Einar Sigurðsson hættir sem forstjóri MS í lok júní

76030d41a25a23723aaf7b4f0bd76f18.jpg
Auglýsing

Einar Sig­urðs­son, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) og Auð­humlu, hyggst láta af störfum 30. júní næst­kom­andi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá MS ­sem send var fjöl­miðlum nú síð­deg­is. Einar greindi stjórn Mjólk­ur­sam­söl­unnar frá ákvörðun sinni í gær, en hann hefur verið for­stjóri félags­ins frá árinu 2009.

Í til­kynn­ing­unni frá MS er haft eftir Ein­ari: „Ég tek þessa ákvörðun vegna breyt­inga sem verða á högum fjöl­skyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög anna­sömum stjórn­un­ar­störfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa tölu­vert erlendis næstu miss­eri. Ég sný mér þar að nýjum verk­efnum sem ég hef lengi haft áhuga á að hrinda í fram­kvæmd, en jafn­framt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólk­ur­sam­söl­unnar að upp­bygg­ingu nýs fyr­ir­tækis með hópi fjár­festa til fram­leiðslu og sölu á skyri í Banda­ríkj­un­um.“

Einar segir Mjólk­ur­sam­sölunna hafa feng­ist við ögrandi við­fangs­efni á liðnu ári, meðal ann­ars vegna sam­keppn­is­mála, þar sem tek­ist sé á um túlkun á sam­spili búvöru­laga og sam­keppn­islaga. „Ég vona að það tak­ist að ljúka þeim málum áður en ég hætti nú í sum­ar.“

Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála felldi nýverið úr gildi 370 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði á Mjólk­ur­sam­söl­una í októ­ber vegna alvar­legra sam­keppn­islaga­brota. Áður óþekktur samn­ingur milli MS og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem MS byggði mál­flutn­ing sinn á fyrir áfrýj­un­ar­nefnd­inni, leiddi til þess að nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins var felld úr gildi. Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu var sam­hliða falið að rann­saka nánar verð­lagn­ingu MS á hrá­mjólk til ann­ars vegar tengdra fyr­ir­tækja og hins vegar keppi­nauta sam­stæð­unn­ar.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None