Deilur innan Viðreisnar vegna ályktunar um að hætta skerðingum og hækka bætur

Á landsþingi Viðreisnar var samþykkt ályktun um að skerðingum verði hætt og lífeyrir hækkaður. Þungavigtarfólk innan flokksins gagnrýnir ályktunina harðlega og segja hana óábyrga. Formaðurinn segir að það verði að skoða hana í samhengi við grunnstefnu.

Landsþing Viðreisnar fór ffram með rafrænum hætti um síðustu helgi. Þar var samþykkt málefnaskrá og stjórnmálaályktun fyrir komandi kosningar.
Landsþing Viðreisnar fór ffram með rafrænum hætti um síðustu helgi. Þar var samþykkt málefnaskrá og stjórnmálaályktun fyrir komandi kosningar.
Auglýsing

Ályktun sem heil­brigð­is- og eft­ir­lits­nefnd Við­reisnar sam­þykkti á nýliðnu lands­þingi flokks­ins, og felur í sér að eng­inn líf­eyr­is­þegi almanna­trygg­inga fái lægri heild­ar­tekjur en sem nemur lág­marks­laun­um, að líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga skal ein­faldað og skerð­ingum hætt, hefur valdið deilum innan flokks­ins. 

Þunga­vigt­ar­fólk innan Við­reisnar hefur sagt álykt­un­ina í and­stöðu við grunn­stefnu Við­reisnar um ábyrgð í rík­is­fjár­málum þar sem fullt afnám skerð­inga og hækkun á líf­eyri myndi kosta rík­is­sjóð 100-120 millj­arða króna á ári. Fyrr­ver­andi vara­for­maður Við­reisnar sagði í umræðum í lok­uðum umræðu­hópi flokks­manna að í hans huga liggi „hér trú­verð­ug­leiki flokks­ins und­ir.“

Orð­rétt er álykt­unin eft­ir­far­andi: „Við­reisn leggur áherslu á að fólk eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði ein­fald­ari og sveigj­an­legri. Eng­inn líf­eyr­is­þegi almanna­trygg­inga fái lægri heild­ar­tekjur en sem nemur lág­marks­laun­um. Líf­eyr­is­kerfi almanna­trygg­inga skal ein­faldað og skerð­ingum hætt.“

Auglýsing
Þorgerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að það eigi ekki að túlka álykt­un­ina þannig að til standi að afnema allar skerð­ingar með til­heyr­andi kostn­aði. „Ég túlka þetta þannig að við erum lýð­ræð­is­legur flokkur sem er að stækka og ýmis sjón­ar­mið og áherslur eru að koma fram. Það er ekki hægt að taka eina ályktun út fyrir sviga heldur verður að lesa aðrar álykt­anir og grunn­stefnu flokks­ins. Það verður ekki í sundur slit­ið. Það er alveg ljóst að skýr­ustu skila­boð okkar eru þau að við verðum að sýna ábyrgð í rekstri rík­is­sjóðs. Það er stærsta og erf­ið­asta verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar. Það er úti­lokað á minni vakt að við förum fram með kosn­inga­lof­orð án inn­stæðu sem munu til lengri tíma sliga rík­is­sjóðs.“

Hún segir að á hinn bóg­inn megi benda á að Við­reisn hafi farið fram með slag­orð­ið: hægri hag­stjórn, vinstri vel­ferð, fyrir kosn­ing­arnar 2016 og 2017. Þor­gerður Katrín segir að hún taki þessa ályktun sem sam­þykkt var á lands­þing­inu sem skýr skila­boð til for­ystu flokks­ins um að afnema ein­hverjar skerð­ingar og gera kerfin rétt­lát­ari og ein­fald­ari. „Vissu­lega er þetta skýrt ákall um að það þurfi að taka á skerð­ing­um.“

Sagt óhemju­dýrt og rang­látt

Miklar umræður hafa spunn­ist um álykt­un­ina um að skerð­ingum verði hætt, sem sam­þykkt var á lands­þingi flokks­ins, á lok­uðu Face­book-um­ræðu­svæði Við­reisn­ar. Kjarn­inn hefur undir höndum ýmis ummæli fólks sem hefur verið áhrifa­mikið í starfi flokks­ins þar sem álykt­unin er harð­lega gagn­rýnd. 

Umræðan hófst þegar Haukur Egg­erts­son, með­limur í Við­reisn sem starfar hjá Trygg­inga­stofn­un, setti inn­legg inn á lokað vef­svæði Við­reisnar á Face­book á sunnu­dag. Þar sagð­ist hann telja að heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­nefnd flokks­ins hefði gert mis­tök með lands­fund­ar­á­lykt­un­inni um að hætta skerð­ingum og hækka bætur innan félags­lega kerf­is­ins veu­lega.

Haukur sagði þrennt aðal­lega orka tví­mælis við sam­þykkt­ina: hún væri rang­lát, gengi gegn grunn­stefnu Við­reisnar og væri óhemju­dýr. 

Hann sagði að trú­verð­ug­leiki Við­reisnar sem ábyrgs flokks væri í húfi, enda hefði flokk­ur­inn talað fyrir „að­haldi í rík­is­fjár­mál­um, gegn þarf­lausri útþenslu bákns­ins og nauð­syn þess að láta hags­muna­sam­tök ekki leika lausum  hala á kostnað almenn­ings.“

Innlegg Þorsteins Pálssonar.

Einn þetta sem leggur orð í belg er Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is­ráð­herra og nú áhrifa­maður í Við­reisn. Hann skrif­aði að eitt væri að draga úr skerð­ingum svo þær virki ekki í jafn ríkum mæli sem hem­ill á atvinnu­þátt­töku. „Annað er að afnema allar skerð­ingar og hækka skatta til auka við líf­eyri þeirra sem hafa við­un­andi eft­ir­laun frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það er hvorki rétt­látt né skyn­sam­leg­t.“

„Þetta er stór­slys“

Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður og þing­maður Við­reisn­ar, sagði í inn­leggi sem birt­ist á mánu­dag að nýja stefnan fæli í sér, var­lega áætl­að, yfir 100 millj­arða króna kostnað fyrir rík­is­sjóð á ári. „Að bæta stöðu aldr­aðra ein­stak­linga með lágar tekjur er mik­il­vægt enda er þar hópur fólks sem býr við sára fátækt. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að í hópi aldr­aðra er einnig að finna mjög vel stætt fólk sem ekki þarf á fram­færslu frá hinu opin­bera að halda. Af 50 þús­und elli­líf­eyr­is­þegum í dag eru aðeins um 1.500 sem aðeins fá greiðslur frá Trygg­inga­stofnun en 35 þús­und með bland­aðar greiðslur og 12.500 aðeins með greiðslur frá líf­eyr­is­sjóð­um, þ.e. tekjur þeirra hafa skert opin­beran elli­líf­eyri að fullu. Það sýnir best hvað almenn hækkun fjár­hæða og afnám skerð­inga er ómark­viss og dýr leið til að bæta kjör hinna verst stödd­u.“

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Viðreisnar, gagnrýndi ályktunina harðlega.

Þor­steinn spurði hvernig það mætti vera að flokkur sem gagn­rýndi harð­lega aðra flokka fyrir fjórum árum fyrir slíka stefnu og fyrir að greina ekki frá kostn­aði við slíka breyt­ingu, hefði nú tekið slíka stefnu upp á sína arma? Í mínum huga liggur hér trú­verð­ug­leiki flokks­ins und­ir.“

Þorsteinn Víglundsson kallaði ályktunina „stórslys sem flokkur sem hefur ábyrgð í ríkisfjármálum að leiðarljósi getur ekki haft á stefnuskrá sinni.“

Síðar segir hann að í til­lög­unni felist grund­vall­ar­breyt­ing á stefnu Við­reisnar og upp­taka á tvö­földu líf­eyr­is­kerfi. „Breyt­ing sem þessi felur í sér gríð­ar­lega aukn­ingu rík­is­út­gjalda. Þetta er stór­slys og flokkur sem hefur ábyrgð í rík­is­fjár­málum að leið­ar­ljósi getur ekki haft slíkt á stefnu­skrá sinni. Hvers vegna ætti ein­stak­lingur með háar tekjur af eigin líf­eyr­is­sparn­aði að fá óskertan líf­eyri frá rík­inu því til við­bót­ar?“

Nær ekki yfir allt

Guð­brandur Ein­ars­son, odd­viti Við­reisnar í Suð­ur­kjör­dæmi, er sá sem lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­una við álykt­un­ina um afnám skerð­inga og hækkun bóta sem var sam­þykkt á lands­þing­inu.

Innlegg Guðbrands Einarssonar.

Hann sagði í umræðum um málið á lok­uðu svæði Við­reisnar á Face­book að til­gang­ur­inn hafi fyrst og fremst verið sá að „ná ein­hverri sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um upp­haf­lega text­ann sem fjall­aði um skerð­ingar vegna launa­tekna og síðan til­lögu um veru­lega hækkun á skerð­ing­ar­mörkum vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóð­um. „Kom­andi úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni fagna ég því að nið­ur­staðan hafi orðið þessi þ.e. upp­runi tekna skipti ekki máli.“

Síðar í sama inn­leggi seg­ist Guð­brandur ekki hafa setið í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­nefnd og ekki hafa tekið þátt í að móta álykt­un­ina sem slíka. „Ég er hins vegar sáttur við hana en hún nær að sjálf­sögðu ekki yfir allt sem við höfum að segja í heil­brigðis og vel­ferð­ar­mál­um. Ég hef heldur ekki kostn­að­ar­töl­una á hreinu en vil benda á að við eigum að nota skatt­kerfið til að afla tekna og tekju­jafna en ekki milli­færslu­kerf­in. Og ef það er ein­hver vilji til að horfa til fátæku kon­unnar með börnin þá er skatt­kerfið leið­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent