Ekkert grín að safna fyrir fyrstu útborgun

Fasteignamat tekur stökk milli ára og segir varaþingmaður Pírata að þetta þýði að fasteignagjöld muni hækka – og þar af leiðandi leiga. „Hærri leiga þýðir hærri útgjöld sem þýðir enn þá minni líkur á að við náum að safna fyrir útborg­un.“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

„Fyrir ein­hverja kann að vera fagn­að­ar­efni að sjá virði eign­ar­innar sinnar hækka á milli ára en fyrir fólk í minni stöðu, ungt fólk sem er fast á leigu­mark­aði eða er nýbúið að kaupa sína fyrstu eign, er það kvíða­vald­ur,“ sagði Lenya Rún Taha Karim vara­þing­maður Pírata á Alþingi í vik­unni.

Vara­þing­mað­ur­inn vísar þarna í nýtt fast­eigna­mat sem birt­ist í lið­inni viku en sam­kvæmt því verður heild­­ar­­mat á virði fast­­eigna á Íslandi 19,9 pró­­sent meira á næsta ári en það var á þessu ári. Það þýðir að heild­­ar­virði allra fast­­eigna hér­­­lendis verður 12.627 millj­­arðar króna. Hækk­­unin nemur um 2.100 þús­und millj­­ónum króna á milli ára og þýðir þetta meðal ann­ars að fast­eigna­skattar munu hækka.

Hún benti á að með hærra fast­eigna­mati yrði enn erf­ið­ara fyrir ungt fólk að kaupa sér fast­eign. „Þegar þú ert að leigja og greiðir kannski helm­ing launa þinna í leigu í hverjum mán­uði er ekk­ert grín að safna fyrir fyrstu útborgun sem verður hærri með hverju árinu. Þetta væri minna vanda­mál ef hér væri heil­brigður leigu­mark­aður en stjórn­völd hafa lít­inn áhuga á að hjálpa leigj­endum út úr þessum víta­hring.“

Auglýsing

Minni líkur að hægt verði að safna fyrir útborgun

Lenya Rún sagði jafn­framt að með hærra fast­eigna­mati hækk­uðu einnig fast­eigna­gjöldin og fyrir „þau okkar sem eru á leigu­mark­aði þýðir það bara eitt: hærri leigu, enda munu leigusalar auð­vitað hækka leig­una í sam­ræmi við hærri gjöld“.

„Hærri leiga þýðir hærri útgjöld sem þýðir enn þá minni líkur á að við náum að safna fyrir útborg­un. Þeir jafn­aldrar mínir sem náðu að kaupa sér sína fyrstu íbúð í far­aldr­inum eru margir ekk­ert í betri stöðu. Þau skuld­settu sig upp í topp með hag­stæðum lánum en svo hækk­uðu stýri­vextir og afborg­anir þeirra sömu­leið­is. Nú sitja þau uppi með gríð­ar­lega há lán og afborg­anir sem þau eiga erfitt með að standa und­ir, sem er gríð­ar­lega íþyngj­andi fyrir fólk í bágri fjár­hags­stöðu, ekki bara ungt fólk,“ sagði hún.

Von­ast til að Reykja­vík­ur­borg lækki fast­eigna­gjöld

Lenya Rún fagnar því að mörg sveit­ar­fé­lög hafi þegar til­kynnt að þau muni lækka fast­eigna­gjöld og færa sig þannig nær Reykja­vík sem hafi verið með lægstu álagn­ing­una árum saman en jafn­framt von­ast hún til að Reykja­vík­ur­borg grípi til svip­aðra ráð­staf­ana og hin sveit­ar­fé­lög­in.

„Ég vona líka að sú staða sem er komin upp verði stjórn­völdum vakn­ing og þau fari loks­ins að beita sér af alvöru fyrir betri og heil­brigð­ari hús­næð­is­mark­að­i,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent