Vilborg leiðir Miðflokkinn í Reykjavík norður – Ólafur vék til að leysa „pattstöðu“

Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins sóttist ekki eftir sæti á lista flokksins í Reykjavík norður til þess að leysa „pattstöðu“ sem kom upp við uppstillingu listans í kjördæminu. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur mun leiða lista flokksins.

Ólafur Ísleifsson var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Reykjavík norður árið 2017, en færði sig yfir í Miðflokkinn eftir að Klausturmálið kom upp.
Ólafur Ísleifsson var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Reykjavík norður árið 2017, en færði sig yfir í Miðflokkinn eftir að Klausturmálið kom upp.
Auglýsing

Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur og sáttamiðlari leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík norður til komandi alþingiskosninga, en félagsfundur flokksins í kjördæminu samþykkti í kvöld lista uppstillingarnefndar með 77 prósentum greiddra atkvæða. Athygli vekur að eini núverandi þingmaður flokksins í kjördæminu, Ólafur Ísleifsson, er ekki á listanum.

Tilkynningu Miðflokksins um niðurstöðu félagsfundarins fylgir yfirlýsing frá Ólafi, þar sem segir að hann hafi tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu til að „leysa þá pattstöðu“ sem upp hafi verið komin við uppstillingu á lista flokksins í kjördæminu.

Útilokar ekki að blanda sér í slaginn í Reykjavík suður

Þingmaðurinn, sem kjörinn var á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en síðar rekinn úr þingflokknum, segir við RÚV í kvöld að hann útiloki ekki að sækjast eftir oddvitasæti í Reykjavík suður, en þar er einnig pattstaða uppi.

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík norður.

Félagsfundur felldi tillögu uppstillingarnefndar flokksins á fimmtudag í síðustu viku, en þar hafði verið gerð tillaga um að Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, leiddi lista flokksins til komandi kosninga. Núverandi þingmaður í því kjördæmi, Þorsteinn Sæmundsson, var ekki á lista uppstillingarnefndarinnar.

Til stendur að halda oddvitaprófkjör þeirra á milli fyrst listi uppstillingarnefndarinnar var felldur og nú opnar Ólafur á að blanda sér í þá baráttu.

Auglýsing

Einnig hefur komið fram að styr standi um uppstillingu lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en um helgina sagði mbl.is frá því að Karl Gauti Hjaltason þingmaður, sem kom rétt eins og Ólafur yfir til Miðflokksins frá Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins, yrði ekki á lista uppstillingarnefndar á Suðurlandi. Þar verður tillaga uppstillingarnefndar borin fyrir félaga á miðvikudag.

Efstu sæti lista Miðflokksins í Reykjavík norður

  1. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari
  2. Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
  3. Erna Valsdóttir, fasteignasali
  4. Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
  5. Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
  6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri

Uppfært: Í tilkynningu Miðflokksins sagði að oddvitinn Vilborg Þóranna væri sáttasemjari og var þess getið í upphaflegri útgáfu fréttarinnar, en í leiðréttingu frá flokknum sagði að hún væri sáttamiðlari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent