Eftirspurnin enn mikil þó umsvifin á fasteignamarkaði hafi dregist saman

Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan 2014 og nú koma fleiri íbúðir inn á markaðinn en seljast. Met yfir stuttan sölutíma íbúða og fjölda íbúða sem selst yfir ásettu verði halda þó áfram að vera slegin.

Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan sumarið 2014.
Fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið lægri í einum mánuði síðan sumarið 2014.
Auglýsing

Fjöldi útgef­inna kaup­samn­inga um íbúð­ar­hús­næði í apríl nam 699 tals­ins, sem gera 752 þegar leið­rétt er fyrir reglu­bundnum árs­tíða­sveifl­um, og hefur fjöldi kaup­samn­inga ekki verið lægri síðan í maí 2020 en þá hafði tíma­bundið dregið úr umsvifum á íbúða­mark­aði í upp­hafi sam­komu­tak­mark­ana. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu hag­deildar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unnar (HMS).

Það virð­ist því vera tekið að róast á fast­eigna­mark­að­in­um. Mesti sam­dráttur í fjölda kaup­samn­inga er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar voru kaup­samn­ingar um íbúð­ar­hús­næði alls 461 tals­ins miðað við árs­tíð­ar­leið­réttar tölur í apr­íl. Fjöldi kaup­samn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur ekki verið lægri í einum mán­uði síðan sum­arið 2014. Umsvifin hafa ekki dreg­ist jafn mikið saman í sveit­ar­fé­lög­unum í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, kaup­samn­ingum fækk­aði engu að síður um 16,7 pró­sent á milli mán­aða í þeim sveit­ar­fé­lög­um.

Mörg met engu að síður slegin í apríl

Þrátt fyrir að umsvifin hafi dreg­ist lít­il­lega saman í apríl hefur fjöldi íbúða sem selst yfir ásettu verði aldrei verið jafn mik­ill hlut­falls­lega. Í mán­uð­inum seld­ust 54 pró­sent íbúða á land­inu yfir ásettu verði, sem er met. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nam hlut­fall íbúða í fjöl­býli sem seld­ust yfir ásettu verði 65 pró­sent­um. 53 pró­sent sér­býla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seld­ist yfir ásettu verði. Hlut­fallið er lægra á lands­byggð­inni. Þar seld­ust 48 pró­sent íbúða í fjöl­býli yfir ásettu verði og 32 pró­sent sér­býla.

Auglýsing

„Í öllum til­fellum er um met að ræða,“ segir í skýrslu HMS.

Annað met var slegið í apríl en með­al­sölu­tími íbúða hefur aldrei verið jafn stutt­ur. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var með­al­sölu­tími 34,7 dag­ar. „Þar af tók aðeins 30,7 daga að selja íbúðir í fjöl­býli en 49 daga að selja sér­býli. Stystan tíma tók að selja íbúðir á 30-40 m.kr. Eða að jafn­aði 23 daga en það tók að jafn­aði 26 daga að selja 40-50 m.kr. íbúðir og 43 daga að selja íbúðir sem seld­ust á yfir 80 m.kr,“ segir í skýrsl­unni.

Einnig var um met­sölu­tíma að ræða á lands­byggð­inni í mán­uð­in­um. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var með­al­sölu­tím­inn 38,8 dagar en ann­ars staðar á lands­byggð­inni var með­al­sölu­tím­inn 53,6 dag­ar.

Árs­hækkun á og í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið 22 pró­sent

Í skýrslu HMS segir að íbúða­verð sé enn á hraðri upp­leið. Íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 1,9 pró­sent á milli mars og apríl en verðið hefur hækkað um 6,7 á und­an­förnum þremur mán­uð­um. Verðið hefur hækkað um 22 pró­sent á einu ári miðað við vísi­tölu sölu­verðs.

Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hækk­aði íbúða­verð um 0,3 pró­sent milli mán­aða. Árs­hækk­unin er sú sama og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 22 pró­sent. Ann­ars staðar á lands­byggð­inni hækk­aði íbúða­verð um 2,3 pró­sent á milli mán­aða en þar mælist árs hækkun 20,2 pró­sent.

Fram­boð íbúða farið að aukast

Um þessar mundir koma koma fleiri íbúðir inn á mark­að­inn heldur en seljast, að því er fram kemur í skýrsl­unni. Fram­boð íbúða hefur farið ört vax­andi frá því í febr­úar þegar fram­boðið var sem lægst. Í jún­í­byrjun voru 595 íbúðir til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sam­an­borið við 503 íbúðir mán­uði áður. Fleiri sér­býli hafa komið inn á mark­að­inn að und­an­förnu en íbúðir í fjöl­býli. Fram­boð á nýjum íbúðum helst nokkuð stöðugt en aukn­ing hefur orðið á fram­boði eldri íbúða.

Svip­aða sögu er að segja af fram­boð­inu í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í byrjun júní voru 243 íbúðir til sölu í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um, sam­an­borið við 212 í byrjun maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent