Danska lögreglan keypti njósnaforrit af Hacking Team fyrir tugi milljóna

2830319467_1faaecc974_o-1.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt tölvu­póstum ítalska tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Hack­ing Team, sem upp­ljóstr­un­ar­síðan Wiki­leaks birti nýverið á vef­síðu sinni, keypti danska lög­reglan umdeilt njósn­a­for­rit af fyr­ir­tæk­inu. Danska tækni­frétta­síðan Version2 greinir frá mál­inu.

Eins og fjöl­miðlar hafa greint frá­, eru tölu­vpóstar milli íslenskra lög­reglu­manna og Hack­ing Tema á meðal ríf­lega milljón tölvu­pósta tækni­fyr­ir­tæk­is­ins sem Wiki­leaks hefur nú birt. Þar for­vitn­ast lög­reglu­menn­irnir um sér­stakt njósn­a­for­rit sem gerir þriðja aðila kleift að fylgj­ast með nán­ast hverju sem er sem við­kom­andi gerir á snjall­sím­ann sinn.

Hack­ing Team hefur verið harð­lega gagn­rýnt fyrir að búa til njósn­a­for­rit sem gerir aðilum kleyft að brjóta á frið­helgi einka­lífs­ins. Fyr­ir­tækið hefur selt for­ritið til lög­reglu­yf­ir­valda sem og fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Sam­kvæmt umfjöllun Version2 greiddu dönsk lög­reglu­yf­ir­völd Hack­int Team 4,2 millj­ónir danskra króna, eða sem sam­svarar hátt í 84 millj­ónir íslenskra króna, fyrir njósn­a­for­rit sem getur fylgst með snjall­síma- og tölvu­notk­un. Tals­maður hjá dönsku lög­regl­unni hefur stað­fest þetta í sam­tali við Version2.

Njósn­a­for­rit Hack­ing Team gefur aðgang að tölvu­póst­um, myndum og öðrum skrám í við­kom­andi snjall­síma eða tölvu, og getur sótt mynd­bands­upp­tökur og kveikt á hljóð­nemum án vit­undar eig­and­ans.

Sam­kvæmt gögnum Wiki­leaks eru lönd eins og Banda­rík­in, Dan­mörk, Kasakstan, Súd­an, Bahrein og Sádi-­Ar­abía á meðal við­skipta­vina Hack­ing Team. Danska lög­reglan hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að hafa verslað jafn umdeildan búnað af ítalska tækni­fyr­ir­tæk­inu.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None