Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski auð­kýf­ing­ur­inn og nú for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump er vin­sælasta for­seta­efni meðal Repúblikana, sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum banda­rískra fjöl­miðla síð­ustu daga. Ó­væg­in, umdeild og yfir­lýs­ing­arglöð kosn­inga­bar­átta Trumps virð­ist falla vel í kramið hjá mörgum Banda­ríkja­mönn­um. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 pró­sent stuðn­ing við Trump meðal for­seta­efna Repúblikana­flokks­ins, um þremur pró­sentu­stigum meira en hjá næsta fram­bjóð­enda, Jeb Bush.

Um klukku­stund áður en nið­ur­stöður könn­unar USA Toda­y lágu fyrir í gær, þá birt­ist sam­sett mynd á Twitt­er-­síðu Trumps þar sem and­lit hans, Hvíta hús­ið, pen­inga­seðlar og her­menn hafa verið skeyttir ofan á banda­ríska fán­ann. Ef rýnt er í mynd­ina má sjá kenni­merki SS-sveita nas­ista á hand­legg her­mann­anna. Svo virð­ist sem myndin sé af her­mönnum nas­ista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjá­skot The Guar­dian af tísti Don­ald Trump.

Auglýsing

The Guar­dian greinir frá í dag en mynd­inni var fljót­lega eytt af Twitt­er-­síðu Trumps og skuld­inni skellt á starfs­nema á kosn­inga­skrif­stof­unni. Blaða­maður The Guar­dian metur það lík­leg­ast að ­starfs­fólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr mynda­banka og ekki séð að hún er af leik­urum í gervi nas­ista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjöl­miðla síðan hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta­efnis Repúblik­ana um miðjan síð­asta mán­uð. Stefna hans þykir óvægin og harð­neskju­full. Vin­sældir í skoð­ana­könn­unum koma í kjöl­far afar umdeild­ara ummæla hans um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­un­um. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vanda­mál og þau taka þessi vanda­mál með sér. Þau taka með sér fíkni­efni og glæpi. Þetta eru nauð­gar­ar,“ sagði Trump í einni umdeild­ustu ræðu sinni þar sem hann fjall­aði um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­unum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar ­for­dóma­full og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjón­varps­samn­ing og fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa rift samn­ingum við hann. Engu að síður hafa vin­sæld­irnar haldið áfram að aukast í skoð­ana­könn­un­um. Það bendir til að hluti banda­rískra kjós­enda tekur undir afstöðu Trumps í inn­flytj­enda­mál­um, sem hafa verið fyr­ir­ferða­mest í kosn­inga­bar­áttu Trumps til þessa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None