Ekki taka lán ef þú átt ekki fyrir því

svanborg.png
Auglýsing

Til Umboðsmanns skuldara leitar fjöldi fólks sem uppgvötar seint og um síðir að það átti ekki fyrir lánum sem það tók. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar og vanskilin kostnaðarsöm. Það er mikilvægt að lántaki velti fyrir sér hvort hann hafi efni á að taka lán.

Þetta sagði Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Embættis umboðsmanns skuldara, á pop-up ráðstefnu í tilefni af Alþjóðlegri fjármálalæsisviku. Hægt er að sjá erindi Svanborgar hér, á vef RÚV.


Hún sagði að vissulega taki fólk stundum lán fyrir stærri hlutum og fjárfesti í fasteign eða námi. „En stundum hækkum við líka yfirdráttarheimildina því það voru ofboðslega fallegir skór sem við sáum. Þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort við eigum efni fyrir láninu. Getum við greitt af láninu á gjalddaga?“

Auglýsing

Svanborg sagðist oft heyra fólk segja að það hafi svo lágar tekjur að það geti ekki lagt fyrir á mánuði, hvorki fimm þúsund krónur né hærri upphæðir. „En ef það er hugsunin, að þú getir ekki lagt fyrir fimm þúsund krónur, þá hefur þú heldur ekki efni á að taka lán þar sem afborganir á mánuði eru fimm þúsund krónur,“ sagði hún.

Bókhald gefur yfirsýn

Helsta ráðið sem Svanborg gaf áhorfendur var að halda heimilisbókhald. „Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvað við kostum. Þá er gott að halda heimilisbókhald og vita hversu miklu við eyðum. Þegar við uppgvötum að framfærslan dugir ekki fyrir því sem við viljum eyða í, þá getum við tekið lán til að brúa bili. En þá tvöföldum við bara vandann,“ sagði hún og talaði fyrir sparnaði, með því að skoða bókhaldið og sjá hvar megi draga úr útgjöldunum.


Hjá Umboðsmanni skuldara er gert ráð fyrir að framfærslukostnaður einstaklings sé um 150 þúsund krónur á mánuði, að undanskilinni húsnæðisleigu eða afborgun af húsnæðislán.


ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None