Snúður sem kostaði eina krónu fyrir sextíu árum kostar í dag tæpar sjö þúsund krónur. Aftur á móti kostar snúður í norsku bakaríi, sem kostaði eina norska krónu fyrir 60 árum, um 15 krónur í dag. Ástæðan er mismunandi verðbólga í löndunum tveimur á þessum tíma.
Ef við ímyndum okkar að fyrir sextíu árum hafi íslenskur snúður kostað eina krónu. Frá þeim tíma hefur verðbólgan verið 15,9 prósent að meðaltali. Það þýðir að verð íslenska snúðsins tvöfaldast á tæplega fimm ára fresti. Í dag, sextíu árum síðar, kostar sami snúður tæplega sjö þúsund krónur.
Hækkun verðlags ekki verið nærri jafn hröð í Noregi. Snúður þar í landi, sem kostaði eina krónu fyrir 60 árum, hefur búið við 4,6% verðbólgu að meðaltali. Það þýðir að verð snúðsins hefur tvöfaldast á 15 ára fresti og kostar í dag um 15 krónur.
Þetta kom fram í sjötta og síðasta þætti af Ferð til fjár sem sýndir voru á RÚV. Þættirnir eru nú aðgengilegir hér. Auk þess fjallaði Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og annar umsjónarmanna Ferðar til fjár, um þessa þróun í Speglinum í Ríkisútvarpinu.
Tengt efni: