Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski auð­kýf­ing­ur­inn og nú for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump er vin­sælasta for­seta­efni meðal Repúblikana, sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum banda­rískra fjöl­miðla síð­ustu daga. Ó­væg­in, umdeild og yfir­lýs­ing­arglöð kosn­inga­bar­átta Trumps virð­ist falla vel í kramið hjá mörgum Banda­ríkja­mönn­um. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 pró­sent stuðn­ing við Trump meðal for­seta­efna Repúblikana­flokks­ins, um þremur pró­sentu­stigum meira en hjá næsta fram­bjóð­enda, Jeb Bush.

Um klukku­stund áður en nið­ur­stöður könn­unar USA Toda­y lágu fyrir í gær, þá birt­ist sam­sett mynd á Twitt­er-­síðu Trumps þar sem and­lit hans, Hvíta hús­ið, pen­inga­seðlar og her­menn hafa verið skeyttir ofan á banda­ríska fán­ann. Ef rýnt er í mynd­ina má sjá kenni­merki SS-sveita nas­ista á hand­legg her­mann­anna. Svo virð­ist sem myndin sé af her­mönnum nas­ista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjá­skot The Guar­dian af tísti Don­ald Trump.

Auglýsing

The Guar­dian greinir frá í dag en mynd­inni var fljót­lega eytt af Twitt­er-­síðu Trumps og skuld­inni skellt á starfs­nema á kosn­inga­skrif­stof­unni. Blaða­maður The Guar­dian metur það lík­leg­ast að ­starfs­fólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr mynda­banka og ekki séð að hún er af leik­urum í gervi nas­ista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjöl­miðla síðan hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta­efnis Repúblik­ana um miðjan síð­asta mán­uð. Stefna hans þykir óvægin og harð­neskju­full. Vin­sældir í skoð­ana­könn­unum koma í kjöl­far afar umdeild­ara ummæla hans um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­un­um. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vanda­mál og þau taka þessi vanda­mál með sér. Þau taka með sér fíkni­efni og glæpi. Þetta eru nauð­gar­ar,“ sagði Trump í einni umdeild­ustu ræðu sinni þar sem hann fjall­aði um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­unum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar ­for­dóma­full og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjón­varps­samn­ing og fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa rift samn­ingum við hann. Engu að síður hafa vin­sæld­irnar haldið áfram að aukast í skoð­ana­könn­un­um. Það bendir til að hluti banda­rískra kjós­enda tekur undir afstöðu Trumps í inn­flytj­enda­mál­um, sem hafa verið fyr­ir­ferða­mest í kosn­inga­bar­áttu Trumps til þessa.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None