Donald Trump birti mynd af sér og nasistum - Og leiddi síðan skoðanakönnun

h_52009318-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski auð­kýf­ing­ur­inn og nú for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump er vin­sælasta for­seta­efni meðal Repúblikana, sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum banda­rískra fjöl­miðla síð­ustu daga. Ó­væg­in, umdeild og yfir­lýs­ing­arglöð kosn­inga­bar­átta Trumps virð­ist falla vel í kramið hjá mörgum Banda­ríkja­mönn­um. Í gær birti USA Today könnun sem sýnir 17 pró­sent stuðn­ing við Trump meðal for­seta­efna Repúblikana­flokks­ins, um þremur pró­sentu­stigum meira en hjá næsta fram­bjóð­enda, Jeb Bush.

Um klukku­stund áður en nið­ur­stöður könn­unar USA Toda­y lágu fyrir í gær, þá birt­ist sam­sett mynd á Twitt­er-­síðu Trumps þar sem and­lit hans, Hvíta hús­ið, pen­inga­seðlar og her­menn hafa verið skeyttir ofan á banda­ríska fán­ann. Ef rýnt er í mynd­ina má sjá kenni­merki SS-sveita nas­ista á hand­legg her­mann­anna. Svo virð­ist sem myndin sé af her­mönnum nas­ista.

Skjáskot The Guardian af tísti Donald Trump. Skjá­skot The Guar­dian af tísti Don­ald Trump.

Auglýsing

The Guar­dian greinir frá í dag en mynd­inni var fljót­lega eytt af Twitt­er-­síðu Trumps og skuld­inni skellt á starfs­nema á kosn­inga­skrif­stof­unni. Blaða­maður The Guar­dian metur það lík­leg­ast að ­starfs­fólk Trumps hafi sótt ókeypis mynd úr mynda­banka og ekki séð að hún er af leik­urum í gervi nas­ista.

Ræður Trump hafa oft ratað í fjöl­miðla síðan hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta­efnis Repúblik­ana um miðjan síð­asta mán­uð. Stefna hans þykir óvægin og harð­neskju­full. Vin­sældir í skoð­ana­könn­unum koma í kjöl­far afar umdeild­ara ummæla hans um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­un­um. „Þegar Mexíkó sendir fólkið sitt, þá er það ekki besta fólkið þeirra. Þau senda fólk sem glíma við mörg vanda­mál og þau taka þessi vanda­mál með sér. Þau taka með sér fíkni­efni og glæpi. Þetta eru nauð­gar­ar,“ sagði Trump í einni umdeild­ustu ræðu sinni þar sem hann fjall­aði um inn­flytj­endur í Banda­ríkj­unum frá Mexíkó.

Mörgum þykir afstaða Trump afar ­for­dóma­full og fáfróð. Vegna ummæla sinna hefur hann misst sjón­varps­samn­ing og fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa rift samn­ingum við hann. Engu að síður hafa vin­sæld­irnar haldið áfram að aukast í skoð­ana­könn­un­um. Það bendir til að hluti banda­rískra kjós­enda tekur undir afstöðu Trumps í inn­flytj­enda­mál­um, sem hafa verið fyr­ir­ferða­mest í kosn­inga­bar­áttu Trumps til þessa.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None