Einar Sigurðsson hættir sem forstjóri MS í lok júní

76030d41a25a23723aaf7b4f0bd76f18.jpg
Auglýsing

Einar Sig­urðs­son, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) og Auð­humlu, hyggst láta af störfum 30. júní næst­kom­andi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá MS ­sem send var fjöl­miðlum nú síð­deg­is. Einar greindi stjórn Mjólk­ur­sam­söl­unnar frá ákvörðun sinni í gær, en hann hefur verið for­stjóri félags­ins frá árinu 2009.

Í til­kynn­ing­unni frá MS er haft eftir Ein­ari: „Ég tek þessa ákvörðun vegna breyt­inga sem verða á högum fjöl­skyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög anna­sömum stjórn­un­ar­störfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa tölu­vert erlendis næstu miss­eri. Ég sný mér þar að nýjum verk­efnum sem ég hef lengi haft áhuga á að hrinda í fram­kvæmd, en jafn­framt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólk­ur­sam­söl­unnar að upp­bygg­ingu nýs fyr­ir­tækis með hópi fjár­festa til fram­leiðslu og sölu á skyri í Banda­ríkj­un­um.“

Einar segir Mjólk­ur­sam­sölunna hafa feng­ist við ögrandi við­fangs­efni á liðnu ári, meðal ann­ars vegna sam­keppn­is­mála, þar sem tek­ist sé á um túlkun á sam­spili búvöru­laga og sam­keppn­islaga. „Ég vona að það tak­ist að ljúka þeim málum áður en ég hætti nú í sum­ar.“

Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála felldi nýverið úr gildi 370 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði á Mjólk­ur­sam­söl­una í októ­ber vegna alvar­legra sam­keppn­islaga­brota. Áður óþekktur samn­ingur milli MS og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem MS byggði mál­flutn­ing sinn á fyrir áfrýj­un­ar­nefnd­inni, leiddi til þess að nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var felld úr gildi. Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu var sam­hliða falið að rann­saka nánar verð­lagn­ingu MS á hrá­mjólk til ann­ars vegar tengdra fyr­ir­tækja og hins vegar keppi­nauta sam­stæð­unn­ar.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None