DV-upptaka: Fyrrum eigandi Eyjunnar fer yfir rekstur DV

15186862771-67fc1a54d7-z.jpg
Auglýsing

Nýir eig­endur DV ætla að fá Jón Garðar Hreið­ars­son, fyrrum aðal­eig­anda Eyjan Media, til að fram­kvæma úttekt á rekstri útgáfu­fé­lags­ins. Það er hluti af þeirri úttekt sem á að fara fram á honum næstu miss­er­inn. Þetta kom fram í máli Þor­steins Guðna­son­ar, stjórn­ar­for­manns DV, og Hall­gríms Thor­steins­son­ar, nýs rit­stjóra, á hita­fundi með starfs­mönnum DV á mánu­dag. Kjarn­inn hefur upp­töku af fund­inum undir höndum og mun birta brot af henni næstu daga. Á upp­tök­unni heyr­ist Hall­grímur meðal ann­ars segja að Jón Garðar sé „óháður og flottur gaur“.

Rekstur DV hefur verið þungur allt frá því að blaðið var flutt yfir á nýja kenni­tölu snemma árs 2010. Fyrrum aðal­eig­end­ur, undir for­ystu hins brottrekna rit­stjóra Reynis Trausta­son­ar, þurftu ítrekað að leita eftir nýju hluta­fé. Sú leit varð meðal ann­ars til þess að Reynir fékk há lán hjá Gísla Guð­munds­syni, kenndum við B&L. Van­geta Reynis til að greiða þessi lán gerðu það að verkum að Gísli fram­seldi kröfur sínar til Þor­steins Guðna­sonar sem náði í kjöl­farið yfir­ráðum í félag­inu.

Á meðal þeirra skulda sem DV glímir við eru van­greiddar líf­eyr­is­greiðslur sem félagið tók af starfs­mönnum sínum en skil­aði ekki til líf­eyr­is­sjóða. Eitt af hlut­verkum Jóns Garð­ars á að vera að finna út umfang þess­arra skulda og kanna hversu mikið fé vantar inn í rekst­ur­inn. Í kjöl­farið á hann að kanna hvort það sé hægt að fá lánsfé inn í rekstur DV. Á upp­tök­unni heyr­ist Þor­steinn segja: „við skuldum í raun­inni ekki neinar lang­tíma­skuld­ir, og það er kannski óeðli­legt í sjálfu sér.“

Auglýsing

Veit ekki hvort að eig­endur fái að skoða tölvu­póst ReynisÁ þeim hluta upp­tök­unnar sem hægt er að hlusta á hér að neðan er einnig hægt að heyra heitar umræður um hvernig Reyni Trausta­syni var bolað úr starfi. Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, nú fyrrum aðstoð­ar­rit­stjóri DV, spyr Þor­stein Guðna­son meðal ann­ars að því hvort nýir eig­end­ur, eða full­trúar þeirra á borð við Sig­urð G. Guð­jóns­son, lög­mann sem rekur mál á hendur DV, muni fá að skoða tölvu­póst Reyn­is. Þor­steinn seg­ist ekki vita hvort svo verði.

Þor­steinn segir hins vegar að Reyni, sem er nú í leyfi, verði sagt upp í fyll­ingu tím­ans. Einn starfs­maður sem tekur til máls á fund­inum kall­aði eftir því að nýir eig­end­ur, sem hefðu unnið hat­ramma bar­áttu um eign­ar­hald­ið, myndu vinna með reisn. Hann fylgdir því eftir og segir við Þor­stein: „ímyndin sem þú ert að gefa því [DV] út á við, hún sökkar Þor­steinn.“

[audio mp3="htt­p://kjarn­inn.s3.amazonaws.com/old/2014/09/­upp­taka_03.mp3"][/audio]

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None