Danir leita í örvæntingu að þjóðarréttinum sínum

hakkeboef-a6469ba0.1.jpg
Auglýsing

Hver skyldi vera þjóð­ar­réttur Dana? Er það rauð pylsa eða kjöt­boll­ur? Gæti það verið pur­u­steik eða kannski medister­pysla? Þótt allur þessi matur sé í margra augum „peru­danskur“ er eng­inn þeirra á meðal þeirra átta sem Danir velja nú sem þjóð­ar­rétt.

Á allra síð­ustu árum hefur mikið verið rætt um „hið nor­ræna eld­hús“ eins og það er kall­að. Ekki eru það háglans­andi skápa­hurðir eða hæg­lok­andi hljóð­lausar skúffur sem þarna er átt við þótt orða­lagið gefi það ef til vill til til kynna, heldur mat­ur­inn sjálf­ur. Þegar svo er spurt hvað sé átt við með „hinu nor­ræna eld­húsi“ svara sér­fræð­ingar því til að þá séu menn að meina mat sem til verður eða aflað er á heima­slóðum en ekki fluttur yfir hálfan hnött­inn, ein­faldur matur og ein­föld til­gerð­ar­laus mat­reiðsla. Þekkt­asti veit­inga­stað­ur­inn í „hinu nor­ræna eld­húsi“ NOMA getur þó engan veg­inn flokk­ast undir þennan ein­fald­leika og til­gerð­ar­lausa mat­reiðslu, að ekki sé nú minnst á verðið á veit­ing­un­um, sem tæp­ast telst við alþýðu­hæfi.

„Ráð­herr­ann lýsti því yfir fyrir nokkru að ekki nái nokk­urri átt að Danir skuli ekki eiga einn sann­kall­aðan þjóð­ar­rétt. Danir séu miklir mat­menn, tali mikið um mat, borði mikið og dreymi jafn­vel um mat (að sagt er), en þegar spurt er um þjóð­ar­rétt­inn klóra þeir sér í koll­inum og líta hver á annan.“

Auglýsing

Hér í Dan­mörku brosa margir að þessu tali um nor­rænan mat en allir geta lík­lega verið sam­mála um að æski­legt sé að nýta sem mest og best það sem fæst á heima­slóð­um. Umræðan um allan þann mat sem endar í rusla­tunn­unum hefur um nokk­urt skeið verið mjög áber­andi hér og mat­væla­ráð­herr­ann Dan Jörg­en­sen hefur látið þau mál mjög til sín taka. Hann hefur líka reynt að koma af stað umræðum um hversu mik­il­vægt það sé að varð­veita þjóð­legar mat­ar­hefð­ir. Ráð­herr­ann lýsti því yfir fyrir nokkru að ekki nái nokk­urri átt að Danir skuli ekki eiga einn sann­kall­aðan þjóð­ar­rétt. Danir séu miklir mat­menn, tali mikið um mat, borði mikið og dreymi jafn­vel um mat (að sagt er), en þegar spurt er um þjóð­ar­rétt­inn klóra þeir sér í koll­inum og líta hver á ann­an. „Þessu breytum við!“ sagði ráð­herr­ann.

Dan Jörgensen, matvælaráðherra Dana, á góðri stundu. Dan Jörg­en­sen, mat­væla­ráð­herra Dana, á góðri stund­u.

Mat­ar­kosn­ingin miklaMat­væla­ráð­herr­ann lét ekki sitja við orðin tóm. Að frum­kvæði hans var settur saman listi með 24 þekktum dönskum réttum og svo gafst almenn­ingi kostur á að velja „sinn“ rétt. Land­inu var skipt upp í átta svæði og skyldi sá réttur sem flest atkvæði fengi á hverju svæði kom­ast í úrslit. Tugir þús­unda tóku þátt í þess­ari kosn­ingu og rétt­irnir átta sem end­an­lega verður valið á milli eru þess­ir:

Kar­bon­aði (Kreben­ett­ur) með kart­öflumús.

Brændende kær­lig­hed (smá­brytjað beikon steikt á pönnu með lauk) ásamt kart­öflumús og sult­uðum rauðróf­um, berjum eða svepp­um.

Smurt brauð (S­mör­rebr­öd) sam­sett að eigin vali hvers og eins.

Steikt flesk (þykkar beikon­sneið­ar) steikt á pönnu, með stein­seljusósu og soðnum kart­öfl­um.

Eplaflesk (beikon skorið í all­stóra ten­inga) ásamt létt­steiktum epla­sneiðum og rauð­lauk. Borið fram á volgu rúg­brauði.

Steikt svína­kótel­etta, ásamt hvít­káls­mús (stu­vet) og vor­lauk.

Hakka­buff (úr nauta­kjöti) með soðnum kart­öfl­um, gul­rótum og/eða rauðrófum og mjúk­steiktum lauk og spældu eggi

Steikt síld með kart­öflumús, harðsoðnu brytj­uðu eggi, hrárri eggjar­auðu, asíu­sneiðum og rist­uðu rúg­brauði, skornu í bita.

Hvorki kjöt­bollur né pur­u­steikÁ list­anum eru hvorki kjöt­bollur né pur­u­steik sem margir höfðu búist við að kæmust í úrslit­in. Ekki heldur steikt rauð­spretta sem er vin­sæll rétt­ur. Þótt spag­hetti með kjöt­sósu sé einn vin­sæl­asti hvers­dags­matur Dana bjugg­ust fæstir við að sá réttur kæm­ist á list­ann. Þekktur mat­reiðslu­maður lét hafa eftir sér að það yrði nú saga til næsta bæjar ef Danir veldu slíkt „gums“ sem þjóð­ar­rétt. Sá ótti reynd­ist sem­sagt ástæðu­laus. Danir eru ekki miklar fiskætur og þess vegna kemur það ekki sér­stak­lega á óvart að steikt síld skuli vera eini fisk­rétt­ur­inn sem kemst á blað. Það voru reyndar íbúar Borg­und­ar­hólms sem völdu síld­ina.

Flestir veðja á steikt fleskÞessa dag­ana eru Danir að kjósa þjóð­ar­rétt­inn. Kosið er á net­inu og allir geta kos­ið, hver ein­stak­lingur þó aðeins einu sinni. Síð­asti dagur atkvæða­greiðsl­unnar verður 16. nóv­em­ber.

Sam­kvæmt mjög óform­legum könn­unum fjöl­miðla hall­ast flestir að því að steikt flesk með stein­seljusósu verði fyrir val­inu. Hakk­buffið hafa líka margir nefnt og einnig eplaflesk­ið. Þann 20. nóv­em­ber verða svo úrslitin til­kynnt.

Fast­lega má búast við að „þjóð­ar­rétt­ur­inn“ verði áber­andi á mat­seðlum danskra veit­inga­staða á næst­unni og víst má telja að mikið verði um valið fjallað í fjöl­miðlum og skoð­anir örugg­lega skipt­ar. Ýmsir hafa gert góð­lát­legt grín að öllu þessu „þjóð­ar­rétt­ar­til­standi“ eins og það er gjarnan kallað en þótt engar tölur hafi verið birtar um „kjör­sókn­ina“ enn sem komið er. Virtur blaða­maður á einu stóru blað­anna hér í Dan­mörku sagði í sjón­varps­við­tali að þessar kosn­ingar væru alveg dæmi­gerðar fyrir Dani, „engri annarri þjóð hefði dottið slíkt og því­líkt í hug.“ Bætti svo við: „verður það ekki þjóð­ar­drykk­ur­inn næst?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None