Ostrur ógna róðrarkeppni Ólympíuleikanna

Keppnissvæði fyrir róðrarkeppni á Ólympíuleikunum var tilbúið í júní árið 2019, rúmu ári áður en að leikarnir áttu upphaflega að hefjast. Nú er komið babb í bátinn því ostrur hafa hreiðrað um sig á sérstökum ölduvörnum á svæðinu og fært þær í kaf.

Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Auglýsing

Skammt frá mið­borg Tókýó hefur keppn­is­svæði fyrir róður á kom­andi Ólymp­íu­leik­um, bæði róður á róðra­bátum og á kanóum en gerður er grein­ar­munur á þessu tvennu. Fram­kvæmdir við Sea For­est Waterway keppn­is­svæðið gengu vonum framar og var svæðið til­búið til notk­unar í júní árið 2019. Þá var rúmt ár í að leik­arnir áttu upp­haf­lega að hefj­ast en sökum kór­ónu­veiru­far­ald­urs var þeim frestað um ár og hefj­ast þeir í þess­ari viku.

Stjórn­endur keppn­is­svæð­is­ins standa nú frammi fyrir nýrri áskor­un. Ostrur hafa í stórum stíl komið sér fyrir á sér­stökum flekum sem ætlað er að koma í veg fyrir að öldur mynd­ist á keppn­is­svæð­inu. Svo vel líkar ostr­unum við dvöl­ina á flek­unum að þyngd þeirra er farin að reyn­ast þeim um of, flek­arnir hafa sumir hverjir færst í kaf. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Auglýsing

Óvæntur kostn­aður upp á 160 millj­ónir

Vanda­málið hefur reynst bæði dýrt og tíma­frekt að leysa. Flek­arnir hafa verið dregnir á land til við­gerða auk þess sem þeir hafa verið þrifnir af flokki kaf­ara. Nú þegar hafa um 14 tonn af ostrum verið fjar­lægðar af bún­aði sem not­aður er á keppn­is­svæð­inu. Kostn­að­ur­inn sem hlot­ist hefur af þess­ari óvæntu dvöl ostr­anna nemur hátt í 160 millj­ónum króna.

Ostr­urnar sem um ræðir eru svo­kall­aðar magaki ostr­ur. Þær eru ákaf­lega vin­sæll matur á borðum Jap­ana á vet­urna en ekki hefur verið talið skyn­sam­legt að koma þess­ari óvæntu upp­skeru á mark­að.

Keppn­is­svæðið Sea For­est Waterway er það eina í Japan sem stenst alþjóð­lega staðla fyrir róðr­ar­keppn­ir. Upp­haf­lega stóð til að svæðið myndi verða keppn­is­staður fyrir róðr­ar­keppnir eftir að Ólymp­íu­leik­unum lýk­ur. Áætl­anir gera ráð fyrir að árlegur kostn­aður við rekstur svæð­is­ins nemi um 1,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala eða tæpum 190 millj­ónum króna. Því ríður á að yfir­völd finni far­sæla fram­tíð­ar­lausn á þessu dýra vanda­máli.

Leik­arnir hefj­ast í vik­unni

Setn­ing­ar­at­höfn Ólymp­íu­leik­anna í Tókýo fer fram klukkan 11 að íslenskum tíma á föstu­dags­morg­un. Keppni í fót­bolta og mjúk­bolta, íþróttar sem svipar mjög til hafna­bolta, hefst að vísu á mið­viku­dag. Keppt er á leik­unum til 8. ágúst og fer loka­há­tíð leik­anna fram þann sama dag, klukkan 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Eng­inn kepp­andi í íslenska hópnum mun þurfa að hafa áhyggjur af ostr­unum í Tókýó en Íslend­ingar eiga fjóra full­trúa á Ólymp­íu­leik­un­um. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringu­sundi, Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í skot­fimi með loft­skamm­byssu, Guðni Valur Guðna­son keppir í kringlu­kasti og Snæ­fríður Sól Jór­unn­ar­dóttir keppir bæði í 100m og 200m skrið­sundi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent