boat.jpg
Auglýsing

Talið  er að fjór­falt fleiri hafi dáið á ferð sinni yfir Mið­jarð­ar­haf á leið til Evr­ópu það sem af er þessu ári sam­an­borið við allt árið 2013. Ótt­ast er að margir þeirra tvö hund­ruð þús­und flótta­manna sem haf­ast nú við í Norð­ur­-Líbíu muni grípa til sömu örþrifa­ráða og reyna að kom­ast yfir haf­ið, þá helst til Ítal­íu. Þar af er talið að sjö þús­und manns leiti nú ljósum logum að neyð­ar­út­gangi frá Líbíu vegna átak­anna þar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­sam­tökum um fólks­flutn­inga (IOM).

Í októ­ber í fyrra drukkn­uðu fleiri en 360 skammt frá eynni Lampedusa við Ítal­íu. Í kjöl­farið kynntu ítölsk stjórn­völd nýja aðgerða­á­ætlun fyrir strand­gæsl­una, Mare Nostrum, sem Evr­ópu­sam­bandið styrkir fjár­hags­lega.

Síðan þá hefur ítalska strand­gæslan lagt kapp á að komið verði til móts við flótta­fólk áður en slys verða og það flutt um borð í örugg skip. Dæmi eru um að strand­gæslan hafi tekið við fimm þús­und manns með þessum hætti á innan við viku. Það sem af er þessu ári hefur strand­gæslan tekið á móti rúm­lega sex­tíu þús­und sjó­ferða­löng­um, sem margir voru um borð í skipum um það bil að sökkva. Sumir hafa reynt að kom­ast yfir á ofhlöðnum gúmmí­bát­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir að ítalska strand­gæslan hafi nú þegar komið í veg fyrir mörg slys telur IOM að strand­gæslan hafi aðeins tekið á móti helm­ingi þeirra sem hafi lagt leið sína yfir til Ítalíu sjó­leið­is. Stjórn­völd á Möltu ótt­ast að ein­hver þeirra hund­ruða líka sem eru nú í sjónum séu smituð ebólu­veirunni. Þetta hefur tor­veldað leit­ar- og björg­un­ar­starfi. Tryggja þarf að starfs­menn fái við­eig­andi þjálfun og búnað til að draga úr líkum á að þeir smit­ist.

Glæpa­menn hagn­astSjö­falt fleiri reyndu að kom­ast ólög­lega yfir til Ítalíu fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs miðað við sama tíma­bil í fyrra sam­kvæmt skýrslu landamæra­stofn­unar Evr­ópu­sam­bands­ins, Frontex. Þetta megi að stórum hluta rekja til þess að glæpa­hringir hagn­ist á örbirgð og ótta flótta­fólks. Þessir hópar skipu­leggi ferðir yfir Mið­jarð­ar­haf gegn greiðslu. Því fleiri sem kom­ist um borð í hvern bát, því meira fé fái eig­end­urn­ir. Far­þeg­arnir séu flestir grun­lausir um áhætt­una sem fylgi þessum sjó­ferð­um.

Sam­kvæmt Frontex eru flestir flótta­menn­irnir auk þess upp til hópa skil­rík­is- og land­lausir og hafi þar af leið­andi fáa val­kosti. Fjöldi Sýr­lend­inga hafi til að mynda flúið gagn­gert til Líbíu til að nýta sér sjó­leið­ina til Evr­ópu. Talið er að sumir smyglar­anna sökkvi bát­unum vilj­andi til að fela slóð sína.

Forza Italia, stjórn­mála­flokkur Sil­vios Berluscon­is, er meðal þeirra sem hefur gagn­rýnt rík­is­stjórn Ítalíu fyrir að halda úti Mare Nostrum áætl­un­inni. Verk­efnið hafi þver­öfug áhrif því hún laði að sér flótta­fólk þegar strand­gæslan sjái um að koma því yfir til Sikil­eyjar heilu á höldnu. Hún hafi því aðeins auka­kostnað í för með sér fyrir Ítal­íu, sem borgi um tvo millj­arða króna á mán­uði til að reka Mare Nostr­um.

 Al­gjört stjórn­leysi í LíbíuFlótta­menn frá Egypta­landi, Sýr­landi, Sómal­íu, Erít­reu, Súdan og hinum ýmsu Vest­ur- og Mið-Afr­íku­ríkjum haf­ast við í Norð­ur­-Líb­íu. Þeir eru í sér­stökum áhættu­hópi vegna harðn­andi átaka sem eru þau verstu frá því Muammar Gadda­fi, ein­ræð­is­herra, var steypt af stóli árið 2011. Þar berj­ast nú þeir sömu hópar og komu Gaddafi frá inn­byrðis um völd.

Upp­reisn­ar­menn frá borg­inni Mistrata tóku öll völd í höf­uð­borg­inni Trípóli og hafa sett á fót sína eigin rík­is­stjórn. Þing og rík­is­stjórn Líbíu hefur leitað skjóls í borg­inni Tobruk í austri. Í ágúst­lok brut­ust svo út blóðug átök milli rót­tækra hreyf­inga Ísla­mista og skæru­liða sem voru hlið­hollir Gadda­fi, en segj­ast nú berj­ast með rík­is­stjórn Líb­íu, í Beng­hazi. Því ríkir algjört neyð­ar­á­stand í land­inu sem ótt­ast er að muni versna mjög hratt á næstu vik­um.

Hjálp­ar­starfs­menn á vegum IOM hafa unnið að því að koma flótta­fólki í skjól og hefur mörgum verið vísað til nágranna­rík­is­ins Tún­is.

„Ef við hjálpum ekki þeim sem vilja snúa heim til sín örugg­lega gætu margir hætt á að fara um borð í ótrygga báta í þeirri von að kom­ast í öruggt skjól á Ítal­íu,“ segir Othman Belbeisi, yfir­maður IOM í Líb­íu.

Talið er að smygl­arar leiti uppi mennt­aðar fjöl­skyldur sem hafi ein­hvern gjald­eyri eða verð­mæti til að greiða far­gjald­ið. Tíma­ritið Intelli­g­ent Life greindi í sumar frá dæmi um sýr­lenska fjöl­skyldu sem greiddi 100 þús­und krónur á mann fyrir far­ið. Hún gat ekki greitt gjaldið fyrir alla og því varð elsti son­ur­inn eftir í Líb­íu.

boat1

Dauða­ferð yfir Mið­jarð­ar­hafið

Flestir þeirra báta sem eru gerðir út frá Líbíu eru á mörkum þess að telj­ast sjó­hæf­ir. Eig­end­urnir senda flótta­fólk út í opinn dauð­ann gegn hárri greiðslu. Hér eru nokkur dæmi um alvar­leg sjó­slys:

27 mars 2009Gam­all fiski­bátur með 250 menn inn­an­borðs sekkur skammt frá Líb­íu. Bjargað var 21 manni. Tveir aðrir bátar týnd­ust á sömu leið og ekki vitað um afdrif þeirra.

6 apríl 2011Talið er að 150 manns hafi látið lífið þegar bátur sökk nærri Lampedusa á leið frá Líb­íu. Ítalska strand­gæslan fann aðeins 20 lík.

3 októ­ber 2013Bátur sekkur skammt frá eynni Lampedusa út frá Ítal­íu. 155 flóta­mönnum er bjargað úr sjónum en að minnsta kosti 360 fórust, flestir frá Eritreu, Sómalíu og Gana.

11 októ­ber 2013Bátur með fleiri en 200 flótta­mönnum frá Sýr­landi og Palest­ínu sekk­ur. 35 drukkna að minnsta kosti. Farið er með lif­endur til Möltu og Ítal­íu.

30 apríl 2014Fjöru­tíu manns, flestir frá Sómal­íu, drukkna skammt frá höf­uð­borg Líb­íu, Trípóli. Einn maður kemst lífst af.

6 maí 2014Talið er að 77 hafi drukknað skammt frá strönd Líbíu eftir að bátur sökk eftir um þrjá­tíu mín­útna sigl­ingu. Líbíska strand­gæslan náði að bjarga 53 úr sjón­um.

22 agúst 2014Ótt­ast er að allt að 250 hafi farist þegar bátur sökk innan land­helgi Líbíu á leið til Ítal­íu. Líbíska strand­gæslan fann ekki lík flestra far­þeg­anna en tókst að bjarga lífi sextán manna.

24 ágúst 2014Að minnsta kosti 25 láta lífið í tveimur sjó­slys­um. Ítalska strand­gæslan bjargar um 370 manns sem höfðu verið um borð í öðru skip­anna.

7-14 sept­em­ber 2014Talið er að smygl­arar hafi sökkt vilj­andi bát með 500 flótta­mönnum inn­an­borðs skammt frá Möltu. Óljóst er hvenær atburð­ur­inn átti sér stað en lög­reglan á Ítalíu og Möltu rann­saka hann sem fjöldamorð.

14 sept­em­ber 2014Bátur sekkur austur af Trípólí. Að minnsta kosti 250 eru taldir af en 36 far­þegum var bjarg­að.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None