Danir streyma í bíó sem aldrei fyrr - stefnir óðum í aðsóknarmet á árinu

Viewing_3D_IMAX_clips.jpg
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins tóku dönsk kvik­mynda­hús á móti sjö millj­ónum bíó­gesta. Aukn­ingin á milli ára nemur hátt í 20 pró­sentum og ff fram heldur sem horfir verður eldra aðsókn­ar­met sleg­ið, og það á tímum Net­fl­ix, ólög­legs nið­ur­hals og fjölda snjall­tækja þar sem bíó­þyrstir geta svalað þorsta sínum eftir kvik­mynd­um. Danska rík­is­út­varpið greinir frá mál­inu.

En hvað veld­ur? Danskir „bíó­sér­fræð­ing­ar“ segja að bæði hafi engin hörgull verið á stór­myndum þetta árið, og þá hafi aðsóknin í sumar farið tölu­vert fram úr vænt­ing­um, enda kvarta Danir sáran undan veðr­inu þetta sum­ar­ið, sem þykir hafa verið úr hófi fram kalt, blautt og vinda­samt.

Danski kvik­mynda­húsa­geir­inn setti fram metn­að­ar­fulla áætlun fyrir árið 2015, um að selja fimmtán millj­ónir aðgöngu­miða, og ef þró­unin verður við­var­andi er ekki loku fyrir það skotið að dönsku bíóin nái hinu háleitna mark­miði. Ef það tekst verður um að ræða stærsta „bíó­ár“ í Dan­mörku í 34 ár, en þá mun aðsóknin hafa verið á pari við aðsókn í dönsk bíó­hús fyrir komu snjall­sím­anna, spjald­tölvanna og streymi­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna á borð við HBO og Net­fl­ix.

Auglýsing

Fjár­fest­ingar sem hafa skilað sér„Kvik­mynda­húsin standa sterkum fótum um þessar mund­ir,“ seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film, sem rekur kvik­mynda­hús víða í Dan­mörku. Hann segir að ný end­ur­bætt kvik­mynda­hús, með hátöl­urum frá gólfi og upp í loft, betri staf­rænum mynd­gæðum og þá oft í þrí­vídd, betri sætum og öðrum auka­bún­að­i sé á meðal þess sem skýri núver­andi vel­gengni kvik­mynda­hús­anna. „Þá er upp­lifunin auð­vitað öðru­vísi að horfa á kvik­mynd í góðu bíói en heima í sóf­an­um. Það sama má segja um fót­bolt­ann, það er meiri stemmn­ing að mæta á völl­inn en að horfa á liðið sitt í sjón­varp­inu heima í stof­unn­i.“

Hann segir að nú sé sam­keppnin hvað hörð­ust í bar­átt­unni um frí­tíma fólks. „Fyrir nokkrum árum sat ungt fólk bara heima hjá sér og hafði ofan fyrir sér þar, sem var ekki mjög félags­leg reynsla. Í dag getur fjórtán ára sonur minn spilað við hátt í 15 aðra krakka á sama tíma í gegnum net­ið. Þetta er það sem við erum að keppa við,“ seg­ir ­seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film.

 

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None