Drónar virðast vera út um allt þessi dægrin. Smávörurisinn Amazon hyggst til að mynda á næstunni byrja að nota dróna fyrir heimsendingarþjónustu fyrirtækisins og tæknirisinn Microsoft notast nú þegar við dróna við rannsóknir á moskítóflugum í baráttunni gegn malaríu.
Þá er meira að segja byrjað að keppa í drónaflugi. Þrátt fyrir vaxandi útbreiðslu dróna, hefur enn ekki tekist að smíða dróna sem getur flogið með mann. Eða þar til núna.
Fréttamiðillinn Quartz greinir frá málinu.
Mannaði dróninn er smíði Thorstin Crijns, sem er danskur tölvuverkfræðingur. Dróninn hans Crijns helst reyndar ekki lengi á flugi, en sannar samt að sérsmíðaður dróni getur flogið með manneskju.
Kannski ekki alveg fljúgandi bíll eins og í vísindaskáldsögunum, en engu að síður í áttina.