„Ekki nóg að vera með fögur orð“

Formaður Samfylkingarinnar spurði mennta- og barnamálaráðherra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera vegna þess „bráða vanda sem er að skapast vegna hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta“. Ráðherrann sagði m.a. að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að það skipti gríð­ar­lega miklu máli að stíga inn gagn­vart börnum og barna­fjöl­skyldum vegna þess ástands sem komið er upp vegna auk­innar verð­bólgu og hærri vaxta. „Það skiptir líka máli að koma inn í efna­hags­málin með aðgerðir til að létta undir með tekju­lágum heim­il­u­m.“

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvað rík­is­stjórnin þyrfti að gera til þess að verja fólk og börn sem þurfa að lifa efn­is­legan skort vegna efna­hags­á­stands í land­inu.

Þing­mað­ur­inn byrj­aði á því að vitna í nýleg könnu Vörðu, rann­sókna­stofn­unar vinnu­mark­að­ar­ins, en hann sagði könn­un­ina veita inn­sýn í skugga­legan veru­leika margs fólks sem hefur þurft að glíma við þungar byrðar í heims­far­aldr­in­um.

Auglýsing

„Nið­ur­stöð­urnar gefa vís­bend­ingar um að stórir hópar hafi það slæmt, bæði fjár­hags­lega og and­lega, og miklu verr en fyrir einu ári síð­an. Ein­stæðir for­eldr­ar, lág­tekju­hópar, inn­flytj­endur og ungt barna­fólk stendur verr að vígi en áður. Nið­ur­stöð­urnar gefa ekki bara mynd af stöðu full­orð­ins fólks heldur segja líka sögu af fjölda barna sem búa ekki við nægi­lega góð lífs­skil­yrði. Þús­undir barna líða efn­is­legan skort í okkar ríka landi, fá ekki nógu nær­ing­ar­ríkan mat, ekki nauð­syn­legan fatnað eða aðgengi að tóm­stund­um.

Ofan í allt þetta mælist verð­bólga nú óvenju­lega há og Seðla­banki Íslands hefur gripið til stýri­vaxta­hækk­ana um tvö pró­sentu­stig á skömmum tíma. Það er ljóst að þessi þróun mun koma miklu verr við við­kvæma hópa og það er hætt við að hækk­andi afborg­anir hús­næð­is­lána, hækk­andi leigu­verð, dýr­ari mat­ar­k­arfa, geti sligað mörg heim­ili og fleiri börn þurfi að lifa efn­is­legan skort,“ sagði hann.

Logi spurði ráð­herra hvaða aðgerðir hann sæi fyrir sér að rík­is­stjórnin þyrfti að grípa til til þess að verja stöðu þessa fólks og barna.

„Verður rík­is­stjórnin ein­fald­lega ekki að sker­ast strax í leik­inn með aðgerðum í þágu hópa í erf­iðri stöðu og líta þá til þings­á­lykt­un­ar­til­lagna sem Sam­fylk­ingin og aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar lögðu hér fram í gær eða fyrra­dag?“ spurði hann.

Kynnti í rík­is­stjórn þá fyr­ir­ætlan að fara í sér­stakan end­ur­reisn­ar­pakka gagn­vart börnum og ungu fólki

Ásmundur Einar þakk­aði þing­manni fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Á margan hátt tek ég undir með hátt­virtum þing­manni um stöðu barna og barna­fjöl­skyldna og þar þurfum við ávallt að gera bet­ur. Það er engu að síður svo að í gegnum far­ald­ur­inn höfum við gert tals­vert mikið þegar kemur að mál­efnum barna og barna­fjöl­skyldna. Það hefur verið horft til þess í félags­legum aðgerð­um, það hefur einnig verið horft til þess í gegnum atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið og í gegnum félags­mála­ráðu­neytið með sér­stökum greiðslum til barna­fjöl­skyldna.

Í fyrsta skipti hefur ríkið stigið inn með sér­staka tóm­stunda­styrki gagn­vart börnum á tekju­lágum heim­ilum sem var úrræði sem var tíma­bundið sett á í heims­far­aldr­inum og svo mætti áfram telja. Þegar þessum far­aldri slotar og við sjáum þau efna­hags­á­hrif sem fylgja í fram­hald­inu, þá er alveg ljóst að það þurfa að fylgja áfram­hald­andi aðgerð­ir,“ sagði hann.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herr­ann sagð­ist meðal ann­ars hafa kynnt í rík­is­stjórn síð­asta föstu­dag þá fyr­ir­ætlan mennta- og barna­mála­ráðu­neytis að fara í sér­stakan end­ur­reisn­ar­pakka gagn­vart börnum og ungu fólki þegar heims­far­aldr­inum slot­ar.

„Þær end­ur­reisn­ar­að­gerðir munu þurfa að vera á félags­legum grunni en líka á mennta­legum grunni því það er alveg ljóst að þessi far­aldur hefur haft áhrif og ég tek þar undir með hv. þing­manni. Við þurfum að halda utan um okkar við­kvæm­ustu borg­ara í ákveð­inn tíma eftir að far­aldr­inum slot­ar. Ég hyggst eiga gott sam­starf við alla helstu hags­muna­að­ila við upp­bygg­ingu á slíkum end­ur­reisn­ar­pakka. Það voru mjög góðar umræður um þetta í rík­is­stjórn og ég veit að önnur ráðu­neyti er að horfa á málin með sam­bæri­legum hætt­i,“ sagði hann.

Ekki nóg að vera með „fal­leg frum­vörp sem ekk­ert fjár­magn fylgir“

Logi kom í fram­hald­inu í annað sinn í pontu og sagði að hann væri ekki að spyrja ráð­herra hvaða vegi hann hefði keyrt í gegnum tíð­ina. Hann væri að spyrja hvert hann ætl­aði að halda.

„Það er ekki nóg að vera með fögur orð eða leggja jafn­vel fram fal­leg frum­vörp sem ekk­ert fjár­magn fylg­ir. Það nægir að nefna frí­stunda­styrk­ina og annað sem hefur bara ekki dug­að. Ég er að spyrja út af þeim bráða vanda sem er að skap­ast vegna hárrar verð­bólgu og hækk­andi vaxta sem mun bitna sér­stak­lega illa á ungum fjöl­skyldum og barna­fólki. Hvað hyggst rík­is­stjórnin gera? Hvað telur hann að rík­is­stjórnin eigi að ger­a?“ spurði þing­mað­ur­inn.

Stjórn­völd þurfa að grípa til aðgerða

Ásmundur Einar svar­aði á ný og sagði að ástæða þess að hann taldi mik­il­vægt að ræða þær aðgerðir sem hefur verið ráð­ist í væri sú að Logi hefði látið að því liggja að ekk­ert hefði verið gert og ekk­ert hefði verið fjár­magn­að.

„Hann gerði það aftur nú í seinni fyr­ir­spurn og sagði að hér hefðu verið lögð fram fögur frum­vörp sem ekki hefðu verið fjár­mögn­uð. Það er ein­fald­lega rang­t,“ sagði hann. Logi greip fram í úr þingsalnum og bað ráð­herra að svara spurn­ing­unni.

„Virðu­legur for­seti, það er mjög erfitt að tala hér þegar þing­mað­ur­inn getur ekki verið rólegur í þingsalnum á með­an,“ sagði Ásmundur Ein­ar.

Hann hélt áfram og sagði að það skipti gríð­ar­lega miklu máli að stíga inn gagn­vart börnum og barna­fjöl­skyldum varð­andi þá þætti sem hann nefndi í fyrri ræðu sinni og ætl­uðu stjórn­völd að halda þeim aðgerðum áfram.

„Það skiptir líka máli að koma inn í efna­hags­málin með aðgerðir til að létta undir með tekju­lágum heim­il­um. Ég tek hjart­an­lega undir með við­skipta­ráð­herra sem ræddi það í fjöl­miðlum í morgun að við ættum að grípa til félags­legra aðgerða. Þar eigum við að horfa til allra mögu­legra aðgerða sem hægt er að grípa til og skoða fjár­mögnun með það í huga að fjár­mála­kerfið grípi þar inn í.“

Tók hann undir með Loga og sagði að stjórn­völd þyrftu að fara í aðgerð­ir. „Við þurfum að forma þær en þær þurfa að vera á víð­tækum grunn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent