Judy Mozes, eiginkona Silvan Shalom, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ísrael, fór með kynþáttaníð um Barack Obama Bandaríkjaforseta á Twitter í dag. Mozes, sem er þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi í heimalandinu, eyddi síðar færslunni á samfélagsmiðlinum og baðst afsökunar á ummælum sínum. Fréttamiðillinn Business Insider greinir frá málinu.
Twitter færslan umdeilda. Mozes er með nærri 75.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum.
Mozes birti illa ígrundaðan brandara á Twitter, sem féll í grýttan jarðveg. Stuttu síðar eyddi hún færslunni.
Mozes sá fljótt að sér, og baðst ítrekað afsökunar.
Yair Rosenberg, rithöfundur og málsmetandi greinandi á málefni Ísraels, sagði í kjölfar rasíska brandarans að þetta væri ekki í fyrsta skiptið þar sem Mozes gerist sek um dómgreindarskort. Hún sé þekkt fyrir skrýtin upphlaup um hin ýmsu málefni. Þá hafi athugasemdir hennar skaðað stjórnmálaferil eiginmanns hennar.
Brandarinn kemur líka fram á óheppilegum tíma þar sem samskipti Bandaríkjanna og Ísrael undanfarið hafa vart verið stirðari í árabil.