Alls áttu þeir eignir umfram skuldir upp á 5.635 milljarða króna í lok þess árs, en frá byrjun árs 2015 til loka árs 2020 jukust eignir landsmanna um 2.598 milljarða króna, eða um 47,2 prósent, og eigið fé þeirra um 2.227 milljarða króna, eða um 65,3 prósent.
Alls áttu landsmenn um 8.104 milljarða króna í lok árs 2020. Eignir þeirra jukust um 275 milljarða króna á því ári, sem var mun minni eignaaukning en átt hafði sér stað árin á undan. Árið 2017 jukust eignir landsmanna til að mynda um 817 milljarða króna, þær jukust um 627 milljarða króna árið 2018 og um 466 milljarða króna árið 2019.
Þetta kemur fram í umfjöllun um álagningu einstaklinga á árinu 2021 í Tíund, fréttablaði Skattsins, sem Páll Kolbeins rekstrarhagfræðingur skrifar.
Þar segir að á árunum 2015 til 2020 hafi framtaldar eignir landsmanna aukist samtals um 2.598 milljarð króna, eða 47,2 prósent, sem jafngildir átta prósenta árlegri ávöxtun. „Mikla hækkun eigna á undanförnum árum má að mestu rekja til hækkunar fasteignamats en nú bregður svo við að aðrar eignir en fasteignir aukast um 154,9 milljarða saman borið við 119,7 milljarða hækkun fasteigna.
Landsmenn eiga ekki bara, þeir skulda líka. Heildarskuldir þeirra voru 2.468 milljarðar króna í lok árs 2020 og höfðu þá aukist um 121 milljarða á króna á einu ári, eða um 5,2 prósent. Eignir jukust á sama tíma um 3,5 prósent sem þýðir að eigið fé landsmanna jókst um 153 milljarða króna á árinu 2020. Alls áttu þeir eignir umfram skuldir upp á 5.635 milljarða króna í lok þess árs, en frá byrjun árs 2015 til loka árs 2020 jukust eignir landsmanna um 2.598 milljarða króna, eða um 47,2 prósent, og eigið fé þeirra um 2.227 milljarða króna, eða um 65,3 prósent.
Í Tíund er greint frá því að um 30,5 prósent eigna landsmanna hafi verið í skuld sem er hálfu prósentustigi meira en í árslok 2019. „Í botni kreppunnar árið 2010 var þetta skuldahlutfall komið í 55,2 prósent en síðan hefur það lækkað ár frá ári og ef litið er fram hjá hækkuninni 2020 hefur það ekki verið lægra síðan í árslok árið 1994 en þá voru skuldir 22,4 prósent af eignum.“