Stefna Pírata í umhverfis- og loftslagsmálum skorar hæst hjá Ungum umhverfissinnum

Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn fá eitt stig af 100 mögulegum fyrir stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum á sérstökum kvarða Ungra umhverfissinna. Þeir þrír flokkar sem skora hæst fá um eða yfir 80 stig.

Íslensk náttúra
Auglýsing

Píratar er sá flokkur sem fær hæstu einkunn Ungra umhverfissinna (UU) þegar kemur stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar. Fast á hæla Pírata koma Vinstri græn og því næst Viðreisn. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi UU í Norræna húsinu í dag.

Ungir umhverssinnar rýndu í stefnur flokkanna og gáfu þeim svo í kjölfarið einkunn á skalanum 0 upp í 100. Kvarðinn skiptist í þrjá hluta og fást 40 stig að hámarki fyrir áherslur í loftslagsmálum, 30 stig fyrir náttúruvernd og 30 stig fyrir hringrásarsamfélag. Píratar fengu alls 81,2 stig, Vinstri græn fengu 80,3 stig og Viðreisn fékk 76,3 stig.

Auglýsing

Þeir flokkar sem næstir koma voru Samfylkingin með 48,8 stig og Sósíalistaflokkur með 37 stig. Framsóknarflokkurinn fékk 13 stig, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5,3 stig og Flokkur fólksins og Miðflokkurinn fengu eitt stig hvorir um sig.

Fyllsta hlutleysis gætt

Á vef UU segir að félagið hafi ráðið þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins sem allar eru í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Í hópnum voru líffræðingur, stjórnmálafræðingur og sálfræðingur. Kvarðinn var unninn út frá tillögum 1200 félaga UU í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð.

„Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins,“ segir á vef UU.

Kvarðinn var gefinn út í maí og segir á vef UU að þannig hafi flokkunum gefist svigrúm til þess að bæta stefnur sínar og ungu fólki gefið tækifæri til þess að hafa bein áhrif. Hægt er að skoða kvarðann og hvernig stigagjöfin er reiknuð út á vef verkefnisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent