Ostrur ógna róðrarkeppni Ólympíuleikanna

Keppnissvæði fyrir róðrarkeppni á Ólympíuleikunum var tilbúið í júní árið 2019, rúmu ári áður en að leikarnir áttu upphaflega að hefjast. Nú er komið babb í bátinn því ostrur hafa hreiðrað um sig á sérstökum ölduvörnum á svæðinu og fært þær í kaf.

Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Keppni í róðri á Ólympíuleikunum mun fara fram á keppnissvæðinu Sea Forest Waterway í næsta nágrenni við miðborg Tókýó
Auglýsing

Skammt frá miðborg Tókýó hefur keppnissvæði fyrir róður á komandi Ólympíuleikum, bæði róður á róðrabátum og á kanóum en gerður er greinarmunur á þessu tvennu. Framkvæmdir við Sea Forest Waterway keppnissvæðið gengu vonum framar og var svæðið tilbúið til notkunar í júní árið 2019. Þá var rúmt ár í að leikarnir áttu upphaflega að hefjast en sökum kórónuveirufaraldurs var þeim frestað um ár og hefjast þeir í þessari viku.

Stjórnendur keppnissvæðisins standa nú frammi fyrir nýrri áskorun. Ostrur hafa í stórum stíl komið sér fyrir á sérstökum flekum sem ætlað er að koma í veg fyrir að öldur myndist á keppnissvæðinu. Svo vel líkar ostrunum við dvölina á flekunum að þyngd þeirra er farin að reynast þeim um of, flekarnir hafa sumir hverjir færst í kaf. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Auglýsing

Óvæntur kostnaður upp á 160 milljónir

Vandamálið hefur reynst bæði dýrt og tímafrekt að leysa. Flekarnir hafa verið dregnir á land til viðgerða auk þess sem þeir hafa verið þrifnir af flokki kafara. Nú þegar hafa um 14 tonn af ostrum verið fjarlægðar af búnaði sem notaður er á keppnissvæðinu. Kostnaðurinn sem hlotist hefur af þessari óvæntu dvöl ostranna nemur hátt í 160 milljónum króna.

Ostrurnar sem um ræðir eru svokallaðar magaki ostrur. Þær eru ákaflega vinsæll matur á borðum Japana á veturna en ekki hefur verið talið skynsamlegt að koma þessari óvæntu uppskeru á markað.

Keppnissvæðið Sea Forest Waterway er það eina í Japan sem stenst alþjóðlega staðla fyrir róðrarkeppnir. Upphaflega stóð til að svæðið myndi verða keppnisstaður fyrir róðrarkeppnir eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Áætlanir gera ráð fyrir að árlegur kostnaður við rekstur svæðisins nemi um 1,5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 190 milljónum króna. Því ríður á að yfirvöld finni farsæla framtíðarlausn á þessu dýra vandamáli.

Leikarnir hefjast í vikunni

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Tókýo fer fram klukkan 11 að íslenskum tíma á föstudagsmorgun. Keppni í fótbolta og mjúkbolta, íþróttar sem svipar mjög til hafnabolta, hefst að vísu á miðvikudag. Keppt er á leikunum til 8. ágúst og fer lokahátíð leikanna fram þann sama dag, klukkan 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Enginn keppandi í íslenska hópnum mun þurfa að hafa áhyggjur af ostrunum í Tókýó en Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á Ólympíuleikunum. Anton Sveinn Mckee keppir í 200m bringusundi, Ásgeir Sigurgeirsson keppir í skotfimi með loftskammbyssu, Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti og Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir bæði í 100m og 200m skriðsundi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent