Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt

Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nóvember 2021
Auglýsing

Þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka voru harð­orðir í garð ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar þegar ein­ungis tveir mættu í óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un, þau Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

Fjöl­margir þing­menn lögðu orð í belg og gerðu athuga­semdir við fund­ar­stjórn for­seta Alþingis Birgis Ármanns­son­ar.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata var meðal þeirra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna sem gagn­rýndi fjar­veru ráð­herr­anna og sagði að mögu­leikar þing­manna til að beina óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum til ráð­herra væri gríð­ar­lega mik­il­vægur þáttur í aðhaldi þings­ins að fram­kvæmd­ar­vald­inu og upp­lýs­inga­gjöf stjórn­valda til þings­ins.

Auglýsing

Lýsti yfir miklum von­brigðum

„Kveðið er á um þetta í lögum um þing­sköp Alþingis þar sem segir að að jafn­aði skuli ekki vera færri en þrír ráð­herrar sem sitja fyrir svör­um. Í dag eru ein­ungis tveir mætt­ir. Það vekur sér­stak­lega athygli vegna þess hversu margir ráð­herrar eru orðn­ir. Þessi rík­is­stjórn hefur séð ástæðu til að fjölga ráð­herrum en greini­lega ekki í þeim til­gangi að auka fyr­ir­svar þeirra gagn­vart þing­inu.

Ég lýsi því yfir miklum von­brigðum með að hér í dag skuli ein­ungis mæta tveir ráð­herrar og það væri raunar ágætt að fá frek­ari skýr­ingar á því en bara þá að það hafi ekki náðst. Það er hægt að sýna ýmsum hlutum skiln­ing en þegar af svo mörgum ein­stak­lingum er að taka er erfitt að ímynda sér hvað veldur því að ein­ungis tveir af tólf sjá sér fært að koma og tala við þing­ið. Þá vil ég óska sér­stak­lega eftir því að inn­an­rík­is­ráð­herra sjái sér fært að koma og tala við okkur hérna, að minnsta kosti næst, helst í dag,“ sagði Arn­dís Anna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hlýtur að vera skýr­ing á þessu

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins tók undir gagn­rýn­ina.

„Það er svo­lítið skrýtið að það skuli bara tveir ráð­herrar vera mætt­ir, og það tveir með ný heiti; inn­við­a­ráð­herra og vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, ef ég man rétt nafnið á þeim. Og ég spyr: Eru hinir kannski farnir í frí? Það væri ágætt að upp­lýsa hvers vegna í ósköp­unum hingað eru bara tveir komn­ir. Það eru 12 ráð­herrar og ég myndi telja lág­mark að 40 til 50 pró­sent af þeim myndu skila sér hingað inn í umræð­una. Það hlýtur að vera skýr­ing á þessu og ég spyr bara: Er skýr­ingin sú að hinir séu komnir í frí?“ spurði hann.

Guðmundur Ingi Mynd: Bára Huld Beck

Ein­ungis tveir ráð­herrar áttu kost á að mæta

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis svar­aði þing­mönnum og sagði að aðstæður hefðu verið með þeim hætti að ekki áttu nema tveir ráð­herrar kost á að koma til fundar í dag en gengið hefði verið eftir því að fleiri kæmust. Á hinn bóg­inn hefðu aðstæður verið með þeim hætti að ekki var hægt að verða við því.

Hann sagð­ist enn fremur vilja geta þess að mögu­leikar þing­manna til að spyrja ráð­herra væru auð­vitað með ýmsum hætti. „Það eru óund­ir­búnar fyr­ir­spurn­ir, sem gegna vissu­lega mik­il­vægu hlut­verki. Sama er með skrif­legar fyr­ir­spurnir til munn­legs svars, sem þing­menn eiga kost á að leggja fram, og eins skrif­legar fyr­ir­spurnir til skrif­legs svars. En að sjálf­sögðu verður athuga­semdum hátt­virtra þing­manna komið á fram­færi.“

Birgir Ármannsson Mynd: Bára Huld Beck

Sagði hann jafn­framt á það væru for­sæt­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráðu­neytið sem skipu­legðu hvaða ráð­herrar kæmu til svara í fyr­ir­spurna­tím­um. „En þegar fyr­ir­sjá­an­legt var að það yrði fáliðað var óskað eftir því að reynt yrði að tryggja nær­veru fleiri ráð­herra, sem tókst ekki. For­seti hefur ekki sjálfur skýr­ingar á því hvernig á því stend­ur, en eins og for­seti gat um áðan verður þeim athuga­semdum sem hér hafa komið fram komið á fram­færi,“ sagði Birg­ir.

For­seti eigi að upp­lýsa þingið um ástæður fjar­veru ráð­herra

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist taka undir með þing­mönnum sem tekið höfðu til máls á undan en þó skyldi virða það við þá ráð­herra sem þó væru mætt­ir.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er líka þakk­látur hæst­virtum for­seta fyrir að útskýra fyrir okkur með hvaða hætti við getum náð eyrum ráð­herr­ans að öðru jöfnu, en hér kom samt fram áðan að að jafn­aði eiga að vera þrír til stað­ar. Nú var hægt að lesa það úr orðum for­seta að hann hafi grennsl­ast fyrir um ástæð­urnar fyrir því að það var svona fálið­að. Þá finnst mér A, að hann eigi að upp­lýsa okkur um ástæð­urn­ar, og B, að hann sem for­seti alls þings­ins legg­ist á árar með okkur og tryggi að við höfum þá alla vega aðgang að ráð­herrum sem okkur ber,“ sagði Logi.

Ráð­herrar gegna ákveðnu hlut­verki á þingi

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar benti á að stutt væri síðan þing­flokkur Við­reisnar sendi for­seta þings­ins sér­stakt bréf til að óska eftir því að hægt væri að eiga sam­tal við heil­brigð­is­ráð­herra og við fjár­mála­ráð­herra í hvert skipti sem rík­is­stjórnin fram­lengir sótt­varna­að­gerðir til að eiga sam­tal um það hvaða efna­hags­að­gerðir ættu að fylgja.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Ég býst fast­lega við því að við þeirri ósk verði orð­ið. En sú er ekki reyndin í dag, þannig að þetta er okkar sterkasta verk­færi sem stendur að eiga í þessu sam­tali. Það er maka­laust í ljósi þess að í rík­is­stjórn­inni í dag sitja tólf ráð­herr­ar. Það sitja tólf ráð­herrar í þess­ari rík­is­stjórn og gegna ákveðnu hlut­verki á þingi og þeir eru tveir mætt­ir. Ætlun okkar hér í dag var að ræða við mennta- og barna­mála­ráð­herra um sótt­kví barna, um skóla­göngu þeirra og þá stað­reynd að ótrú­lega mik­ill fjöldi barna hér á landi er í sótt­kví. En við getum ekki átt það sam­tal vegna þess að hann er ekki mætt­ur.“

„Það er enn þá neyð­ar­á­stand í sam­fé­lag­inu“

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata kom í pontu og var harð­orð í garð ráð­herr­anna. „Það mætti halda að það væri ekk­ert að ger­ast hérna í sam­fé­lag­inu. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra er bara í fríi þegar verið að koma með neyð­ar­að­gerðir í þágu atvinnu­lífs­ins vegna COVID-að­gerða rík­is­stjórn­ar­innar og vegna sótt­varna­að­gerða. Það eru fréttir af því að börn séu inni­lok­uð, alein í her­bergi í sótt­kví eða ein­angr­un, en ekki fáum við að spyrja barna­mála­ráð­herra út í það út af því að hann hefur ekki fyrir því að mæta í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir og hefur ekki verið neitt ofboðs­lega dug­legur að mæta í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir yfir höf­uð,“ sagði hún og vís­aði í það að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var fjar­ver­andi í vik­unni þegar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar voru rædd­ar.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

„Svo eru fregnir af vinnu­mark­aðnum og ein­stæðum for­eldrum sem eru í vondum málum eftir sótt­varna­að­gerðir og COVID-að­gerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er ofboðs­lega mikið að ger­ast í sam­fé­lag­inu. Það er enn þá neyð­ar­á­stand í sam­fé­lag­inu og ég krefst þess að ráð­herrar mæti í óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tíma og sitji fyrir svörum á þessum tím­um. Mér finnst ófor­skammað að hér séu tveir ráð­herr­ar,“ sagði hún.

Spurði hvort fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra væri fluttur til útlanda

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði stöð­una vera óásætt­an­lega.

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Sú staða að hér í þing­inu skuli ein­ungis vera tveir af tólf ráð­herrum til svara á þeim tímum sem við lifum nú – og ég þarf ekki að fara yfir það hér í mín­útu­ræðu – er alger­lega óásætt­an­leg. Hæst­virtur for­seti verður að standa með þing­inu og sjá til þess að þetta ger­ist ekki aft­ur. Þetta minnir mig á það and­rúms­loft sem var hér fyrir hrun þegar ráð­herraræðið var algjört. Við erum að sigla inn í sama anda. Það má ekki ger­ast. Ráð­herrar starfa í umboði þings­ins og við höfum skyldum að gegna í eft­ir­lits­hlut­verki með fram­kvæmd­ar­vald­inu. Og hvar er hæst­virtur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra? Er hann fluttur til útlanda?“ spurði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent