Dregur úr flöskuhálsum í Evrópu

Vísbendingar eru um að draga muni úr flöskuhálsum í framleiðslu innan Evrópusambandsins á næstunni. Í Bandaríkjunum gætir þó enn töluverðra vandræða í framboðskeðjunni, en samkvæmt markaðsaðilum gætu þau varað fram á mitt ár.

Áhrif flöskuhálsa í alþjóðaflutningum á verðið á innfluttum vörum hafa verið takmörkuð hérlendis.
Áhrif flöskuhálsa í alþjóðaflutningum á verðið á innfluttum vörum hafa verið takmörkuð hérlendis.
Auglýsing

Ekki eru vænt­ingar um að hægt verði að leysa flösku­hálsa í alþjóða­flutn­ingum fyrr en á seinni hluta árs­ins. Áhrif þeirra á inn­fluttar vörur í Evr­ópu munu þó lík­lega minnka á næst­unni, en á Íslandi eru þau tak­mörkuð þessa stund­ina.

For­stjóri Mærsk ekki bjart­sýnn

Søren Skou for­stjóri danska gáma­fyr­ir­tæk­is­ins Mær­sk, sagði í við­tali við CNN í síð­ustu viku að yfir­stand­andi fram­boðs­trufl­anir á alþjóð­legum vöru­mörk­uðum myndu ekki leys­ast á næst­unni. „Þessa stund­ina virð­ist staðan ekki vera að batna að ein­hverju marki,“ sagði Skou. „Ég vildi að ég gæti boðað betri tíð­indi, en akkúrat núna er ekk­ert í töl­unum sem gefur það til kynna,“ bætti hann við.

Sam­kvæmt for­stjór­anum geta skipa­flutn­ingar varla annað ört vax­andi eft­ir­spurn á heims­vísu, þar sem erfitt hefur reynst að manna stöð­ur. Hann segir mönn­un­ar­skort­inn hafa skapað nokkur vanda­mál, sér­stak­lega í kringum hafnir á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

Betri horfur í Evr­ópu

Sam­kvæmt Seðla­banka Evr­ópu­sam­bands­ins eru þessi vanda­mál þó ekki jafn­mikil í Evr­ópu, þar sem eft­ir­spurn eftir inn­flutn­ings­vörum hefur auk­ist mun meira í Banda­ríkj­unum á síð­ustu mán­uð­um. Sömu­leiðis má gæta meiri spennu á vinnu­mark­aði Vest­an­hafs, þar sem skortur hefur mynd­ast á starfs­fólki í ýmis störf, á meðan við­spyrnan hefur verið hæg­ari í Evr­ópu.

Seðla­bank­inn birtir einnig hag­vísi sem birtir á afhend­ing­ar­tíma hjá birgjum á iðn­að­ar­vörum, en hann ætti að gefa til kynna hvort búast mætti við meiri eða minni fram­leiðslu­hnökrum í fram­tíð­inni. Á síð­ustu vikum hefur hag­vísir­inn lækkað tölu­vert, en sam­kvæmt bank­anum ætti það að vera vís­bend­ing um að minni hnökra sé að vænta í náinni fram­tíð.

Mark­aðs­að­ilar eru þó ekki bjart­sýnir um að flösku­háls­arnir í fram­leiðslu muni hverfa, sam­kvæmt könnun Seðla­banka Evr­ópu. Þar bjugg­ust flestir þeirra sem tóku afstöðu við því að trufl­an­irnar myndu vara í hálft ár í við­bót, hið minnsta. Hins vegar voru þeir mjög fáir sem töldu að hnökrarnir myndu vara í ár í við­bót.

Tak­mörkuð áhrif á Íslandi

Í grein sinni í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar sagði Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við HÍ, að verð­hækk­anir á erlendum vörum ekki hafa verið stóran áhrifa­vald í inn­lendri verð­bólgu, meðal ann­ars vegna þess að geng­is­styrk­ing íslensku krón­unnar hafi unnið gegn þeim.

Sam­kvæmt nýlegri umfjöllun Fin­ancial Times hefur hús­gagna­verð hækkað sér­stak­lega hratt vegna alþjóð­legra fram­boðs­trufl­ana, þar sem flutn­inga­kostn­aður þeirra er að jafn­aði mik­ill. Í Bret­landi nam verð­bólgan í vöru­flokknum 12,5 pró­sentum í des­em­ber í fyrra, en í Banda­ríkj­unum nam hún 9,3 pró­sentum í síð­asta mán­uði.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Þessar hækk­anir eru mun minni hér­lend­is. Sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs, sem Hag­stofan mælir mán­að­ar­lega, nam verð­bólgan í hús­gögnum og heim­il­is­bún­aði tveimur pró­sentum í síð­asta mán­uði. Sömu sögu er að segja um raf­tæki, sem eru að mestu leyti inn­flutt, en þau voru ein­ungis 0,1 pró­sent dýr­ari en í jan­úar í fyrra. Verð­bólgu­þró­un­ina fyrir báða vöru­flokk­ana má sjá á mynd hér að ofan, en þar sést að veru­lega hefur dregið úr verð­þrýst­ingnum á síð­ustu mán­uð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent