David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að ef tækist að draga úr spillingu um tíu prósent myndi það skapa ávinning fyrir efnahagskerfi heimsins upp á 380 milljarða dali, um 51 þúsund milljarða íslenskra króna, á hverju ári. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti í Singapore í dag þar sem Cameron er í opinberri heimsókn.
Í ræðunni fjallaði Cameron um Lee Kuan Yew, sem var forsætisráðherra Singapore frá 1959 til 1990 og lést fyrr á þessu ári. Undir stjórn hans stökkbreyttist samfélagið í Singapore og landið varð ein af helstu miðstöðvum viðskipta í heiminum. Cameron sagði að ein vanmetnustu hráefnin í nútímasamfélagi væri gagnsæi og barátta gegn spillingu. "Engin skildi það betur en Lee Kuan Yew. Það var staðfesta hans í baráttunni gegn spillingu sem hjálpaði fólki að öðlast trú til að fjárfesta í þessu ótrúlega landi. Það er engin tilviljun að klifur Singapore á topp alþjóðlegra vísitalna um þau lönd sem glíma við minnsta spillingu og þar sem er auðveldast að eiga viðskipti hafa haldist í hendur við þann mikla alþjóðlega efnahagsárangur sem landið hefur náð."