Dæmi um að fólk ýki stöðuna til að fá lán

svanborg.png
Auglýsing

Dæmi eru um að fólk hafi fiffað ýmis­legt til þess að geta sýnt fram á nægi­lega greiðslu­getu og fá afgreitt lán. Því miður hafi lán­veit­endur tekið þátt í því, sagði Svan­borg Sig­mars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Umboðs­manns skuld­ara, í örfyr­ir­lestri á pop-up ráð­stefnu í Háskól­anum í Reykja­vík í síð­ustu viku. Erindi hennar fjall­aði um lán­töku og mik­il­vægi þess að lán­takar hafi efni á henni. Að því loknu fékk hún spurn­ingu úr sal um ábyrgð lán­veit­anda.

„Það er búið að gera ýmis­legt í ábyrgð lán­veit­anda. Hann þarf að gera láns­hæf­is­mat þegar hann veitir lán og ef það er yfir tvær millj­ónir þá þarf að gera greiðslu­mat, auk þess sem gera þarf ráð fyrir að mögu­lega komi eitt­hvað upp á,“ sagði Svan­borg en fjallað var nánar um erindið hér.

Auglýsing


Því miður séu þó einnig dæmi um að fólk „fiffi“ stöð­una til þess að fá lán, og að lán­veit­endur hafi tekið þátt í því. Svan­borg nefndi sem dæmi að fólk fái lán­aða pen­inga til skamms tíma og þyk­ist þannig eiga meiri pen­inga en það raun­veru­lega á, eða seg­ist hafa verk­taka­tekjur sem séu óraun­veru­leg­ar. „Þetta er ábyrgð á báða bóga,“ sagði hún.Tengt efni:Ekki taka lán ef þú átt ekki efni á því.ferd-til-fjar_bordi

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None