Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni

Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.

Síldarvinnslan
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­ur­stöðu frum­mats síns í febr­úar síð­ast­liðnum að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­leg yfir­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­ar­vinnsl­unn­i. 

Síðan að sú nið­ur­staða var birt hef­ur, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­völd­um, Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í form­lega rann­sókn á mál­in­u. 

Stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­son, sem var þar til fyrir skemmstu annar for­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um. Auk þess á Kald­bak­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­ur.

Auglýsing
Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­ar­­mönnum í Síld­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­nesi. Einn þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar.

Síld­ar­vinnslan skráð á markað

Frá því að frummatið var birt í ákvörðun vegna sam­runa dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unnar og útgerð­ar­fé­lags­ins Bergs hafa þær vend­ingar átt sér stað að Síld­ar­vinnslan var skráð á mark­að. Það gerð­ist í maí síð­ast­liðn­um.  

Þá seldu stærstu hlut­haf­arnir í Síld­ar­vinnsl­unni 29,3 pró­sent hlut fyrir 29,7 millj­arða króna. Mest seldu Sam­herji og Kjálka­­nes. Hvort félag fyrir sig seldi fyrir 12,2 millj­arða króna en Snæ­fugl seldi einnig fyrir um millj­arð króna. Kjálka­nes hefur síðan selt enn stærri hlut fyrir um tvo millj­arða króna og á nú 17,4 pró­sent eign­ar­hlut. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Sam­herji er áfram stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar þrátt fyrir að selja ofan­­greindan hlut í henni með 32,6 pró­­sent eign­­ar­hlut. Þor­­steinn Már er enn stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Snæ­fugl á svo 4,3 pró­sent hlut þannig að þessir þrjú félög, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi vera með yfir­ráð í Síld­ar­vinnsl­unni, eiga enn 54,37 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Aðrir stórið eig­endur eru Sam­vinnu­fé­lag útgerð­ar­manna á Nes­kaups­stað (10,97 pró­sent) og Gildi líf­eyr­is­sjóður (10,2 pósent). 

Hagn­að­ist um 5,8 millj­arða á fyrri hluta árs

Rekstr­­ar­­tekjur Síld­­ar­vinnsl­unnar á fyrri hluta árs­ins 2021 voru um 5,8 millj­­arðar króna. Hagn­aður félags­­ins var 3,9 millj­­arðar króna og skýrist að stórum hluta af því að félag utan um stóran hlut í trygg­inga­­fé­lag­inu Sjóvá var fluttur til hlut­hafa hennar með arð­greiðslu í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­­ar­vinnsl­unnar á markað fyrr á árinu. Bók­­fært verð félags­­ins, SVN eigna­­fé­lags, var 3,7 millj­­arðar króna en verð­­mæti hans á arð­greiðslu­degi var 2,9 millj­­örðum krónum meira. Sá munur bók­­færð­ist því sem hagn­að­­ur.

Auglýsing
EBITDA-hagnaður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, hagn­aður fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­­­magns­­gjöld, var þó einnig hár eða 1,6 millj­­arðar króna. Það þýðir að 28 pró­­sent af rekstr­­ar­­tekjum sat eftir sem slíkur hagn­að­­ur­. Loðn­u­veið­­ar, sem höfðu ekki átt sér stað tvö ár á und­an, vigt­uðu þungt í þeirri afkomu.

Mark­aðsvirðið rauk upp um tugi millj­arða

Eignir Síld­­ar­vinnsl­unnar eru metnar á sam­tals 74,4 millj­­arðar króna, skuldir 26,2 millj­­arða króna og eigið fé sam­­stæð­unnar var 48,2 millj­­arðar króna. 

Verð­­mætasta bók­­færða eignin sem Síld­­ar­vinnslan heldur á eru afla­heim­ild­­ir. Þær eru bók­­færðar á 34 millj­­arða króna. Ef miðað er við mark­aðsvirði kvóta, út frá síð­­­ustu gerðu við­­skiptum með afla­heim­ildir sem dótt­­ur­­fé­lag Síld­­ar­vinnsl­unnar gerði, þá er ætti mark­aðs­verð allra afla­heim­ilda sem úthlutað hefur verið að vera 1.195 millj­­arðar króna. Miðað við Síld­­ar­vinnslan og dótt­­ur­­fé­lög hennar haldi á 7,7 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­­kvæmt síð­­­ustu birtu upp­­lýs­ingum Fiski­­stofu, þá má ætla að mark­aðsvirði hans sé 92 millj­­arðar króna. Eða 58 millj­­örðum krónum yfir bók­­færðu virð­i. 

Bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hafa hækkað gríð­ar­lega í virði síð­ast­liðnar vik­ur. Frá 23. sept­em­ber hefur heild­ar­mark­aðsvirði félags­ins auk­ist um 30 pró­sent, eða 35,4 millj­arða króna. Ástæðan er fyrst og síð­ast talin vera stór­auk­inn loðnu­kvóti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent