Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-málið rædd á þingi eftir páska

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Til­laga allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, verður tekin á dag­skrá Alþingis beint eftir páska. Þetta segir Einar K. Guð­finns­son, for­seti þings­ins. Hann segir mál sem borið sé fram af fjórum for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokka hafi meiri vigt en almenn þing­manna­mál og því hafi hann ákveðið að málið verði það fyrsta sem verður á dag­skrá eftir páska­frí.

Stjórn­ar­and­staðan gagn­rýndi þetta á þing­inu nú síð­deg­is, og er ósátt við að málið skuli ekki fara fyrr á dag­skrá þings­ins. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vakti máls á þessu og gerði athuga­semd við að málið væri ekki á dag­skrá þings­ins í dag. „Það hlýtur að vekja spurn­ingu um hvað tefji þegar þing­menn fjög­urra flokka af sex hér á þingi, for­menn þess­ara sömu flokka, leggja fram slíka til­lögu. Af hverju fæst hún ekki sett á dag­skrá til umræðu? Er þetta enn ein til­raunin til að halda þing­inu frá umræðu um þessi mál sem hafa verið í umræðu alls staðar ann­ars stað­ar, liggur við, en í þing­inu að und­an­förn­u?“

Einar svar­aði þessu og sagð­ist auð­vitað vera ljóst að á bak við þessa til­lögu standa for­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, „og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dag­skrá. Nið­ur­staða for­seta var sú að þetta mál verður þá tekið fyrir strax að loknu páska­hléi á Alþing­i.“

Auglýsing

„Mér finnst ekki í lagi að segja við okkur að þetta geti beðið fram yfir páska,“ sagði Katrín Júl­í­us­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þá. Undir þessar kröfur tóku fleiri stjórn­ar­and­stæð­ingar í kjöl­far­ið. Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði lág­mark að stjórn­ar­and­stöð­unni væri umb­unað fyrir að fara réttar boð­leiðir með ákvörð­un­ar­valdið og málið fari á dag­skrá. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefði ekki farið rétta boð­leið, öfugt við stjórn­ar­and­stöð­una.

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það fáheyrt að mál af þessu tagi fáist ekki rætt á þingi. „Þar fyrir utan finnst mér að hérna sé heldur betur verið að und­ir­strika þá gjá sem hefur orðið milli þings og þjóðar þegar við blasir að þetta er mál sem 80% þjóð­ar­innar vilja að nái fram að ganga. Þannig eru síð­ustu skoð­ana­kann­an­ir.“ Val­gerður Bjarna­dóttir og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tóku í sama streng.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ræddi þetta einnig. Hann sagð­ist hafa heyrt hug­mynd á göngum þings­ins um að tak­marka ætti ræðu­tíma þegar til­lagan verður rædd. Það vill hann ekki. „Ég held að það sé lyk­il­at­riði að við ræðum til­lög­una vel og lengi og notum tæki­færið og hrekjum þær bábiljur og þau rang­indi sem hafa komið fram í þessu máli og ræðum ESB-­málið af fullri alvöru.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None