„Ekki nóg að vera með fögur orð“

Formaður Samfylkingarinnar spurði mennta- og barnamálaráðherra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera vegna þess „bráða vanda sem er að skapast vegna hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta“. Ráðherrann sagði m.a. að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að það skipti gríð­ar­lega miklu máli að stíga inn gagn­vart börnum og barna­fjöl­skyldum vegna þess ástands sem komið er upp vegna auk­innar verð­bólgu og hærri vaxta. „Það skiptir líka máli að koma inn í efna­hags­málin með aðgerðir til að létta undir með tekju­lágum heim­il­u­m.“

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvað rík­is­stjórnin þyrfti að gera til þess að verja fólk og börn sem þurfa að lifa efn­is­legan skort vegna efna­hags­á­stands í land­inu.

Þing­mað­ur­inn byrj­aði á því að vitna í nýleg könnu Vörðu, rann­sókna­stofn­unar vinnu­mark­að­ar­ins, en hann sagði könn­un­ina veita inn­sýn í skugga­legan veru­leika margs fólks sem hefur þurft að glíma við þungar byrðar í heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing

„Nið­ur­stöð­urnar gefa vís­bend­ingar um að stórir hópar hafi það slæmt, bæði fjár­hags­lega og and­lega, og miklu verr en fyrir einu ári síð­an. Ein­stæðir for­eldr­ar, lág­tekju­hópar, inn­flytj­endur og ungt barna­fólk stendur verr að vígi en áður. Nið­ur­stöð­urnar gefa ekki bara mynd af stöðu full­orð­ins fólks heldur segja líka sögu af fjölda barna sem búa ekki við nægi­lega góð lífs­skil­yrði. Þús­undir barna líða efn­is­legan skort í okkar ríka landi, fá ekki nógu nær­ing­ar­ríkan mat, ekki nauð­syn­legan fatnað eða aðgengi að tóm­stund­um.

Ofan í allt þetta mælist verð­bólga nú óvenju­lega há og Seðla­banki Íslands hefur gripið til stýri­vaxta­hækk­ana um tvö pró­sentu­stig á skömmum tíma. Það er ljóst að þessi þróun mun koma miklu verr við við­kvæma hópa og það er hætt við að hækk­andi afborg­anir hús­næð­is­lána, hækk­andi leigu­verð, dýr­ari mat­ar­k­arfa, geti sligað mörg heim­ili og fleiri börn þurfi að lifa efn­is­legan skort,“ sagði hann.

Logi spurði ráð­herra hvaða aðgerðir hann sæi fyrir sér að rík­is­stjórnin þyrfti að grípa til til þess að verja stöðu þessa fólks og barna.

„Verður rík­is­stjórnin ein­fald­lega ekki að sker­ast strax í leik­inn með aðgerðum í þágu hópa í erf­iðri stöðu og líta þá til þings­á­lykt­un­ar­til­lagna sem Sam­fylk­ingin og aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar lögðu hér fram í gær eða fyrra­dag?“ spurði hann.

Kynnti í rík­is­stjórn þá fyr­ir­ætlan að fara í sér­stakan end­ur­reisn­ar­pakka gagn­vart börnum og ungu fólki

Ásmundur Einar þakk­aði þing­manni fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Á margan hátt tek ég undir með hátt­virtum þing­manni um stöðu barna og barna­fjöl­skyldna og þar þurfum við ávallt að gera bet­ur. Það er engu að síður svo að í gegnum far­ald­ur­inn höfum við gert tals­vert mikið þegar kemur að mál­efnum barna og barna­fjöl­skyldna. Það hefur verið horft til þess í félags­legum aðgerð­um, það hefur einnig verið horft til þess í gegnum atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið og í gegnum félags­mála­ráðu­neytið með sér­stökum greiðslum til barna­fjöl­skyldna.

Í fyrsta skipti hefur ríkið stigið inn með sér­staka tóm­stunda­styrki gagn­vart börnum á tekju­lágum heim­ilum sem var úrræði sem var tíma­bundið sett á í heims­far­aldr­inum og svo mætti áfram telja. Þegar þessum far­aldri slotar og við sjáum þau efna­hags­á­hrif sem fylgja í fram­hald­inu, þá er alveg ljóst að það þurfa að fylgja áfram­hald­andi aðgerð­ir,“ sagði hann.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herr­ann sagð­ist meðal ann­ars hafa kynnt í rík­is­stjórn síð­asta föstu­dag þá fyr­ir­ætlan mennta- og barna­mála­ráðu­neytis að fara í sér­stakan end­ur­reisn­ar­pakka gagn­vart börnum og ungu fólki þegar heims­far­aldr­inum slot­ar.

„Þær end­ur­reisn­ar­að­gerðir munu þurfa að vera á félags­legum grunni en líka á mennta­legum grunni því það er alveg ljóst að þessi far­aldur hefur haft áhrif og ég tek þar undir með hv. þing­manni. Við þurfum að halda utan um okkar við­kvæm­ustu borg­ara í ákveð­inn tíma eftir að far­aldr­inum slot­ar. Ég hyggst eiga gott sam­starf við alla helstu hags­muna­að­ila við upp­bygg­ingu á slíkum end­ur­reisn­ar­pakka. Það voru mjög góðar umræður um þetta í rík­is­stjórn og ég veit að önnur ráðu­neyti er að horfa á málin með sam­bæri­legum hætt­i,“ sagði hann.

Ekki nóg að vera með „fal­leg frum­vörp sem ekk­ert fjár­magn fylgir“

Logi kom í fram­hald­inu í annað sinn í pontu og sagði að hann væri ekki að spyrja ráð­herra hvaða vegi hann hefði keyrt í gegnum tíð­ina. Hann væri að spyrja hvert hann ætl­aði að halda.

„Það er ekki nóg að vera með fögur orð eða leggja jafn­vel fram fal­leg frum­vörp sem ekk­ert fjár­magn fylg­ir. Það nægir að nefna frí­stunda­styrk­ina og annað sem hefur bara ekki dug­að. Ég er að spyrja út af þeim bráða vanda sem er að skap­ast vegna hárrar verð­bólgu og hækk­andi vaxta sem mun bitna sér­stak­lega illa á ungum fjöl­skyldum og barna­fólki. Hvað hyggst rík­is­stjórnin gera? Hvað telur hann að rík­is­stjórnin eigi að ger­a?“ spurði þing­mað­ur­inn.

Stjórn­völd þurfa að grípa til aðgerða

Ásmundur Einar svar­aði á ný og sagði að ástæða þess að hann taldi mik­il­vægt að ræða þær aðgerðir sem hefur verið ráð­ist í væri sú að Logi hefði látið að því liggja að ekk­ert hefði verið gert og ekk­ert hefði verið fjár­magn­að.

„Hann gerði það aftur nú í seinni fyr­ir­spurn og sagði að hér hefðu verið lögð fram fögur frum­vörp sem ekki hefðu verið fjár­mögn­uð. Það er ein­fald­lega rang­t,“ sagði hann. Logi greip fram í úr þingsalnum og bað ráð­herra að svara spurn­ing­unni.

„Virðu­legur for­seti, það er mjög erfitt að tala hér þegar þing­mað­ur­inn getur ekki verið rólegur í þingsalnum á með­an,“ sagði Ásmundur Ein­ar.

Hann hélt áfram og sagði að það skipti gríð­ar­lega miklu máli að stíga inn gagn­vart börnum og barna­fjöl­skyldum varð­andi þá þætti sem hann nefndi í fyrri ræðu sinni og ætl­uðu stjórn­völd að halda þeim aðgerðum áfram.

„Það skiptir líka máli að koma inn í efna­hags­málin með aðgerðir til að létta undir með tekju­lágum heim­il­um. Ég tek hjart­an­lega undir með við­skipta­ráð­herra sem ræddi það í fjöl­miðlum í morgun að við ættum að grípa til félags­legra aðgerða. Þar eigum við að horfa til allra mögu­legra aðgerða sem hægt er að grípa til og skoða fjár­mögnun með það í huga að fjár­mála­kerfið grípi þar inn í.“

Tók hann undir með Loga og sagði að stjórn­völd þyrftu að fara í aðgerð­ir. „Við þurfum að forma þær en þær þurfa að vera á víð­tækum grunn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent