við­bótar er nefnt að mik­ill kostur sé að hafa skanna til stað­fest­ingar greiðslu far­gjalds við alla inn­ganga í vagn­ana, fyrir fólk sem fer hægar um í vögn­unum eins og eldra fólk og fatlað fólk, auk þess sem þetta væri hent­ugt fyrir fólk með félags­fælni.

Nið­ur­stöður lýð­heilsu­m­ats­ins eru heilt yfir sagðar „end­ur­spegla mik­il­vægi þess að Borg­ar­línan sé fyrst og fremst hugsuð fyrir fólk, til að bæta sam­göngu­mögu­leika ásamt því að auka jöfn­uð, sjálf­stæði, bæta lýð­heilsu og lífs­gæði almennt á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent