Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni

Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.

Síldarvinnslan
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­ur­stöðu frum­mats síns í febr­úar síð­ast­liðnum að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­leg yfir­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­ar­vinnsl­unn­i. 

Síðan að sú nið­ur­staða var birt hef­ur, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­völd­um, Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í form­lega rann­sókn á mál­in­u. 

Stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­son, sem var þar til fyrir skemmstu annar for­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um. Auk þess á Kald­bak­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­ur.

Auglýsing
Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­ar­­mönnum í Síld­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­nesi. Einn þeirra er Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar.

Síld­ar­vinnslan skráð á markað

Frá því að frummatið var birt í ákvörðun vegna sam­runa dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unnar og útgerð­ar­fé­lags­ins Bergs hafa þær vend­ingar átt sér stað að Síld­ar­vinnslan var skráð á mark­að. Það gerð­ist í maí síð­ast­liðn­um.  

Þá seldu stærstu hlut­haf­arnir í Síld­ar­vinnsl­unni 29,3 pró­sent hlut fyrir 29,7 millj­arða króna. Mest seldu Sam­herji og Kjálka­­nes. Hvort félag fyrir sig seldi fyrir 12,2 millj­arða króna en Snæ­fugl seldi einnig fyrir um millj­arð króna. Kjálka­nes hefur síðan selt enn stærri hlut fyrir um tvo millj­arða króna og á nú 17,4 pró­sent eign­ar­hlut. 

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Sam­herji er áfram stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar þrátt fyrir að selja ofan­­greindan hlut í henni með 32,6 pró­­sent eign­­ar­hlut. Þor­­steinn Már er enn stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Snæ­fugl á svo 4,3 pró­sent hlut þannig að þessir þrjú félög, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi vera með yfir­ráð í Síld­ar­vinnsl­unni, eiga enn 54,37 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Aðrir stórið eig­endur eru Sam­vinnu­fé­lag útgerð­ar­manna á Nes­kaups­stað (10,97 pró­sent) og Gildi líf­eyr­is­sjóður (10,2 pósent). 

Hagn­að­ist um 5,8 millj­arða á fyrri hluta árs

Rekstr­­ar­­tekjur Síld­­ar­vinnsl­unnar á fyrri hluta árs­ins 2021 voru um 5,8 millj­­arðar króna. Hagn­aður félags­­ins var 3,9 millj­­arðar króna og skýrist að stórum hluta af því að félag utan um stóran hlut í trygg­inga­­fé­lag­inu Sjóvá var fluttur til hlut­hafa hennar með arð­greiðslu í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­­ar­vinnsl­unnar á markað fyrr á árinu. Bók­­fært verð félags­­ins, SVN eigna­­fé­lags, var 3,7 millj­­arðar króna en verð­­mæti hans á arð­greiðslu­degi var 2,9 millj­­örðum krónum meira. Sá munur bók­­færð­ist því sem hagn­að­­ur.

Auglýsing
EBITDA-hagnaður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, hagn­aður fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­­­magns­­gjöld, var þó einnig hár eða 1,6 millj­­arðar króna. Það þýðir að 28 pró­­sent af rekstr­­ar­­tekjum sat eftir sem slíkur hagn­að­­ur­. Loðn­u­veið­­ar, sem höfðu ekki átt sér stað tvö ár á und­an, vigt­uðu þungt í þeirri afkomu.

Mark­aðsvirðið rauk upp um tugi millj­arða

Eignir Síld­­ar­vinnsl­unnar eru metnar á sam­tals 74,4 millj­­arðar króna, skuldir 26,2 millj­­arða króna og eigið fé sam­­stæð­unnar var 48,2 millj­­arðar króna. 

Verð­­mætasta bók­­færða eignin sem Síld­­ar­vinnslan heldur á eru afla­heim­ild­­ir. Þær eru bók­­færðar á 34 millj­­arða króna. Ef miðað er við mark­aðsvirði kvóta, út frá síð­­­ustu gerðu við­­skiptum með afla­heim­ildir sem dótt­­ur­­fé­lag Síld­­ar­vinnsl­unnar gerði, þá er ætti mark­aðs­verð allra afla­heim­ilda sem úthlutað hefur verið að vera 1.195 millj­­arðar króna. Miðað við Síld­­ar­vinnslan og dótt­­ur­­fé­lög hennar haldi á 7,7 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­­kvæmt síð­­­ustu birtu upp­­lýs­ingum Fiski­­stofu, þá má ætla að mark­aðsvirði hans sé 92 millj­­arðar króna. Eða 58 millj­­örðum krónum yfir bók­­færðu virð­i. 

Bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hafa hækkað gríð­ar­lega í virði síð­ast­liðnar vik­ur. Frá 23. sept­em­ber hefur heild­ar­mark­aðsvirði félags­ins auk­ist um 30 pró­sent, eða 35,4 millj­arða króna. Ástæðan er fyrst og síð­ast talin vera stór­auk­inn loðnu­kvóti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent