Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga

Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.

Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Auglýsing

Grein­ing Orku­stofn­unar á birgða­stöðu jarð­efna­elds­neytis und­an­farin ár sýnir að aðgengi­legar birgðir í lok hvers árs duga fyrir um 20-50 daga elds­neyt­is­þörf miðað við með­al­notk­un. Þá eru dæmi um að birgðir þotu­elds­neytis hafi farið undir tíu daga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfs­hóps um neyð­ar­birgðir sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag. Starfs­hóp­unum var falið að taka saman stöðu mála og upp­lýs­ingar um nauð­syn­legar birgðir ýmissa þátta til þess að tryggja lífs­af­komu þjóð­ar­innar á hættu­tím­um. Skýrsla hóps­ins, sem unnin er með vísan til stefnu stjórn­valda í almanna­varna- og örygg­is­mál­um, hefur verið kynnt í rík­is­stjórn og rædd í þjóðar­ör­ygg­is­ráði.

Auglýsing

Í skýrslu starfs­hóps­ins er lagt til grund­vallar að eft­ir­taldar birgðir þurfi að vera til­tækar til þess að tryggja lífs­af­komu þjóð­ar­innar á hættu­stundu svo að unnt sé að vernda líf og heilsu almenn­ings, tryggja órofa virkni mik­il­vægra inn­viða sam­fé­lags­ins og þjón­ustu sem er nauð­syn­leg svo að unnt sé að sinna brýn­ustu þörfum íbúa og sam­fé­lags við slíkar aðstæð­ur:

  • Jarð­efna­elds­neyti.
  • Lyf, lækn­inga­tæki og hlífð­ar­bún­að­ur.
  • Við­halds­hlutir og þjón­usta vegna mik­il­vægra inn­viða sam­fé­lags­ins, þ.m.t. raf­magns og fjar­skipta, veitna, sam­gangna, neyð­ar- og við­bragðs­þjón­ustu og mann­virkja og veitna.
  • Hrein­læt­is­vörur og sæfi­vör­ur.

Birgðadagar eldsneytis miðað við brigðir í árslok og meðaltalsnotkun þess, öll millilandanotkun er innifalin. Lágmarksbirgðir vísa til 90 daga viðmiðs sem er sett í aðildarríkjum ESB og víðar.

Elds­neyti er for­senda mat­væla­fram­leiðslu eins og fjöl­margrar ann­arrar starf­semi í sam­fé­lag­inu og er því nokkuð ítar­lega fjallað um þann þátt í skýrslu starfs­hóps­ins.

Orku­stofnun fylgist með birgða­stöðu elds­neytis hér á landi. Sölu­að­ilum og fram­leið­endum elds­neytis ber að skila reglu­lega til stofn­un­ar­innar þeim upp­lýs­ingum sem nauð­syn­legar eru til að stofn­unin geti fylgst með birgða­stöð­unni.

Elds­neyti sem er í notkun hér á landi er inn­flutt bens­ín, flug­véla­bens­ín, gasol­íur (dísil, skipaga­sol­ía, flotadísilol­í­a), þotu­elds­neyti (stein­ol­ía) og líf­elds­neyti. Inn­flutn­ings­að­ilar eru selj­endur elds­neyt­is­ins, t.d. Skelj­ung­ur, N1, Atl­antsol­ía, AirBP og Olís. Þessi fyr­ir­tæki hafa einnig umráð yfir birgða­rými elds­neytis því hið opin­bera rekur ekki birgða­rými.

Orku­stofnun aflar upp­lýs­inga um jarð­efna­elds­neyt­is­birgðir í land­inu og safnar saman í gagna­grunn sinn raun­tölum um ann­ars vegar elds­neyt­is­sölu olíu­fé­lag­anna og hins vegar notkun fyr­ir­tækja á Íslandi á elds­neyti sem þau flytja sjálf inn til lands­ins.

Engin krafa um lág­marks­birgðir

Í íslenskri lög­gjöf er ekki til­greindur aðili sem ber ábyrgð á að til séu neyð­ar­birgðir elds­neytis eða hversu miklar þær skulu vera, segir í skýrsl­unni. Engin krafa er sett á stjórn­völd eða atvinnu­líf að halda uppi lág­marks­birgðum elds­neytis sem nýta mætti í aðstæðum sem tak­marka eða úti­loka afgreiðslu elds­neytis til Íslands.

„Á meðan Ísland er háð jarð­efna­elds­neyti getur skortur á því tak­markað mjög hefð­bundna virkni sam­fé­lags­ins,“ segja skýrslu­höf­und­ar. „Vöru­flutn­ing­ar, sam­göngur og atvinnu­líf getur lam­ast ef ekki er til taks orku­gjafi til að knýja slíkt áfram.“

Ísland í 52. sæti

Orku­stefna Íslands til árs­ins 2050, skýrsla þjóðar­ör­ygg­is­ráðs frá 2021 og aðgerðir sem átaks­hópur um úrbætur á innviðum skil­greindi í kjöl­far fár­viðr­is­ins 2019, kalla eftir að sett verði lág­mark­s­við­mið fyrir örygg­is­birgðir elds­neytis á Íslandi.

Í skýrslu Alþjóða­orku­ráðs­ins (World Energy Council) frá árinu 2021 er bent á að Ísland er með ein­kunn­ina C á sviði orku­ör­yggis sem kemur aðal­lega til vegna skorts á neyð­ar­birgðum elds­neyt­is. Ísland skorar 56 stig af 100 mögu­legum er varðar orku­ör­yggi og situr í 52. sæti af 100 löndum innan Alþjóða­orku­ráðs­ins, fyrir neðan flest lönd í Evr­ópu.

Í orku­stefnu Íslands er kallað eftir að horft sé til alþjóð­legra við­miða við setn­ingu lág­marks­birgða. Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­orku­mála­stofn­unin gera kröfu til aðild­ar­ríkja sinna um 90 daga neyð­ar­birgðir elds­neytis miðað við inn­flutn­ing nýlið­ins árs. Elds­neyti til milli­landa­sigl­inga er þá und­an­skil­ið.

Við­miðið þarf að vera 90 dagar

„Sem eyland ótengt orku­kerfum ann­arra ríkja, sem er háð inn­flutn­ingi jarð­efna­elds­neytis enn sem komið er“, segir í skýrsl­unni og telur stýri­hóp­ur­inn ekki rök fyrir því að við­mið neyð­ar­birgða elds­neytis sé lægra en það sem er lagt upp með í nágranna­ríkjum og víð­ar. „Ljóst er því að við­miðum um 90 daga birgðir er ekki náð hér­lendis og útfæra þarf aðgerðir til að tryggja slíkar birgðir ef slík við­mið eru sett.“

Vegna aðild­ar­við­ræðna Íslands við Evr­ópu­sam­bandið voru árið 2011 skoð­aðar leiðir til að upp­fylla 90 daga birgða­skyldu sam­kvæmt til­skipun sam­bands­ins en þessi til­skip­un, 2009/109EB, fellur utan EES-­samn­ings­ins og hefur því ekki verið inn­leidd hér á landi.

Auglýsing

Rýmið til staðar

Ljóst er að birgða­rýmin sem eru til staðar hér á landi myndu rúma 90 daga birgðir fyrir flestar gerðir elds­neytis að mati skýrslu­höf­unda. Sam­kvæmt grunn­spá elds­neyt­is­spár mun raun­birgða­rými þotu­elds­neytis nema 100 pró­sent af 90 daga birgða­rými árið 2043 og vera komið upp í 103 pró­sent árið 2050.

Sé tekið mið af mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar um að Ísland verði óháð jarð­efna­elds­neyti árið 2040 er myndin þó önn­ur.

Þörf á tölum í raun­tíma

Æski­legt væri að koma á raf­rænni skrán­ingu inn­flutn­ings­að­ila jarð­efna­elds­neytis um bæði inn­flutn­ing og sölu til mis­mun­andi geira sam­fé­lags­ins, að mati stýri­hóps­ins. Þannig fengi Orku­stofnun upp­lýs­ingar um birgða­stöð­una í raun­tíma.

Verði við­mið um lág­marks­birgðir jarð­efna­elds­neytis lög­fest hér á landi þarf að skil­greina í hvaða aðstæðum leysa megi út neyð­ar­birgðir og hver komi að því að taka slíka ákvörð­un, segir í skýrsl­unni.

Stýri­hóp­ur­inn mælir með að 90 daga lág­mark­s­við­mið olíu­birgða verði lög­fest hér á landi en að skoða mætti inn­leið­ingu slíkrar kröfu í skref­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent