Búist er við því að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynni í kvöld að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu.
Tsipras situr nú á fundi með ráðgjöfum sínum og fregnir herma að hann hyggist segja af sér embætti og að bráðabirgðastjórn verði mynduð sem muni stjórna landinu fram að kosningum þann 20. september. Ríkissjónvarpið í Grikklandi segir að forsætisráðherrann hafi fundað með forseta landsins í gærkvöldi og líklegt er talið að þeir hafi rætt um nýjar kosningar.
Tonight #Tsipras is expected to resign, transitional gov't to take over, with probable date of elections Sept. 20. #Greece
Auglýsing
— Dim Rapidis (@rapidis) August 20, 2015
#Greece on #election mode again, meeting between @atsipras and top aides started at parliament
— Nektaria Stamouli (@nstamouli) August 20, 2015
Tsipras er talinn ætla að gera þetta til að bregðast við uppreisn innan stjórnarflokksins Syriza í tengslum við neyðarlánapakkann sem grísk stjórnvöld sömdu um við lánardrottna sína. Fyrsta greiðslan úr þessum þriðja neyðarlánapakka til Grikklands barst í morgun, þrettán milljarðar evra, og Grikkir greiddu strax í kjölfarið afborgun af láni til Seðlabanka Evrópu.