Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Bandaríski auðkýfingurinn og nú forsetaframbjóðandinn Donald Trump er vinsælasta forsetaefni meðal Repúblikana, samkvæmt skoðanakönnunum bandarískra fjölmiðla síðustu daga. Óvægin, umdeild og yfirlýsingarglöð kosningabarátta Trumps virðist falla vel í kramið hjá mörgum Bandaríkjamönnum. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 prósent stuðning við Trump meðal forsetaefna Repúblikanaflokksins, um þremur prósentustigum meira en hjá næsta frambjóðenda, Jeb Bush.

Um klukkustund áður en niðurstöður könnunar USA Today lágu fyrir í gær, þá birtist samsett mynd á Twitter-síðu Trumps þar sem andlit hans, Hvíta húsið, peningaseðlar og hermenn hafa verið skeyttir ofan á bandaríska fánann. Ef rýnt er í myndina má sjá kennimerki SS-sveita nasista á handlegg hermannanna. Svo virðist sem myndin sé af hermönnum nasista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump.

Auglýsing

The Guardian greinir frá í dag en myndinni var fljótlega eytt af Twitter-síðu Trumps og skuldinni skellt á starfsnema á kosningaskrifstofunni. Blaðamaður The Guardian metur það líklegast að starfsfólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr myndabanka og ekki séð að hún er af leikurum í gervi nasista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjölmiðla síðan hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaefnis Repúblikana um miðjan síðasta mánuð. Stefna hans þykir óvægin og harðneskjufull. Vinsældir í skoðanakönnunum koma í kjölfar afar umdeildara ummæla hans um innflytjendur í Bandaríkjunum. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vandamál og þau taka þessi vandamál með sér. Þau taka með sér fíkniefni og glæpi. Þetta eru nauðgarar,“ sagði Trump í einni umdeildustu ræðu sinni þar sem hann fjallaði um innflytjendur í Bandaríkjunum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar fordómafull og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjónvarpssamning og fjölmörg fyrirtæki hafa rift samningum við hann. Engu að síður hafa vinsældirnar haldið áfram að aukast í skoðanakönnunum. Það bendir til að hluti bandarískra kjósenda tekur undir afstöðu Trumps í innflytjendamálum, sem hafa verið fyrirferðamest í kosningabaráttu Trumps til þessa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None