Einar Þorsteinsson, fyrrum fréttamaður og stjórnmálafræðingur, er nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og leiðir lista hans í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí næstkomandi. Einar tilkynnti framboð sitt í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðastliðinn föstudag og hefur nú verið staðfestur í 1. sæti listans. Listinn var samþykktur á auka kjördæmaþingi á Hilton Reykjavík Nordica nú í kvöld.
Í fréttatilkynningu er haft eftir Einari að hann finni mikinn meðbyr með Framsókn og að á síðustu dögum hafi fjölmargir gefið kost á sér til þess taka þátt í starfinu. „Það er greinilegt að borgarbúar vilja geta kosið ferskan og öfgalausan valkost á miðju stjórnmálanna sem vantað hefur undanfarið kjörtímabil. Framsókn er flokkur fjölskyldunnar og í borgarmálunum er verk að vinna.“
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og rithöfundur, skipar annað sætið.
Í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi og í því fjórða er er Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður. Í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA.
Náðu ekki inn fyrir fjórum árum
Einar hefur ekki starfað innan Framsóknarflokksins áður en eiginkona hans, Milla Ósk Magnúsdóttir, er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins. Einar var formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi á árum áður og var sterklega orðaður við framboð fyrir þann flokk í Kópavogi fyrir skemmstu. Einar og Milla settu hins vegar heimili sitt í Kópavogi fyrr á þessu ári og eru að flytja í Seljahverfið í Reykjavík.
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook snemma í febrúar að hann myndi sækjast eftir 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins. Hann nefndi það sérstaklega að hann vildi taka taka ábyrgð á því að gæta velferðar barna og annarra viðkvæmra hópa í samfélaginu.
Nokkrum dögum áður en að Einar tilkynnti framboð sitt hætti Björgvin Páll hins vegar við. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagðist hann einfaldlega hafa skipt um skoðun. „Þrátt fyrir að stuðningurinn sé mikill innan úr flokknum, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þegar maður er á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig. Með þessari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokkinn í sinni vinnu.“
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
- Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
- Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
- Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
- Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
- Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
- Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
- Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
- Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
- Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
- Tetiana Medko, leikskólakennari
- Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
- Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
- Jóhann Skagfjörð Magnússon, skólastjóri
- Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
- Griselia Gíslason, matráður
- Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
- Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
- Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
- Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
- Ágúst Guðjónsson, laganemi
- Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
- Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
- Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
- Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
- Andriy Lifanov, vélvirki
- Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
- Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
- Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
- Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
- Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
- Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
- Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
- Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
- Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
- Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
- Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
- Halldór Bachman, kynningarstjóri
- Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
- Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
- Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
- Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
- Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
- Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi