Einkabílar bannaðir í Osló og aðrir ferðamátar settir í forgang

noregur.jpg
Auglýsing

Einka­bílar verða bann­aðir í mið­borg Osló árið 2019 til þess að draga úr meng­un. Þeir sem ferð­ast um borg­ina í almenn­ings­sam­göng­um, sam­floti, fót­gang­andi og hjólandi verða settir í for­gang fram yfir einka­bíla. Þetta kemur fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýs meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar­inn­ar, en í fyrsta sinn eru Græn­ingjar í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Verka­manna­flokk­ur­inn og Sós­í­aliski vinstri­flokk­ur­inn eru einnig í meiri­hlut­an­um, og Mari­anne Borgen er nýr borg­ar­stjóri.

Þetta er í fyrsta sinn sem til stendur að gera mið­borg evr­ópskrar höf­uð­borgar bíl­lausa með þessum hætti, en gripið hefur verið til tíma­bund­inna lokanna sums stað­ar, eins og í Par­ís. ­Meiri­hlut­inn ætlar sér líka að helm­inga útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2020.

Með því að loka fyrir bíla­um­ferð verður mið­borgin betri fyrir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur, segir meiri­hlut­inn. Til stendur að leggja að minnsta kosti 60 kíló­metra af hjóla­stígum og göngu­stígum í mið­borg­inni fyrir árið 2019 og fjár­festa veru­lega í almenn­ings­sam­göng­um. Stræt­is­vagnar og spor­vagnar munu keyra um mið­borg­ina og einka­bílar fatl­aðs fólks og vöru­bílar sem flytja vörur til versl­ana munu fá að keyra um mið­borg­ina áfram. Á næstu árum verða gerðar til­raunir með lok­anir fyrir einka­bíla auk þess sem meiri­hlut­inn seg­ist ætla að kynna sér reynslu ann­arra borga.

Auglýsing

„Við erum ánægð með að hafa komið okkur saman um sögu­lega sterka stefnu í lofts­lags­mál­um. Þetta mun setja Osló í for­yst­u grænu hreyf­ing­ar­inn­ar,“ segir Lan Marie Ngu­yen Berg, leið­togi Græn­ingja, við norska rík­is­út­varpið NRK.

Minni­hlut­inn í borg­inni hefur strax gagn­rýnt þessi áform og leið­togi Fram­fara­flokks­ins í Osló, Carl I. Hagen, segir meiri­hlut­ann byggja á óraun­særri draum­sýn. „Það sem litla Osló gerir hefur enga þýð­ingu fyrir umhverf­ið,“ segir hann við NRK. Þá hafa versl­un­ar­eig­endur í mið­borg­inni lýst yfir ótta við áform­in, en eru reiðu­búin til að ræða við meiri­hlut­ann um mál­ið.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None