Afþreyingarrisinn Disney tilkynnti í gær að fyrirtækið ætli sér að búa til tvo Star Wars-skemmtigarða innan Disney World-garða sem það rekur nú þegar. Star Wars-garðarnir verða í Disney World í Florída og í Kalíforníu. Hvor um sig verður um 14 ekrur að stærð og stútfullir af leikurum að leika geimverur, vélmenni og aðrar persónur úr Star Wars-heiminum. Á meðal tækja sem verða í garðinum verður Millenium Falcon-skemmtireið.
Í frétt Times um málið segir að ástæða þess að ráðist sé í framkvæmdina nú sé vitaskuld sú að næsta Star Wars mynd, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, verður frumsýnd í desember. Henni verður leikstýrt af J.J. Abrams og heitir "The Force Awakens". Alls hafa tæplega 59 milljónir manna horft á síðustu stiklu sem birt var úr myndinni. Hægt er að horfa á hana hér að neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=ngElkyQ6Rhs