h_51792842-2.jpg
Auglýsing

Þær hafa fengið nóg af káfi, klúr­yrð­um, dóna­legum síma­skila­boðum og boð um stefnu­mót: franskar blaða­konur sendu frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu í vik­unni, undir fyr­ir­sögn­inni: Burt með kruml­urn­ar. Þær segj­ast of lengi þurft að þola kyn­ferð­is­lega áreitni af hálfu karla í frönskum stjórn­mál­um. Nú sé nóg kom­ið. Undir þetta skrifa fjör­tíu þekkt­ustu blaða- og frétta­konur Frakk­lands, sem starfa hjá stærstu og þekkt­ustu fjöl­miðlum lands­ins. Þær segj­ast stöðugt þurfa þola áreiti og nið­ur­læg­ingu í starfi sínu og þá sér­stak­lega frá karl­mönnum úr frönsku stjórn­mála­stétt­inni – og nefna nokkur dæmi því til sönn­un­ar:

Þekktur franskur þing­maður mætir blaða­konu í andyri franska þings­ins og ávarpar hana með þessum orðum og líkir henni um leið við vænd­is­konu:

„Ah, þú ert mætt á þitt horn, sé ég, til þess að höstla nýjan kúnna“

Auglýsing

Önnur blaða­kona talar um fund þar sem þing­maður strauk hendi sinni í gegnum hár hennar á meðan aðstoð­ar­maður ráð­herra spurði hana hvort hún væri ekki örugg­lega sól­brún á ÖLLUM kroppnum eftir sum­ar­frí­ið.

Franskur stjórn­mála­maður smellir mynd af sof­andi blaða­konu um borð í flug­vél, hallar sér svo að næsta manni og segir upp­hátt svo að við­staddir heyra glöggt:

„Blaða­menn með stór brjóst eru best­ir“

Mýmörg dæmi eins og þessi eru rak­in. Á blaða­manna­fundum upp­lifa konur stöðugt niðr­andi svör, augn­gotur og að lítið sé gert úr þeim; þær séu með­höndl­aðar og virtar eins og litl­ar, kjána­legar telp­ur.

Dólg­ur­inn Dom­in­ique Straus­s-Kahn



Það er susum ekk­ert nýtt að franskir stjórn­mála­menn séu karl­rembusvín, fjöl­þreifnir og klúr­ir. Hold­gerv­ingur þessa alls er auð­vitað skúrk­ur­inn Dom­in­ique Straus­s-Ka­hn, fyrrum ráð­herra og for­stjóri Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hann var alla tíð þekktur fyrir að áreita kon­ur, en féll svo loks af stalli sínum vegna ákæru­mála um nauðgun og vænd­is­sölu. Dregin hafa verið fram í dags­ljósið gróf sam­skipti hans við blaða­kon­ur, til að mynda til­raun til nauðg­unar 2002. Franska blaða­kon­an, Tristane Banon, greindi frá því og líkti honum við tryllt­an, stjórn­lausan apa á fengi­tíma. Hún lagði fram kæru á sínum tíma, en málið var látið falla niður vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um.

Þegar rétt­ar­höldin fóru fram vegna nauðg­un­ar­máls DSK, varð mikil umræða um hin kar­lægu gildi í frönskum stjórn­mál­um; mis­rétt­indi og óásætt­an­lega hegðun franska stjórn­mála­manna gangvart kon­um; margir von­uð­ust til þess að ástandið myndi ef til vill breyt­ast í kjöl­far umræð­unnar og betri tímar væru jafn­vel framund­an. Það er öðru nær segja þær konur sem fara nú fyrir átak­inu. Enn sé allt við sama hey­garðs­horn­ið. Ekk­ert hafi breyst.

Frönsk stjórn­mál eru karllæg



Straus­s-Kahn er ekki eini franski stjórn­mála­mað­ur­inn sem sak­aður hefur verið um kyn­ferð­is­lega áreitni og rudda­skap gagn­vart kon­um. Það vakti mikla athygli í júlí 2012 þegar lítið var gert úr hús­næð­is­mála­ráð­herra, Cécile Duflot, í sal franska þings­ins þegar þing­maður sak­aði hana um kvak og væl og benti sér­stak­lega á kjól hennar með fugla­mynstri, sem hún var klædd í þá stund­ina. Önnur svipuð ummæli urðu til­efni til þess að ráð­herra jafn­rétt­is­mála ávarp­aði þingið sér­stak­lega og húð­skamm­aði það fyrir dólgs­skap og karl­rembu.

Frönsku blaða­kon­urnar benda þó á að margt hafi breyst til batn­aðar hin síð­ustu miss­eri. Unga kyn­slóðin og yngri þing­menn séu almennt til fyr­ir­mynd­ar. En þegar völdin séu enn í höndum mið­aldra, hvítra karla sé ekki von á góðu. Þeir munu engu breyta. Á franska þing­inu eru konur miklum í minni­hluta eða um 27%. Í efri deild eða í lávarða­deild­inni eru ein­ungis um 22% kon­ur. Hins vegar er kynja­hlut­fallið jafnt í rík­is­stjórn­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None