Eftirlit afhjúpað

Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.

Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Auglýsing

Hátt á annan tug fjölmiðla víða um heim hófu í gærmorgun að birta fréttir af því að háþróuðum njósnabúnaði frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group hafi verið beitt af hálfu ríkisstjórna í allnokkrum löndum á undanförnum árum til þess að njósna um ýmsa aðila, til dæmis blaðamenn, stjórnmálamenn og aðgerðasinna.

Blaðamennskusamtökin Forbidden Stories, sem hafa starfsemi í Frakklandi, komust ásamt mannréttindasamtökunum Amnesty International yfir mikið magn gagna, nánar tiltekið lista 50 þúsund símanúmera sem virðast hafa verið valin til eftirlits með Pegasus-njósnatólinu. Yfir 80 blaðamenn frá sextán fjölmiðlum í ellefu löndum unnu að greiningu gagnanna og birta nú umfjallanir um það sem þau hafa komist að.

Vegna þessa leka fær almenningur nú innlit í varhugaverða notkun stjórnvalda í ríkjum á borð við Aserbaídsjan, Bahrein, Kasakstan, Marokkó, Mexíkó, Rúanda, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Indlandi og Ungverjaland á þessu njósnatóli, sem talið er eitt hið öflugasta sem til er í heiminum.

Pegasus-tólið sýkir síma þeirra sem er ráðist er gegn og færir þeim sem notar Pegasus um leið aðgang að öllum gögnum í símanum, auk möguleikans á því að kveikja á míkrafóni og myndavél símans og hlusta þannig á þann sem fyrir njósnunum verður, án þess að fórnarlambið verði þess vart.

Sérfræðingar á vegum Amnesty International skoðuðu 67 síma sem voru tengdir símanúmerum á listanum og fundu merki um Pegasus-sýkingu eða merki um tilraun til þess að sýkja símana í alls 37 tilfellum. Ekkert fannst í þeim 30 símum sem eftir stóðu, en í fjölda tilfella var sá sem átti símanúmer á listanum búinn að skipta um síma.

Auglýsing

Af þessari rannsókn er sú ályktun dregin að þeir sem eiga símanúmer á listanum hafi verið valdir sem skotmörk Pegasus-árása.

Fram hefur komið í umfjöllunum fjölmiðla að á listanum séu hátt í 200 blaðamenn víða um heim og einnig að minnsta kosti 50 manns sem eru náin núverandi forseta Mexíkó, Andrés Obrador, á þeim tíma er hann var í stjórnarandstöðu í landinu. Þá hefur Rahul Gandhi, helsti keppinautur indverska forsætisráðherrans Narendra Modi komið fyrir á Pegasus-listanum. Í Ungverjalandi er ríkisstjórn Viktors Orbán sökuð um að nota tæknina til þess að fylgjast með blaðamönnum.

Einnig hefur Carine Kanimba, dóttir Paul Rusesabagina, mannsins sem varð innblástur kvikmyndarinnar Hótel Rúanda, orðið fyrir árásum með hugbúnaði frá NSO Group. Faðir hennar situr í fangelsi í Rúanda fyrir að hafa sett fram gagnrýni á ríkisstjórn Paul Kagame.

Segja vöru sína selda í góðri trú

NSO Group, ísraelska fyrirtækið sem þróar og selur njósnahugbúnaðinn, hefur staðfastlega neitað því að kannast nokkuð við þennan lista 50 þúsund símanúmera sem varð kveikjan að umfjöllun fjölmiðla. Fyrirtækið segir vöru sína einungis selda í þeim tilgangi að hafa uppi á glæpamönnum og hryðjuverkamönnum.

Shalev Hulio, framkvæmdastjóri NSO Group, sagði við bandaríska blaðið Washington Post, eftir að fjölmiðlar hófu að birta fréttir í gær, að ásakanir um ólögmæta notkun njósnatólsins yrðu skoðaðar, en uppljóstranir fjölmiðla hafa orðið kveikja að umræðu um það hvort það þurfi að koma frekari böndum á starfsemi fyrirtækja í eftirlitsiðnaðinum. Fyrirtækið segist hafa hætt viðskiptum við tvo viðskiptavini á undanförnu ári vegna mannréttindabrota, en segir ekki frá því hvaða ríkið það eru.

Samkvæmt frétt Washington Post er NSO Group með 60 viðskiptavini í 40 ríkjum, leyniþjónustur, heri og löggæslustofnanir. Fyrirtækið vill ekki segja frá því hverjir viðskiptavinir þess eru.

Snowden kallar eftir hömlum á útbreiðslu njósnahugbúnaðar

Uppljóstranir fjölmiðla hafa nú þegar komið af stað umræðu um alþjóðlega eftirlitsiðnaðinn og hættur sem honum fylgja.

Edward Snowden.

Edward Snowden, sem árið 2013 ljóstraði upp um leynilegt fjöldaeftirlit bandarísku leyniþjónustustofnunarinnar NSA, segir við breska blaðið Guardian að ríkisstjórnir heims verði að setja á viðskiptabann með njósnabúnað eða horfast í augu við heim þar sem ekki einn einasti snjallsími er öruggur frá innbrotum hakkara á vegum ríkja.

Snowden segir að rafrænt eftirlit með einstaklingum sé orðið of einfalt með tilkomu háþróaðs njósnabúnaðar eins og Pegasus. Er hann var spurður af blaðamanni Guardian hvað fólk gæti gert til að verja sig gagnvart slíkum árásum líkti hann ógninni við kjarnorkuvopn. Það væri lítil von til varnar.

„Það eru ákveðnir geirar sem engin vörn finnst við og það er þess vegna sem við reynum að hefta útbreiðslu þessarar tækni. Við leyfum ekki frjálsa verslun með kjarnorkuvopn,“ segir Snowden.

Á vef Forbidden Stories er hægt að nálgast tengla á allar umfjallanir sem hafa birst til þessa um Pegasus-verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent