Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski auð­kýf­ing­ur­inn og nú for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump er vin­sælasta for­seta­efni meðal Repúblikana, sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum banda­rískra fjöl­miðla síð­ustu daga. Ó­væg­in, umdeild og yfir­lýs­ing­arglöð kosn­inga­bar­átta Trumps virð­ist falla vel í kramið hjá mörgum Banda­ríkja­mönn­um. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 pró­sent stuðn­ing við Trump meðal for­seta­efna Repúblikana­flokks­ins, um þremur pró­sentu­stigum meira en hjá næsta fram­bjóð­enda, Jeb Bush.

Um klukku­stund áður en nið­ur­stöður könn­unar USA Toda­y lágu fyrir í gær, þá birt­ist sam­sett mynd á Twitt­er-­síðu Trumps þar sem and­lit hans, Hvíta hús­ið, pen­inga­seðlar og her­menn hafa verið skeyttir ofan á banda­ríska fán­ann. Ef rýnt er í mynd­ina má sjá kenni­merki SS-sveita nas­ista á hand­legg her­mann­anna. Svo virð­ist sem myndin sé af her­mönnum nas­ista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjá­skot The Guar­dian af tísti Don­ald Trump.

Auglýsing

The Guar­dian greinir frá í dag en mynd­inni var fljót­lega eytt af Twitt­er-­síðu Trumps og skuld­inni skellt á starfs­nema á kosn­inga­skrif­stof­unni. Blaða­maður The Guar­dian metur það lík­leg­ast að ­starfs­fólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr mynda­banka og ekki séð að hún er af leik­urum í gervi nas­ista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjöl­miðla síðan hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta­efnis Repúblik­ana um miðjan síð­asta mán­uð. Stefna hans þykir óvægin og harð­neskju­full. Vin­sældir í skoð­ana­könn­unum koma í kjöl­far afar umdeild­ara ummæla hans um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­un­um. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vanda­mál og þau taka þessi vanda­mál með sér. Þau taka með sér fíkni­efni og glæpi. Þetta eru nauð­gar­ar,“ sagði Trump í einni umdeild­ustu ræðu sinni þar sem hann fjall­aði um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­unum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar ­for­dóma­full og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjón­varps­samn­ing og fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa rift samn­ingum við hann. Engu að síður hafa vin­sæld­irnar haldið áfram að aukast í skoð­ana­könn­un­um. Það bendir til að hluti banda­rískra kjós­enda tekur undir afstöðu Trumps í inn­flytj­enda­mál­um, sem hafa verið fyr­ir­ferða­mest í kosn­inga­bar­áttu Trumps til þessa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None