Ostrur ógna róðrarkeppni Ólympíuleikanna

Keppnissvæði fyrir róðrarkeppni á Ólympíuleikunum var tilbúið í júní árið 2019, rúmu ári áður en að leikarnir áttu upphaflega að hefjast. Nú er komið babb í bátinn því ostrur hafa hreiðrað um sig á sérstökum ölduvörnum á svæðinu og fært þær í kaf.

Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Auglýsing

Skammt frá mið­borg Tókýó hefur keppn­is­svæði fyrir róður á kom­andi Ólymp­íu­leik­um, bæði róður á róðra­bátum og á kanóum en gerður er grein­ar­munur á þessu tvennu. Fram­kvæmdir við Sea For­est Waterway keppn­is­svæðið gengu vonum framar og var svæðið til­búið til notk­unar í júní árið 2019. Þá var rúmt ár í að leik­arnir áttu upp­haf­lega að hefj­ast en sökum kór­ónu­veiru­far­ald­urs var þeim frestað um ár og hefj­ast þeir í þess­ari viku.

Stjórn­endur keppn­is­svæð­is­ins standa nú frammi fyrir nýrri áskor­un. Ostrur hafa í stórum stíl komið sér fyrir á sér­stökum flekum sem ætlað er að koma í veg fyrir að öldur mynd­ist á keppn­is­svæð­inu. Svo vel líkar ostr­unum við dvöl­ina á flek­unum að þyngd þeirra er farin að reyn­ast þeim um of, flek­arnir hafa sumir hverjir færst í kaf. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Auglýsing

Óvæntur kostn­aður upp á 160 millj­ónir

Vanda­málið hefur reynst bæði dýrt og tíma­frekt að leysa. Flek­arnir hafa verið dregnir á land til við­gerða auk þess sem þeir hafa verið þrifnir af flokki kaf­ara. Nú þegar hafa um 14 tonn af ostrum verið fjar­lægðar af bún­aði sem not­aður er á keppn­is­svæð­inu. Kostn­að­ur­inn sem hlot­ist hefur af þess­ari óvæntu dvöl ostr­anna nemur hátt í 160 millj­ónum króna.

Ostr­urnar sem um ræðir eru svo­kall­aðar magaki ostr­ur. Þær eru ákaf­lega vin­sæll matur á borðum Jap­ana á vet­urna en ekki hefur verið talið skyn­sam­legt að koma þess­ari óvæntu upp­skeru á mark­að.

Keppn­is­svæðið Sea For­est Waterway er það eina í Japan sem stenst alþjóð­lega staðla fyrir róðr­ar­keppn­ir. Upp­haf­lega stóð til að svæðið myndi verða keppn­is­staður fyrir róðr­ar­keppnir eftir að Ólymp­íu­leik­unum lýk­ur. Áætl­anir gera ráð fyrir að árlegur kostn­aður við rekstur svæð­is­ins nemi um 1,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala eða tæpum 190 millj­ónum króna. Því ríður á að yfir­völd finni far­sæla fram­tíð­ar­lausn á þessu dýra vanda­máli.

Leik­arnir hefj­ast í vik­unni

Setn­ing­ar­at­höfn Ólymp­íu­leik­anna í Tókýo fer fram klukkan 11 að íslenskum tíma á föstu­dags­morg­un. Keppni í fót­bolta og mjúk­bolta, íþróttar sem svipar mjög til hafna­bolta, hefst að vísu á mið­viku­dag. Keppt er á leik­unum til 8. ágúst og fer loka­há­tíð leik­anna fram þann sama dag, klukkan 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Eng­inn kepp­andi í íslenska hópnum mun þurfa að hafa áhyggjur af ostr­unum í Tókýó en Íslend­ingar eiga fjóra full­trúa á Ólymp­íu­leik­un­um. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringu­sundi, Ásgeir Sig­ur­geirs­son keppir í skot­fimi með loft­skamm­byssu, Guðni Valur Guðna­son keppir í kringlu­kasti og Snæ­fríður Sól Jór­unn­ar­dóttir keppir bæði í 100m og 200m skrið­sundi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent