Fyrrverandi formenn stjórnarflokka gagnrýna ríkisstjórnina harðlega

slkj.png
Auglýsing

Fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa í dag gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu harðlega. Þorsteinn Pálsson og Valgerður Sverrisdóttir skrifa bæði pistla á vefsíðu Hringbrautar um málið.

„Ráðherrar geta ekki breytt ákvörðunum Alþingis. Það er andstætt stjórnarskrá lýðveldisins,“ skrifar Þorsteinn. Hann segir tilkynningu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra vera gerræði og auglýsingu á því hvernig hann „lítilsvirðir löggjafarsamkomu þjóðar sinnar.“

Þorsteinn hvetur þjóðina til að svara þessari ákvörðun og standa „einhuga gegn valdbeitingu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.“ Það skipti öllu máli að þjóðin taki höndum saman um að endurheimta ályktunarvald Alþingis.

Auglýsing

Þorsteinn leggur til að stjórnarandstaðan íhugi að flytja vantrauststillögu á utanríkisráðherra. „Tillögur um vantraust á ráðherra hafa yfirleitt litla þýðingu nema að fyrir liggi að þeir hafi misst traust meirihlutans. En þessi atburður er þess eðlis að það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að flytja tillögu um vantraust á utanríkisráðherrann. Slíkt vantraust ætti að sjálfsögðu ekki að snúast um afstöðu hans til Evrópumála. Það hlyti alfarið lúta að gerræði hans gagnvart Alþingi.“

Segir tillöguna samda utan stjórnarráðsins


Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í pistli sínum á Hringbraut að forystumenn Framsóknarflokksins hafi flutt áróður sem hafi á stundum verið ómálefnalegur. Hún segir að það gefi auga leið að þessi ríkisstjórn hafi ekki verið líkleg til árangurs í Evrópumálum, enda báðir flokkarnir mótfallnir aðild. „Þess vegna var augljóst að besti kosturinn var að láta málið liggja fram yfir kosningar en áður en til þeirra kæmi færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um vilja þjóðarinnar. Enda var þessu lofað af forystumönnum ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar.“

Valgerður segir einnig að það sé ljóst að tillaga um að slíta viðræðum hafi ekki verið tekin inni í stjórnarráðinu. „Þegar tekið er mið af hvað ráðherrarnir eiga erfitt með að svara fyrir gjörninginn er ljóst að tillagan hefur verið samin utan stjórnarráðsins. Ég læt lesendur um að velta fyrir sér hvaðan hún gæti hafa komið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None