Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Bandaríski auðkýfingurinn og nú forsetaframbjóðandinn Donald Trump er vinsælasta forsetaefni meðal Repúblikana, samkvæmt skoðanakönnunum bandarískra fjölmiðla síðustu daga. Óvægin, umdeild og yfirlýsingarglöð kosningabarátta Trumps virðist falla vel í kramið hjá mörgum Bandaríkjamönnum. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 prósent stuðning við Trump meðal forsetaefna Repúblikanaflokksins, um þremur prósentustigum meira en hjá næsta frambjóðenda, Jeb Bush.

Um klukkustund áður en niðurstöður könnunar USA Today lágu fyrir í gær, þá birtist samsett mynd á Twitter-síðu Trumps þar sem andlit hans, Hvíta húsið, peningaseðlar og hermenn hafa verið skeyttir ofan á bandaríska fánann. Ef rýnt er í myndina má sjá kennimerki SS-sveita nasista á handlegg hermannanna. Svo virðist sem myndin sé af hermönnum nasista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump.

Auglýsing

The Guardian greinir frá í dag en myndinni var fljótlega eytt af Twitter-síðu Trumps og skuldinni skellt á starfsnema á kosningaskrifstofunni. Blaðamaður The Guardian metur það líklegast að starfsfólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr myndabanka og ekki séð að hún er af leikurum í gervi nasista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjölmiðla síðan hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaefnis Repúblikana um miðjan síðasta mánuð. Stefna hans þykir óvægin og harðneskjufull. Vinsældir í skoðanakönnunum koma í kjölfar afar umdeildara ummæla hans um innflytjendur í Bandaríkjunum. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vandamál og þau taka þessi vandamál með sér. Þau taka með sér fíkniefni og glæpi. Þetta eru nauðgarar,“ sagði Trump í einni umdeildustu ræðu sinni þar sem hann fjallaði um innflytjendur í Bandaríkjunum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar fordómafull og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjónvarpssamning og fjölmörg fyrirtæki hafa rift samningum við hann. Engu að síður hafa vinsældirnar haldið áfram að aukast í skoðanakönnunum. Það bendir til að hluti bandarískra kjósenda tekur undir afstöðu Trumps í innflytjendamálum, sem hafa verið fyrirferðamest í kosningabaráttu Trumps til þessa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None