Ekki vitað hvaðan 142 þúsund ferðamenn sem komu hingað í fyrra eru

9721175520_15f3b95498_z.jpg
Auglýsing

Ekki er vitað hverrar þjóðar 142 þús­und þeirra ferða­manna sem heim­sóttu Íslands á árinu 2014 eru. Það þýðir að sjö­undi hver erlendur ferða­maður sem fer í gegnum vopna­leit í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar er flokk­aður í flokk­inn „Aðr­ir“ þar sem ekki er gert ráð fyrir þjóð­erni þeirra í taln­ing­unni. Þetta kemur fram í frétt á túrist­i.is.

Þar segir að allir far­þegar séu látnir sýna vega­bréf við vopna­leit á flug­stöð­inni. Sú taln­ing er fram­kvæmd að und­ir­lagi Ferða­mála­stofu sem heldur utan um opin­berar upp­lýs­ingar um fjölda erlendra og íslenskra flug­far­þegar sem fara um Kefla­víkuflug­völl.

Sem stendur er hægt að flokka erlendu far­þeg­anna (þeir sem milli­lenda eru ekki taldir með) eftir 17 mis­mundi þjóð­ern­um. Sjö­undi hver útlend­ingur sem kemur til lands­ins er ekki hluti af þeim þjóðum sem flokk­unin býður upp á og lendir því í flokknum „Aðr­ir“. Á árinu 2014 flugu 969 erlendir ferða­menn um Kefla­vík­ur­flug­völl og þar af lentu 142 þús­und í þessum óskil­greinda þjóð­ern­is­hóp.

Auglýsing

Óskil­greindum fjölgar hraðar en öðrumFyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2015 hafa 28 þús­und erlendir ferða­menn lent í óskil­greinda hópn­um. Það er um helm­ingi fleiri en lentu í þeim flokki á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra. Ferða­menn eru 31 pró­sent fleiri á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins í ár en þeir voru á sama tíma­bili árið 2014.

Ferða­mönnum frá óskil­greindum löndum fjölgar því hraðar en sem nemur hlut­falls­legri heild­ar­fjölgun þeirra sem heim­sækja land­ið. Á Túrista.is er bent á að á lista yfir þjóðir sem eru sér­stak­lega taldar í dag eru aðeins tvö Asíu­lönd en ekk­ert land frá S-Am­er­íku, Afr­íku eða Eyja­álfu. Einnig vantar Evr­ópu­þjóðir eins og Belgíu og Aust­ur­ríki og einu full­trúar Aust­ur-­Evr­ópu á list­anum eru Pól­land og Rúss­land.

Flug­fé­lögin halda lík­lega hvert fyrir sig utan um upp­lýs­ingar um þjóð­erni sinna far­þega en þær upp­lýs­ingar eru ekki opin­berar öfugt við taln­ingu Ferða­mála­stofu.

Búið að óska eftir breyt­ing­um, ótti við raðirÍ frétt Túrista.is er rætt við Ólöfu Ýrr Atla­dóttur ferða­mála­stjóra um mál­ið. Hún segir að Ferða­mála­stofa hafi fyrir nokkru síðan óskað eftir því við Isa­via, sem rekur Kefla­vík­ur­flug­völl, að ráð­ist verði í aðgerðir til að fjölga þjóð­unum í taln­ing­unni. „Þrátt fyrir ítrek­anir höfum við ekki fengið end­an­leg svör frá þeim um það með hvaða hætti þetta getur orð­ið, hver kostn­að­ur­inn yrði eða hvenær unnt verði að ráð­ast í þessar breyt­ing­ar."

Guðni Sig­urðs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, segir í sam­tali við síð­una að ef list­inn yfir þjóð­erni yrði stækk­aður þá gæti það lengt rað­ir. „Auk þess aukast skekkju­mörk í taln­ing­unni eftir því sem þjóð­löndum fjölgar á list­an­um. En við erum með verk­efni í gangi þar sem við erum að kanna alla mögu­leika og reynum eftir fremsta megni að finna lausn sem er áreið­an­leg og verður ekki til þess að auka rað­ir."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None