Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-málið rædd á þingi eftir páska

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Til­laga allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, verður tekin á dag­skrá Alþingis beint eftir páska. Þetta segir Einar K. Guð­finns­son, for­seti þings­ins. Hann segir mál sem borið sé fram af fjórum for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokka hafi meiri vigt en almenn þing­manna­mál og því hafi hann ákveðið að málið verði það fyrsta sem verður á dag­skrá eftir páska­frí.

Stjórn­ar­and­staðan gagn­rýndi þetta á þing­inu nú síð­deg­is, og er ósátt við að málið skuli ekki fara fyrr á dag­skrá þings­ins. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vakti máls á þessu og gerði athuga­semd við að málið væri ekki á dag­skrá þings­ins í dag. „Það hlýtur að vekja spurn­ingu um hvað tefji þegar þing­menn fjög­urra flokka af sex hér á þingi, for­menn þess­ara sömu flokka, leggja fram slíka til­lögu. Af hverju fæst hún ekki sett á dag­skrá til umræðu? Er þetta enn ein til­raunin til að halda þing­inu frá umræðu um þessi mál sem hafa verið í umræðu alls staðar ann­ars stað­ar, liggur við, en í þing­inu að und­an­förn­u?“

Einar svar­aði þessu og sagð­ist auð­vitað vera ljóst að á bak við þessa til­lögu standa for­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, „og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dag­skrá. Nið­ur­staða for­seta var sú að þetta mál verður þá tekið fyrir strax að loknu páska­hléi á Alþing­i.“

Auglýsing

„Mér finnst ekki í lagi að segja við okkur að þetta geti beðið fram yfir páska,“ sagði Katrín Júl­í­us­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þá. Undir þessar kröfur tóku fleiri stjórn­ar­and­stæð­ingar í kjöl­far­ið. Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði lág­mark að stjórn­ar­and­stöð­unni væri umb­unað fyrir að fara réttar boð­leiðir með ákvörð­un­ar­valdið og málið fari á dag­skrá. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefði ekki farið rétta boð­leið, öfugt við stjórn­ar­and­stöð­una.

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það fáheyrt að mál af þessu tagi fáist ekki rætt á þingi. „Þar fyrir utan finnst mér að hérna sé heldur betur verið að und­ir­strika þá gjá sem hefur orðið milli þings og þjóðar þegar við blasir að þetta er mál sem 80% þjóð­ar­innar vilja að nái fram að ganga. Þannig eru síð­ustu skoð­ana­kann­an­ir.“ Val­gerður Bjarna­dóttir og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tóku í sama streng.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ræddi þetta einnig. Hann sagð­ist hafa heyrt hug­mynd á göngum þings­ins um að tak­marka ætti ræðu­tíma þegar til­lagan verður rædd. Það vill hann ekki. „Ég held að það sé lyk­il­at­riði að við ræðum til­lög­una vel og lengi og notum tæki­færið og hrekjum þær bábiljur og þau rang­indi sem hafa komið fram í þessu máli og ræðum ESB-­málið af fullri alvöru.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None