Danir streyma í bíó sem aldrei fyrr - stefnir óðum í aðsóknarmet á árinu

Viewing_3D_IMAX_clips.jpg
Auglýsing

Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins tóku dönsk kvik­mynda­hús á móti sjö millj­ónum bíó­gesta. Aukn­ingin á milli ára nemur hátt í 20 pró­sentum og ff fram heldur sem horfir verður eldra aðsókn­ar­met sleg­ið, og það á tímum Net­fl­ix, ólög­legs nið­ur­hals og fjölda snjall­tækja þar sem bíó­þyrstir geta svalað þorsta sínum eftir kvik­mynd­um. Danska rík­is­út­varpið greinir frá mál­inu.

En hvað veld­ur? Danskir „bíó­sér­fræð­ing­ar“ segja að bæði hafi engin hörgull verið á stór­myndum þetta árið, og þá hafi aðsóknin í sumar farið tölu­vert fram úr vænt­ing­um, enda kvarta Danir sáran undan veðr­inu þetta sum­ar­ið, sem þykir hafa verið úr hófi fram kalt, blautt og vinda­samt.

Danski kvik­mynda­húsa­geir­inn setti fram metn­að­ar­fulla áætlun fyrir árið 2015, um að selja fimmtán millj­ónir aðgöngu­miða, og ef þró­unin verður við­var­andi er ekki loku fyrir það skotið að dönsku bíóin nái hinu háleitna mark­miði. Ef það tekst verður um að ræða stærsta „bíó­ár“ í Dan­mörku í 34 ár, en þá mun aðsóknin hafa verið á pari við aðsókn í dönsk bíó­hús fyrir komu snjall­sím­anna, spjald­tölvanna og streymi­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna á borð við HBO og Net­fl­ix.

Auglýsing

Fjár­fest­ingar sem hafa skilað sér„Kvik­mynda­húsin standa sterkum fótum um þessar mund­ir,“ seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film, sem rekur kvik­mynda­hús víða í Dan­mörku. Hann segir að ný end­ur­bætt kvik­mynda­hús, með hátöl­urum frá gólfi og upp í loft, betri staf­rænum mynd­gæðum og þá oft í þrí­vídd, betri sætum og öðrum auka­bún­að­i sé á meðal þess sem skýri núver­andi vel­gengni kvik­mynda­hús­anna. „Þá er upp­lifunin auð­vitað öðru­vísi að horfa á kvik­mynd í góðu bíói en heima í sóf­an­um. Það sama má segja um fót­bolt­ann, það er meiri stemmn­ing að mæta á völl­inn en að horfa á liðið sitt í sjón­varp­inu heima í stof­unn­i.“

Hann segir að nú sé sam­keppnin hvað hörð­ust í bar­átt­unni um frí­tíma fólks. „Fyrir nokkrum árum sat ungt fólk bara heima hjá sér og hafði ofan fyrir sér þar, sem var ekki mjög félags­leg reynsla. Í dag getur fjórtán ára sonur minn spilað við hátt í 15 aðra krakka á sama tíma í gegnum net­ið. Þetta er það sem við erum að keppa við,“ seg­ir ­seg­ir John Tønn­es, for­stjóri Nor­disk Film.

 

 

 

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None