Eftirlit afhjúpað

Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.

Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Auglýsing

Hátt á annan tug fjöl­miðla víða um heim hófu í gær­morgun að birta fréttir af því að háþró­uðum njósn­a­bún­aði frá ísra­elska fyr­ir­tæk­inu NSO Group hafi verið beitt af hálfu rík­is­stjórna í all­nokkrum löndum á und­an­förnum árum til þess að njósna um ýmsa aðila, til dæmis blaða­menn, stjórn­mála­menn og aðgerða­sinna.

Blaða­mennsku­sam­tökin For­bidden Stor­ies, sem hafa starf­semi í Frakk­landi, komust ásamt mann­rétt­inda­sam­tök­unum Amnesty International yfir mikið magn gagna, nánar til­tekið lista 50 þús­und síma­núm­era sem virð­ast hafa verið valin til eft­ir­lits með Pegasus-njósn­atól­inu. Yfir 80 blaða­menn frá sextán fjöl­miðlum í ell­efu löndum unnu að grein­ingu gagn­anna og birta nú umfjall­anir um það sem þau hafa kom­ist að.

Vegna þessa leka fær almenn­ingur nú inn­lit í var­huga­verða notkun stjórn­valda í ríkjum á borð við Aserbaídsj­an, Bahrein, Kasakstan, Marokkó, Mexíkó, Rúanda, Sádi-­Ar­ab­íu, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­un­um, Ind­landi og Ung­verja­land á þessu njósn­atóli, sem talið er eitt hið öfl­ug­asta sem til er í heim­in­um.

Pegasus-tólið sýkir síma þeirra sem er ráð­ist er gegn og færir þeim sem notar Pegasus um leið aðgang að öllum gögnum í sím­an­um, auk mögu­leik­ans á því að kveikja á míkra­fóni og mynda­vél sím­ans og hlusta þannig á þann sem fyrir njósn­unum verð­ur, án þess að fórn­ar­lambið verði þess vart.

Sér­fræð­ingar á vegum Amnesty International skoð­uðu 67 síma sem voru tengdir síma­núm­erum á list­anum og fundu merki um Pegasus-­sýk­ingu eða merki um til­raun til þess að sýkja sím­ana í alls 37 til­fell­um. Ekk­ert fannst í þeim 30 símum sem eftir stóðu, en í fjölda til­fella var sá sem átti síma­númer á list­anum búinn að skipta um síma.

Auglýsing

Af þess­ari rann­sókn er sú ályktun dregin að þeir sem eiga síma­númer á list­anum hafi verið valdir sem skot­mörk Pegasus-árása.

Fram hefur komið í umfjöll­unum fjöl­miðla að á list­anum séu hátt í 200 blaða­menn víða um heim og einnig að minnsta kosti 50 manns sem eru náin núver­andi for­seta Mexíkó, Andrés Obrador, á þeim tíma er hann var í stjórn­ar­and­stöðu í land­inu. Þá hefur Rahul Gandhi, helsti keppi­nautur ind­verska for­sæt­is­ráð­herr­ans Nar­endra Modi komið fyrir á Pegasus-list­an­um. Í Ung­verja­landi er rík­is­stjórn Vikt­ors Orbán sökuð um að nota tækn­ina til þess að fylgj­ast með blaða­mönn­um.

Einnig hefur Car­ine Kanimba, dóttir Paul Rusesa­bag­ina, manns­ins sem varð inn­blástur kvik­mynd­ar­innar Hótel Rúanda, orðið fyrir árásum með hug­bún­aði frá NSO Group. Faðir hennar situr í fang­elsi í Rúanda fyrir að hafa sett fram gagn­rýni á rík­is­stjórn Paul Kagame.

Segja vöru sína selda í góðri trú

NSO Group, ísra­elska fyr­ir­tækið sem þróar og selur njósn­a­hug­bún­að­inn, hefur stað­fast­lega neitað því að kann­ast nokkuð við þennan lista 50 þús­und síma­núm­era sem varð kveikjan að umfjöllun fjöl­miðla. Fyr­ir­tækið segir vöru sína ein­ungis selda í þeim til­gangi að hafa uppi á glæpa­mönnum og hryðju­verka­mönn­um.

Shalev Hul­io, fram­kvæmda­stjóri NSO Group, sagði við banda­ríska blaðið Was­hington Post, eftir að fjöl­miðlar hófu að birta fréttir í gær, að ásak­anir um ólög­mæta notkun njósn­at­óls­ins yrðu skoð­að­ar, en upp­ljóstr­anir fjöl­miðla hafa orðið kveikja að umræðu um það hvort það þurfi að koma frek­ari böndum á starf­semi fyr­ir­tækja í eft­ir­lits­iðn­að­in­um. Fyr­ir­tækið seg­ist hafa hætt við­skiptum við tvo við­skipta­vini á und­an­förnu ári vegna mann­rétt­inda­brota, en segir ekki frá því hvaða ríkið það eru.

Sam­kvæmt frétt Was­hington Post er NSO Group með 60 við­skipta­vini í 40 ríkj­um, leyni­þjón­ust­ur, heri og lög­gæslu­stofn­an­ir. Fyr­ir­tækið vill ekki segja frá því hverjir við­skipta­vinir þess eru.

Snowden kallar eftir hömlum á útbreiðslu njósn­a­hug­bún­aðar

Upp­ljóstr­anir fjöl­miðla hafa nú þegar komið af stað umræðu um alþjóð­lega eft­ir­lits­iðn­að­inn og hættur sem honum fylgja.

Edward Snowden.

Edward Snowden, sem árið 2013 ljóstr­aði upp um leyni­legt fjölda­eft­ir­lit banda­rísku leyni­þjón­ustu­stofn­un­ar­innar NSA, segir við breska blaðið Guar­dian að rík­is­stjórnir heims verði að setja á við­skipta­bann með njósn­a­búnað eða horfast í augu við heim þar sem ekki einn ein­asti snjall­sími er öruggur frá inn­brotum hakk­ara á vegum ríkja.

Snowden segir að raf­rænt eft­ir­lit með ein­stak­lingum sé orðið of ein­falt með til­komu háþró­aðs njósn­a­bún­aðar eins og Pegasus. Er hann var spurður af blaða­manni Guar­dian hvað fólk gæti gert til að verja sig gagn­vart slíkum árásum líkti hann ógn­inni við kjarn­orku­vopn. Það væri lítil von til varn­ar.

„Það eru ákveðnir geirar sem engin vörn finnst við og það er þess vegna sem við reynum að hefta útbreiðslu þess­arar tækni. Við leyfum ekki frjálsa verslun með kjarn­orku­vopn,“ segir Snowden.

Á vef For­bidden Stor­ies er hægt að nálg­ast tengla á allar umfjall­anir sem hafa birst til þessa um Pegasus-verk­efnið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent