Dæmdir í 220 ára fangelsi fyrir að selja hass í Kristjaníu

h_51281103-1.jpg
Auglýsing

Það er óhætt að segja að und­an­farið hafi hassið svifið yfir vötnum hjá Hér­aðs­dómi Kaup­manna­hafn­ar.  Frá ára­mótum hafa 83 verið dæmdir til fang­els­is­vistar í umfangs­mesta hassölu­máli í sögu Dan­merk­ur. Flestir dómanna féllu í lið­inni viku.

Danska lög­reglan tók dag­inn snemma 13. mars í fyrra. Í rauða­bítið þann morgun hand­tóku lag­anna verðir átta­tíu og fjóra menn, flesta í Kaup­manna­höfn og nágrenni. Á frétta­manna­fundi sem lög­reglan hélt um hádeg­is­bil þennan sama dag kom fram að hand­tök­urnar hefðu átt sér langan aðdrag­anda og verið mjög vel und­ir­bún­ar. Fjöl­mennt lög­reglu­lið tók þátt í aðgerð­inni, sem hjá lög­regl­unni gekk undir nafn­inu Norð­ur­ljós­ið. Á frétta­manna­fund­inum var frá því greint að alls hefði lög­reglan gert hús­leitir á 150 stöðum í Kaup­manna­höfn og nágrenni  þennan morg­un. Ekki hefur verið upp­lýst um fjölda lög­reglu­manna sem voru að störfum þennan morgun en danskir fjöl­miðlar telja að þeir hafi verið vel á annað þús­und. Hinir hand­teknu áttu það allir sam­eig­in­legt, að mati lög­regl­unn­ar, að tengj­ast sölu á hassi í frí­staðnum Krist­jan­íu.

Margra ára aðdrag­andi



Á áður­nefndum frétta­manna­fundi  kom fram að lög­reglan hefði árum saman fylgst með „starf­sem­inni“ í Krist­jan­íu. Það er á margra vit­orði að hass hefur lengi verið selt í Krist­janíu en lög­regla og yfir­völd hafa lengst af látið það að mestu afskipta­laust enda að lang­mestu leyti smá­kaup­menn sem hafa sinnt þessum við­skipt­u­m. ­Fyrir nokkrum árum fóru hins­vegar svokölluð mót­or­hjóla­sam­tök að troða sér inn á þennan mark­að. Ástæð­urnar eru einkum þær að lög­reglan hefur um ára­bil þrengt að (vafa­samri) starf­semi þeirra en ekki þó síður að margir koma í Krist­janíu (fjórði fjöl­sótt­asti ferða­manna­staður lands­ins) og af svæð­inu fer það orð að þar sé fleira til sölu en filt­erslaus Camel.

Þarna var því eftir miklu að slægj­ast en lög­regla telur að árið 2012 hafi verið selt hass fyrir rúman millj­arð danskra króna (ca. 20 millj­arða íslenska).  Þetta eru miklir pen­ing­ar,  það eru mót­or­hjóla­sam­tökin fyrir löngu búin að koma auga á og hafa reynt að sölsa undir sig þennan markað og bola burt smá­kaup­mönn­unum  sem fyrir voru. Þrátt fyrir að íbúar Krist­janíu hafi ekki verið hrifnir af þess­ari „þró­un“ hafa þeir lítið getað aðhafst. Flestir íbúar frí­s­væð­is­ins kæra sig lítt um þessi „mót­or­hjóla­sam­tök“ en vilja bara fá að lifa sínu lífi. Vita sem er að vél­hjóla­gengj­unum fylgja iðu­lega átök og illindi og rokk­ar­arn­ir, eins og þeir eru kall­að­ir, engar frið­ar­dúf­ur. Þess vegna fögn­uðu margir „Krist­janitt­ar“ því að lög­reglan beindi sjónum sínum að svæð­inu.

Auglýsing

Lögregla haldlagði gríðarlegt magn fíkniefna í aðgerðum sínum í Kristjaníu þann 13. mars á síðasta ári. Lög­regla hald­lagði gríð­ar­legt magn fíkni­efna í aðgerðum sínum í Krist­janíu þann 13. mars á síð­asta ári.

Sölu­menn, milli­lið­ir, pen­inga­menn



Í sept­em­ber 2012 var stofnuð sér­stök deild innan lög­regl­unn­ar, Task Force Pus­her­street, kennd við versl­un­ar­göt­una í frí­staðn­um. Það var gert þegar yfir­stjórn lög­regl­unnar varð ljóst hve gríð­ar­lega stórt mál var um að ræða. Síðan þessi sér­deild var stofnuð hafa um þrjú þús­und manns hlotið dóma (nær alltaf sekt­ir) fyrir að kaupa hass. Jafn­framt hefur sér­deildin frá stofnun lagt hald á hass að and­virði 180 millj­óna króna (ca. 3,6. millj­arða ísl. króna) á sölu­stöð­unum í Krist­jan­íu.

Lög­reglan hefur beitt margs konar aðferðum meðal ann­ars hlerað síma, fylgst með ferðum fólks, óein­kenn­is­klæddir lög­reglu­þjónar farið um Krist­jan­í­u­svæðið og fylgst með sölu­stöð­unum mán­uðum sam­an. Í þeim átta­tíu og fjög­urra  manna hópi sem hand­tek­inn var 13. mars í fyrra voru sölu­menn (sem kannski ætti frekar að kalla afgreiðslu­menn), milli­liðir og pen­inga­menn sem staðið hafa á bak­við þessa starf­semi og hirt stærstan hluta ágóð­ans.

Dóm­arnir



Alls hafa fallið 83 dómar í þessu stærsta hassölu­máli Dan­merk­ur. Lang­flest­ir, eða 65, í lið­inni viku en hinir á síð­ast­liðnum tveimur mán­uð­um. Einn sem ákærður hafði verið lést í fang­elsi fyrir nokkrum vik­um, áður en dómur í máli hans féll. Dóm­arnir eru mis­þungir, sá sem þyngstan dóm hlaut á að afplána fimm og hálft ár. Átta hinna dæmdu áfrýj­uðu á staðn­um, hinir tóku sér lög­boð­inn umhugs­un­ar­frest. Full­trúi ákæru­valds­ins lýsti ánægju með nið­ur­stöð­una og nefndi sér­stak­lega að tek­ist hefði að sýna fram á sök margra svo­kall­aðra „bak­við­manna,“ það er að segja þeirra sem stjórn­uðu og skipu­lögðu þessa umfangs­miklu starf­semi.

Ár liðið frá hand­tök­unum



Rúmt ár leið frá hand­tök­unum þangað til dómar féllu. Þótt það kunni að virð­ast langur tími segja tals­menn lög­regl­unnar að miðað við umfangið sé eitt ár í raun mjög skammur tími. Það sé meira en að segja það að yfir­fara og rann­saka gögn í slíku máli þar sem hund­ruð manna koma við sögu. Lög­reglan hefur ekki viljað greina nákvæm­lega frá öllu því sem hald var lagt á, segir að þrátt fyrir að dómar séu fallnir sé margt fleira í gögn­unum sem lög­reglan hefur í sinni vörslu.

Hassið enn til sölu í Pus­her Street



Yf­ir­maður Task Force Pus­her­street sagði í við­tali fyrir nokkrum dögum að því færi fjarri að búið væri að upp­ræta hass­við­skiptin í Krist­jan­íu, þar væri enn mikið verk óunnið og sér­deildin myndi starfa áfram. Það væri hins­vegar ljóst að glæpa­gengin hefðu orðið fyrir þungu höggi.

Lögreglumenn á vettvangi í Kristjaníu í marsmánuði 2014. Lög­reglu­menn á vett­vangi í Krist­janíu í mars­mán­uði 2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None