Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi

Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.

Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Auglýsing

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi til alþingisþingkosninga í haust.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag, en reyndar hafði fyrir allnokkru kvisast út að Eiríkur yrði oddviti flokksins í kjördæminu og höfðu héraðsfréttamiðlar í kjördæminu slegið því föstu að svo yrði, samkvæmt sínum heimildum.

Í öðru sæti listans verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi. Viðreisn á engan þingmann í kjördæminu í dag og fékk 495 atkvæði í kosningunum árið 2017, eða 2,1 prósent atkvæða. Þá var Benedikt Jóhannesson oddviti flokksins í kjördæminu.

Eiríkur hefur áratugareynslu af störfum í stjórnsýslu sveitarfélaga í kjördæminu. Hann var ráðinn bæjarstjóri Austur-Héraðs árið 2002 og var síðan ráðinn bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs við sameiningu sveitarfélaga á Héraði. Áður hafði hann starfað í stjórnsýslu á bæði Akureyri og Egilsstöðum.

Auglýsing

Árið 2010 var Eiríkur svo ráðinn bæjarstjóri á Akureyri og gegndi hann því starfi til ársins 2018. Haft er eftir honum í fréttatilkynningu frá Viðreisn að mikilvægt sé að hlusta á væntingar og þarfir íbúa í kjördæminu og setja fólkið í fyrsta sæti.

„Það þarf að bæta og efla skilning ríkisins á stöðu fólks í kjördæminu og á landsbyggðunum almennt og tryggja jöfnuð milli landshluta. Þá þarf að skapa jarðveg fyrir ungt fólk til að lifa og starfa í kjördæminu og horfa til framtíðar, meðal annars með stuðningi við nýsköpun og frumkvöðla,“ er haft eftir Eiríki í tilkynningu flokksins.

Þá er loksins komið að því að kynna til leiks forystu Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Hér eru miklir reynsluboltar á ferð og við erum gríðarlega stolt af því að fá þau til liðs við okkur 🥳

Posted by Viðreisn on Monday, April 19, 2021


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent