Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru

Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.

Hellisheiðarvirkjun
Auglýsing

Ekki er í for­gangi hjá Lands­virkjun að selja raf­orku í nýja stór­iðju tengda málm­iðn­aði eða annarri hrá­vöru.

Þetta kemur fram í svörum fyr­ir­tæk­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort Lands­virkjun sé í við­ræðum við þýska sem­ents­ris­ann Heidel­berg Mater­i­als um afhend­ingu á raf­orku sem þarf til að knýja verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem móberg úr Litla-Sand­felli yrði mal­að.

Auglýsing

Fyr­ir­spurnin er til­komin vegna þess­ara orða tals­manns Heidel­berg á Íslandi, Þor­steins Víglunds­son­ar, á íbúa­fundi í Þor­láks­höfn í síð­ustu viku: „Það er gert ráð fyrir um það bil 40 mega­vatta raf­orku­notkun í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins og það gæti auk­ist í 60 mega­vött í öðrum áfanga. Þetta er ekki risa orku­not­andi en vissu­lega stór, það er alveg rétt.“ Í þessu sam­hengi má nefna að Kröflu­virkjun er 60 mega­vött (MW) að afli.

Á fund­inum var spurt: „Er búið að tryggja þessa orku?“

„Ja, það er eitt af því sem er í umræð­unn­i,“ svar­aði Þor­steinn.

Þá var spurt: „Er til raf­orka í kerf­inu fyrir þetta verk­efn­i?“

„Það er til raf­magn í kerf­inu já, og það er til raf­magn hjá orku­fram­leið­end­um,“ svar­aði hann. „Þannig að við höfum bæði verið að ræða við Lands­net og raf­orku­fram­leið­endur varð­andi aðgang að raf­magni. Það er auð­vitað grund­vall­ar­for­senda þess að hægt sé að reisa verk­smiðju sem þessa.“

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Lands­virkj­un, HS Orku og Orku nátt­úr­unnar um hvort við­ræður væru í gangi við Heidel­berg Mater­i­als vegna móbergs­verk­smiðj­unn­ar, hvort að raf­orka væri til í kerf­inu líkt og Þor­steinn hélt fram eða hvort ráð­ast þyrfti í nýja vinnslu – ef samið yrði við Heidel­berg yfir höf­uð.

Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

„Vegna trún­aðar í við­skiptum getur Lands­virkjun almennt ekki tjáð sig opin­ber­lega um við­ræður við ein­staka núver­andi eða mögu­lega nýja við­skipta­vin­i,“ segir í svari Ragn­hildar Sverr­is­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar.

Hún segir Lands­virkjun þó geta lýst því yfir opin­ber­lega að sem stendur sjái fyr­ir­tækið mikla eft­ir­spurn eftir end­ur­nýj­an­legri orku en tak­markað mögu­legt nýtt fram­boð til að mæta þeirri eft­ir­spurn næstu 4-6 ár eða svo. „Fyr­ir­tækið þarf því að for­gangs­raða þeim sam­tölum sem nú eru tekin um mögu­lega orku­sölu og í því sam­hengi hefur fyr­ir­tækið auk­in­heldur nýlega lýst því yfir opin­ber­lega að sem stendur er ekki í for­gangi hjá fyr­ir­tæk­inu að selja raf­orku í nýja stór­iðju tengda málm­iðn­aði eða annarri hrá­vöru.“

Í verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn yrði móberg sem unnið yrði úr Litla-Sand­felli, þurrkað og malað og flutt út til meg­in­lands Evr­ópu sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent. Hér er því um hrá­vöru að ræða.

Auglýsing

Í svörum Orku nátt­úr­unnar við þessum sömu spurn­ingum segir að engar við­ræður hafi átt sér stað við Heidel­berg. Íslenskt ráð­gjafa­fyr­ir­tæki sem vinni fyrir umrædda aðila hafi hins vegar óskað eftir fundi með Orku nátt­úr­unnar til þess að kynna hug­mynd­ir. Þá kynn­ingu hafa sér­fræð­ingar ON fengið „en næstu skref hafa ekki verið ákveð­in“.

Almennt þá funda fyr­ir­tæki sem hafa hug á að vera með starf­semi á Íslandi með orku­fyr­ir­tækj­unum „og við tökum sam­töl við þau sem óska eftir því,“ segir í svari ON. „Þegar og ef við­ræður fara lengra þá eru fyr­ir­tækin skoðuð með til­liti til þeirrar starf­semi sem þau eru í, áhættu og fleiri þátta.“

En yrði hægt að afhenda Heidel­berg Mater­i­als 40-60 MW að mati ON án þess að ráð­ast í frek­ari orku­vinnslu?

„Orka nátt­úr­unnar þekkir ekki umrætt fyr­ir­tæki nægj­an­lega vel og hefur ekki skoðað áform þeirra með þeim hætti að hægt sé að svara þessu. Það er margt sem spilar inn í við svona ákvarð­anir m.a. magn, verð og samn­ings­tím­i.“

Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku.

Jóhann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðu­maður við­skipta­þró­unar hjá HS Orku segir eft­ir­spurn eftir raf­orku í augna­blik­inu „gríð­ar­lega“. Hann segir fjöl­marga aðila sem hafa áhuga á því að byggja upp starf­semi á Íslandi í mis­mun­andi geir­um. „Al­mennt tjáir HS Orka sig ekki um ein­stök verk­efni á frum­stigi en getur þó stað­fest að við höfum átt í óform­legum við­ræðum við for­svars­menn Heidel­berg, eins og ég geri ráð fyrir að gildi um alla aðra raf­orku­fram­leið­endur á Ísland­i.“

Umfram orka er tak­mörkuð

En eru til 40-60 MW í kerf­inu líkt og tals­maður Heidel­berg sagði?

„Það er erfitt að svara þess­ari spurn­ingu með já eða nei,“ segir Jóhann Snorri. „Við leggjum ekki sjálf­stætt mat á hversu mikil raf­orka er í heild í kerf­inu hverju sinni en í ljósi orku­skorts síð­ustu ára liggur fyrir að umfram orka er tak­mörk­uð, hvort sem um er að ræða til orku­skipta eða ann­arra nýrra verk­efna. Hvað varðar afhend­ingu til Heidel­berg miðað við núver­andi fram­leiðslu­getu í kerf­inu, þá fer það fyrst og fremst eftir tíma­setn­ingu og stöðu ann­arra raf­orku­kaupa­samn­inga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent