Danir streyma í bíó sem aldrei fyrr - stefnir óðum í aðsóknarmet á árinu

Viewing_3D_IMAX_clips.jpg
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins tóku dönsk kvik­mynda­hús á móti sjö millj­ónum bíó­gesta. Aukn­ingin á milli ára nemur hátt í 20 pró­sentum og ff fram heldur sem horfir verður eldra aðsókn­ar­met sleg­ið, og það á tímum Net­fl­ix, ólög­legs nið­ur­hals og fjölda snjall­tækja þar sem bíó­þyrstir geta svalað þorsta sínum eftir kvik­mynd­um. Danska rík­is­út­varpið greinir frá mál­inu.

En hvað veld­ur? Danskir „bíó­sér­fræð­ing­ar“ segja að bæði hafi engin hörgull verið á stór­myndum þetta árið, og þá hafi aðsóknin í sumar farið tölu­vert fram úr vænt­ing­um, enda kvarta Danir sáran undan veðr­inu þetta sum­ar­ið, sem þykir hafa verið úr hófi fram kalt, blautt og vinda­samt.

Danski kvik­mynda­húsa­geir­inn setti fram metn­að­ar­fulla áætlun fyrir árið 2015, um að selja fimmtán millj­ónir aðgöngu­miða, og ef þró­unin verður við­var­andi er ekki loku fyrir það skotið að dönsku bíóin nái hinu háleitna mark­miði. Ef það tekst verður um að ræða stærsta „bíó­ár“ í Dan­mörku í 34 ár, en þá mun aðsóknin hafa verið á pari við aðsókn í dönsk bíó­hús fyrir komu snjall­sím­anna, spjald­tölvanna og streymi­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna á borð við HBO og Net­fl­ix.

Auglýsing

Fjár­fest­ingar sem hafa skilað sér„Kvik­mynda­húsin standa sterkum fótum um þessar mund­ir,“ seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film, sem rekur kvik­mynda­hús víða í Dan­mörku. Hann segir að ný end­ur­bætt kvik­mynda­hús, með hátöl­urum frá gólfi og upp í loft, betri staf­rænum mynd­gæðum og þá oft í þrí­vídd, betri sætum og öðrum auka­bún­að­i sé á meðal þess sem skýri núver­andi vel­gengni kvik­mynda­hús­anna. „Þá er upp­lifunin auð­vitað öðru­vísi að horfa á kvik­mynd í góðu bíói en heima í sóf­an­um. Það sama má segja um fót­bolt­ann, það er meiri stemmn­ing að mæta á völl­inn en að horfa á liðið sitt í sjón­varp­inu heima í stof­unn­i.“

Hann segir að nú sé sam­keppnin hvað hörð­ust í bar­átt­unni um frí­tíma fólks. „Fyrir nokkrum árum sat ungt fólk bara heima hjá sér og hafði ofan fyrir sér þar, sem var ekki mjög félags­leg reynsla. Í dag getur fjórtán ára sonur minn spilað við hátt í 15 aðra krakka á sama tíma í gegnum net­ið. Þetta er það sem við erum að keppa við,“ seg­ir ­seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film.

 

 

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None