Eignir íslensku lífeyrissjóðanna skruppu saman um 141 milljarð á einum mánuði

Á meðan að kórónuveirufaraldurinn tröllreið heiminum jukust eignir íslenskra lífeyrissjóða um 36 prósent. Virði þeirra náði hámarki um síðustu áramót. Síðan þá hafa þær lækkað um tæp fimm prósent, eða 326 milljarða króna.

Virði íslenskra hlutabréfa hefur lækkað umtalsvert það sem af er ári. Það bítur lífeyrissjóði landsins, sem eiga um helming þeirra beint eða óbeint, fast.
Virði íslenskra hlutabréfa hefur lækkað umtalsvert það sem af er ári. Það bítur lífeyrissjóði landsins, sem eiga um helming þeirra beint eða óbeint, fast.
Auglýsing

Eignir líf­eyr­is­sjóð­anna voru 6.747 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, og höfðu aldrei verið meiri. Á meðan að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði, og hluta­bréfa­verð hækk­aði gríð­ar­lega um allan heim, og út árið 2021 juk­ust eignir sjóð­anna um 1.791 millj­arð króna, eða um 36 pró­sent. Hluti þeirrar aukn­ingar var til­kom­inn vegna inn­greiðslna sjóðs­fé­laga en langstærsti hluti hennar var vegna þess að fjár­fest­ing­ar, aðal­lega hluta­bréf, hækk­uðu í virði. Heild­ar­vísi­tala skráðra hluta­bréfa á Íslandi hækk­aði til að mynda um 24,3 pró­sent 2020 og um 40,2 pró­sent í fyrra. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru langstærstu eig­endur slíkra bréfa, og eiga um helm­ing þeirra beint eða óbein­t. 

Hækk­unin var drifin áfram af ódýru lánsfé og auknum sparn­aði lands­manna, en ekki und­ir­liggj­andi frammi­stöðu félag­anna á mark­aði. Því bar hún öll merki bólu. Margir bjugg­ust því við leið­rétt­ingu á virði skráðra hluta­bréfa.

Á þessu ári hefur virði hluta­bréfa enda fallið all­staðar í heim­inum sam­hliða því að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu, verð­bólga fór að hækka skarpt og seðla­bankar heims­ins hófu að hækka stýri­vexti, sem gerði lánsfé dýr­ara. 

Þessi staða hefur haft nei­kvæð áhrif á eignir líf­eyr­is­sjóð­anna.

Fallandi hluta­bréfa­verð lyk­il­breyta

Það sem af er þessu ári hefur úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands, sem er sam­an­sett úr gengi bréfa þeirra tíu félaga sem hafa mestan selj­an­leika, lækkað hratt, eða um 21,2 pró­sent. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun síð­asta mán­aðar að hún hefði lækkað um 10,9 pró­sent í maí­mán­uði einum sam­an. Það er mesta lækkun innan mán­aðar síðan í maí 2010, eða í tólf ár. Lækkun á virði bréfa í Mar­el, lang­verð­mætasta skráða félags­ins á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, hefur leitt þessa þró­un. 

Í lok maí voru heild­ar­eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða metnar á 6.421 millj­arð króna. Frá ára­mótum hafa þær lækkað um 326 millj­arða króna, eða um 4,8 pró­sent. Í maí einum saman lækk­uðu þær um 141 millj­arð króna. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum sem Seðla­banki Íslands birti í gær.

Auglýsing
Mest lækk­uðu inn­lendu eign­irnar í mán­uð­in­um, eða um 81,5 millj­arða króna. Þær voru 4.334 millj­arðar króna í lok maí. Inn­lendu eign­irnar hafa þó auk­ist lít­il­lega það sem af er ári. Virði inn­lendra hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina í sjóðum sem fjár­festa í slíkum hluta­bréfum var 1.068 millj­arðar króna í lok maí. Virði þeirra dróst saman um 55,6 millj­arða króna á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins. 

Frá ára­mótum eru það erlendu eign­irnar sem hafa lækkað mest. Þær voru 2.246 millj­arðar króna þegar lands­menn sprengdu nýja árið inn en 2.087 millj­arðar króna í maí. Erlendu eignir líf­eyr­is­sjóð­anna hafa því lækkað um 159 millj­arða króna frá lok síð­asta árs. 

Fallandi hluta­bréfa­verð leikur þar lyk­il­hlut­verk. Virði erlendra hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina íslenskra líf­eyr­is­sjóða hefur skroppið saman um 165 millj­arða króna það sem af er ári. 

Farnir að kitla þakið

Alls eru um 67,5 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna inn­lendar eign­ir. Hlut­fallið hefur hækkað vegna þess verð­falls sem orðið hefur á erlendu eign­un­um, en auk hluta­bréfa sam­anstendur inn­lenda eignin að uppi­stöðu af skulda­bréfum og lánum sem sjóð­irnir hafa veitt sjóðs­fé­lögum til hús­næð­is­kaupa.

Um liðin ára­mót voru erlendu eign­irnar orðnar tæp­lega 36 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna en það hlut­fall hefur nú fallið niður í 32,5 pró­sent. Þær hafa þó nán­ast tvö­fald­ast í krónum talið á rúmum þremur árum.

Sam­kvæmt gild­andi lögum hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir heim­ild til að vera með 50 pró­sent eigna sinna erlend­is. Þeir hafa lengi kallað eftir að þetta hlut­fall verði hækkað þar sem nokkrir sjóðir eru komnir ískyggi­lega nálægt hámark­inu. Í vor voru tíu líf­eyr­is­­­sjóðir komnir með hlut­­­fall eigna sinna erlendis í um 35 pró­­­sent af heild­­­ar­­­eignum eða meira. Þar af voru þrír sjóðir komnir með hlut­­­fallið yfir 40 pró­­­sent og einn, Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­ar­­manna, var kom­inn með það nálægt 45 pró­­­sent. Sjóð­irnir þorðu illa að fara með hlut­­­fallið hærra þar sem skynd­i­­­leg breyt­ing á gengi krónu eða hækk­­­­­anir á ákveðnum bréfum geta ýtt þeim yfir lög­­­­­legt hámark. 

Frum­varp sem þótti ekki ganga nógu langt ekki afgreitt fyrir þing­lok

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram frum­varp fyrr á þessu ári sem rýmka átti heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa erlend­is.

Þegar drög að frum­varp­inu voru kynnt í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda stóð til að hlut­­fallið myndi hækka um eitt pró­­­sent­u­­­stig á ári frá byrjun árs 2024 og til loka 2038. Heim­ildin yrði þá 65 pró­­­sent í lok þess árs. 

Í umsögn Lands­­sam­­taka líf­eyr­is­­sjóða um drögin kom fram að djúp­­stæð óánægja væri meðal full­­trúa þeirra sjóða sem væru þegar komnir nálægt núgild­andi þaki með hvers hægt ætti að rýmka heim­ild­irn­­ar. Kallað var eftir því að hækka heim­ild­ina strax um næstu ára­­­mót og hækka hana um tvö til þrjú pró­­­sent­u­­­stig á ári þangað til að 65 pró­­­sent mark­inu yrði náð. Ef farið yrði að ítr­­­ustu kröfum sjóð­anna myndi það tak­­­mark nást í árs­­­lok 2027 að óbreytt­u. 

Í frum­varp­inu eins og það var lagt fram á Alþingi var gerð sú breyt­ing að á árinum 2024, 2025 og 2026 yrði heim­ild sjóð­anna í erlendum eignum hækkuð um 1,5 pró­­sent­u­­stig á ári og yrði þannig 54,5 pró­­sent í lok síð­­asta árs­ins. Eftir það ætti hámarkið að aukast um eitt pró­­sent­u­­stig á ári þar til það nær 65 pró­­sentum í byrjun árs 2036. Í frum­varp­inu stóð enn fremur að ráð­herra ætti í síð­­asta lagi á árinu 2027 að leggja mat á hvort til­­efni sé til að leggja til aðrar breyt­ing­­ar. 

Frum­varpið var ekki afgreitt fyrir þing­lok. Búist er við því að það verði tekið til afgreiðslu snemma á næsta þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent