Ekki verið að slátra þjóðarhöllinni en augljóslega fresta

Forsætisráðherra segir vilja ríkisstjórnarinnar um að reisa nýja þjóðarhöll á þessu kjörtímabili skýran. Þingmaður Viðreisnar segir ljóst að verið sé að fresta framkvæmdinni. „Ekki alveg að slátra henni en fresta.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra tók­ust á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag um hvort vilji rík­is­stjórn­ar­innar um að reisa nýja þjóð­ar­höll í inn­an­húss­í­þróttum á kjör­tíma­bil­inu væri nógu skýr.

Ein­ungis fjórir mán­uðir eru síðan að for­­­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­­­son mennta- og barna­­­mála­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­­­son borg­­­ar­­­stjóri und­ir­­­rit­uðu vilja­yf­­­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­­­ar­hall­­ar­inn­­ar. Sam­­kvæmt henni var stefnt að því að fram­­­kvæmdum myndi ljúka árið 2025 og kostn­að­­­ar­­­skipt­ing milli ríkis og borgar átti að taka mið af nýt­ingu mann­­­virk­is­ins.

Auglýsing
Þorgerður Katrín spurði Katrínu út í þjóð­ar­höll­ina í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag og vís­aði meðal ann­ars í orð inn­við­a­ráð­herra í útvarps­þætt­inum Sprengisandi síð­ustu helgi þar sem hann sagði tíma­lín­una „vænt­an­lega stærri“ þegar hann var spurður hvort fram­kvæmdum við þjóð­ar­höll­ina myndi ljúka árið 2025.

Vilji for­manna stjórn­ar­flokk­anna óljós

Þor­gerður Katrín sagði að af orðum inn­við­a­ráð­herra að dæma væri alveg ljóst að verið væri að slá þjóð­ar­höll­inni á frest. „Ekki alveg að slátra henni en fresta henn­i,“ sagði hún.

„Síðan kemur hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra og segir að það sé nóg af fjár­fest­ingum og til nóg af fjár­magni en var samt frekar óljós. Tveir for­menn stjórn­ar­flokka sem tala mjög óljóst í þessu mikla hags­muna­máli fyrir íþrótta­hreyf­ing­una,“ hélt Þor­gerður Katrín áfram.

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í byrjun mán­að­ar­ins er gert ráð fyrir að rík­­is­­sjóður setji 100 millj­­ónir krónur í þjóð­ar­höll á næsta ári, sem eru fjár­­munir sem munu nýt­­ast í und­ir­­bún­­ing verk­efn­­is.

Vilji for­manns Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og Fram­sókn­ar­flokks hins vegar er ólíkur að mati Þor­gerðar og því spurði hún for­mann þriðja rík­is­stjórn­ar­flokks­ins hver hennar vilji væri, og minnti hana á í leið­inni að hún skrif­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu „korteri fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í vor, í maí“ um að þjóð­ar­höllin ætti að rísa á þessu kjör­tíma­bili.

Þegar umrædd vilja­yf­­ir­lýs­ing var und­ir­­rituð í maí voru átta dagar í sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­ar. Málið hafði verið hita­­mál í Reykja­vík í aðdrag­anda þeirra, sér­­stak­­lega þar sem það var bein­tengt við inn­i­­þrótta-að­­stöðu Þróttar og Ármanns í Laug­­ar­­dal og skól­anna í hverf­inu, sem hefur verið í miklu ólestri árum sam­­an.

„Ég hef nú bara verið á einni mynd“

Þor­gerður sagð­ist hafa séð margar mynda­tökur af und­ir­skriftum varð­andi þjóð­ar­höll­ina og vís­aði í orð Hann­esar S. Jóns­son­ar, for­manns Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að sýna verði „íþrótta­hreyf­ing­unni þá virð­ingu að standa ein­hvern tím­ann við eitt­hvað af því sem lofað er“. Hannes sagði jafn­framt að hvorki hann né for­maður HSÍ hafi verið kall­aðir að borð­inu varð­andi fram­kvæmda­nefnd þjóð­ar­hall­ar­inn­ar. „Hún hefur ekki hafið störf. Þetta er ámæl­is­vert að mínu mat­i,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég hef nú bara verið á einni mynd að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­u,“ sagði Katrín, og átti við vilja­yf­ir­lýs­ing­una sem var und­ir­rituð í vor. Sagði hún að síðan þá hafi starfs­hópur um upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vang íþrótta verið skip­aður þar sem sitja full­trúar þriggja ráðu­neyta og Reykja­vík­ur­borg­ar. Hóp­ur­inn starfi auk þess undir for­ystu mennta- og barna­mála­ráð­herra sem er einnig íþrótta­mála­ráð­herra. Hlut­verk hóps­ins er meðal ann­ars að sam­þætta störf fram­kvæmda­nefndar sem hefur því hafið störf að hennar mati.

Hún við­ur­kenndi þó að henni væri ekki nákvæm­lega kunn­ugt um funda­plön hóps­ins en að henni hafi verið sagt að hann sé að funda.

„Hafi full­trúar íþrótta­hreyf­ing­ar­innar ekki verið kall­aðir til þá hlýtur það að standa til, því hóp­ur­inn ku vera far­inn af stað og far­inn að funda reglu­lega vegna þess að á næstu mán­uðum á að vinna alla þá nauð­syn­legu und­ir­bún­ings­vinnu sem þarf þannig að við getum lagt af stað í þetta mann­virki,“ sagði Katrín, sem bindur enn vonir við að þjóð­ar­höll rísi á þessu kjör­tíma­bili.

Ekki segja: Við bindum vonir um

Þor­gerður Katrín bað þá rík­is­stjórn­ina um að sýna þann mann­dóm að tala skýrt í stað þess að segja: Við bindum vonir um.

„Sýnið for­ystu. Talið afdrátt­ar­laust og segið við íþrótta­hreyf­ing­una: Já, við ætlum að klára þjóð­ar­höll­ina 2025, á þessu kjör­tíma­bili. Í guð­anna bænum setjið ekki alla ábyrgð yfir á næstu rík­is­stjórn í öllum málum sem þið setjið hér fram,“ sagði Þor­gerður Katrín.

For­sæt­is­ráð­herra sagði þing­mann­inn þá ekki hafa verið með virka hlustun þar sem hefði komið skýrt fram í máli hennar að vinnan væri farin af stað. „Hátt­virtur þing­maður þarf ekk­ert að efast um að verk­efnið er á fullu skrið­i,“ sagði Katrín. Þá þurfi hún ekki heldur að hafa áhyggjur af skýrum vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent