Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-málið rædd á þingi eftir páska

ABH7924-1.jpg fólk esb ísland austurvöllur evrópusambandið
Auglýsing

Til­laga allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka, um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, verður tekin á dag­skrá Alþingis beint eftir páska. Þetta segir Einar K. Guð­finns­son, for­seti þings­ins. Hann segir mál sem borið sé fram af fjórum for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokka hafi meiri vigt en almenn þing­manna­mál og því hafi hann ákveðið að málið verði það fyrsta sem verður á dag­skrá eftir páska­frí.

Stjórn­ar­and­staðan gagn­rýndi þetta á þing­inu nú síð­deg­is, og er ósátt við að málið skuli ekki fara fyrr á dag­skrá þings­ins. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vakti máls á þessu og gerði athuga­semd við að málið væri ekki á dag­skrá þings­ins í dag. „Það hlýtur að vekja spurn­ingu um hvað tefji þegar þing­menn fjög­urra flokka af sex hér á þingi, for­menn þess­ara sömu flokka, leggja fram slíka til­lögu. Af hverju fæst hún ekki sett á dag­skrá til umræðu? Er þetta enn ein til­raunin til að halda þing­inu frá umræðu um þessi mál sem hafa verið í umræðu alls staðar ann­ars stað­ar, liggur við, en í þing­inu að und­an­förn­u?“

Einar svar­aði þessu og sagð­ist auð­vitað vera ljóst að á bak við þessa til­lögu standa for­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, „og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dag­skrá. Nið­ur­staða for­seta var sú að þetta mál verður þá tekið fyrir strax að loknu páska­hléi á Alþing­i.“

Auglýsing

„Mér finnst ekki í lagi að segja við okkur að þetta geti beðið fram yfir páska,“ sagði Katrín Júl­í­us­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þá. Undir þessar kröfur tóku fleiri stjórn­ar­and­stæð­ingar í kjöl­far­ið. Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði lág­mark að stjórn­ar­and­stöð­unni væri umb­unað fyrir að fara réttar boð­leiðir með ákvörð­un­ar­valdið og málið fari á dag­skrá. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefði ekki farið rétta boð­leið, öfugt við stjórn­ar­and­stöð­una.

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það fáheyrt að mál af þessu tagi fáist ekki rætt á þingi. „Þar fyrir utan finnst mér að hérna sé heldur betur verið að und­ir­strika þá gjá sem hefur orðið milli þings og þjóðar þegar við blasir að þetta er mál sem 80% þjóð­ar­innar vilja að nái fram að ganga. Þannig eru síð­ustu skoð­ana­kann­an­ir.“ Val­gerður Bjarna­dóttir og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tóku í sama streng.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ræddi þetta einnig. Hann sagð­ist hafa heyrt hug­mynd á göngum þings­ins um að tak­marka ætti ræðu­tíma þegar til­lagan verður rædd. Það vill hann ekki. „Ég held að það sé lyk­il­at­riði að við ræðum til­lög­una vel og lengi og notum tæki­færið og hrekjum þær bábiljur og þau rang­indi sem hafa komið fram í þessu máli og ræðum ESB-­málið af fullri alvöru.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None