Kviðdómur í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum hefur sakfellt Dzhokhar Tsarnaev, sem ákærður var fyrir aðild að sprengjutilræði í Bostonmaraþoninu í apríl fyrir tveimur árum. Frá þessu eru greint á vef BBC. Dómur yfir honum hefur hins vegar ekki verið kveðinn upp en bandarískir fjölmiðlar hafa sagt að Tsarnaev verði mögulega dæmdur til dauða.
Niðurstaða kviðdóms var samhljóma, en kviðdómendur tóku sér einn og hálfan sólahring til að komast að niðurstöðu sinni, Tsarnaev og bróðir hans Tamerlan stóðu saman að árásinni. Tamerlan lést sama dag og ódæðið var framið, eftir eftirför lögreglu. Alls létust þrír í árás bræðranna og 264 særðust.
Ákæran á hendur Dzhokhar Tsarnaev var í 30 liðum.