Milljarðamæringurinn Donald Trump tilkynnti um framboð sitt til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins klukkan þrjú í dag á fundi í Trump-turninum í New York. Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu af fundinum sem er enn í gangi. Hann eyðir miklu púðri í að tala um samkeppnina við Kína og Mexíkó og ógnina sem Bandaríkjunum stafar af Íslamska ríkinu.
Trump sagði ekki frá því fyrirfram að hann hygðist tilkynna um framboðið en það mátti þó ráða ýmislegt af myndinni sem hann birtir á Instagram og skilaboðunum á Twitter.
Big time in U.S. today - MAKE AMERICA GREAT AGAIN! Politicians are all talk and no action - they can never bring us back.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2015
Auglýsing
In one hour I will be making a major announcement from Trump Tower. Watch it live on Periscope! A photo posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá því í morgun að tilkynningin snérist um væntanlegt framboð hans, enda hefur hann lengi verið talinn einn af mögulegum frambjóðendum og hann hefur formlega verið að kanna grundvöll fyrir framboði.
Fréttin var uppfærð eftir tilkynningu Trump.