Ekki vitað hvaðan 142 þúsund ferðamenn sem komu hingað í fyrra eru

9721175520_15f3b95498_z.jpg
Auglýsing

Ekki er vitað hverrar þjóðar 142 þús­und þeirra ferða­manna sem heim­sóttu Íslands á árinu 2014 eru. Það þýðir að sjö­undi hver erlendur ferða­maður sem fer í gegnum vopna­leit í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar er flokk­aður í flokk­inn „Aðr­ir“ þar sem ekki er gert ráð fyrir þjóð­erni þeirra í taln­ing­unni. Þetta kemur fram í frétt á túrist­i.is.

Þar segir að allir far­þegar séu látnir sýna vega­bréf við vopna­leit á flug­stöð­inni. Sú taln­ing er fram­kvæmd að und­ir­lagi Ferða­mála­stofu sem heldur utan um opin­berar upp­lýs­ingar um fjölda erlendra og íslenskra flug­far­þegar sem fara um Kefla­víkuflug­völl.

Sem stendur er hægt að flokka erlendu far­þeg­anna (þeir sem milli­lenda eru ekki taldir með) eftir 17 mis­mundi þjóð­ern­um. Sjö­undi hver útlend­ingur sem kemur til lands­ins er ekki hluti af þeim þjóðum sem flokk­unin býður upp á og lendir því í flokknum „Aðr­ir“. Á árinu 2014 flugu 969 erlendir ferða­menn um Kefla­vík­ur­flug­völl og þar af lentu 142 þús­und í þessum óskil­greinda þjóð­ern­is­hóp.

Auglýsing

Óskil­greindum fjölgar hraðar en öðrumFyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2015 hafa 28 þús­und erlendir ferða­menn lent í óskil­greinda hópn­um. Það er um helm­ingi fleiri en lentu í þeim flokki á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins í fyrra. Ferða­menn eru 31 pró­sent fleiri á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins í ár en þeir voru á sama tíma­bili árið 2014.

Ferða­mönnum frá óskil­greindum löndum fjölgar því hraðar en sem nemur hlut­falls­legri heild­ar­fjölgun þeirra sem heim­sækja land­ið. Á Túrista.is er bent á að á lista yfir þjóðir sem eru sér­stak­lega taldar í dag eru aðeins tvö Asíu­lönd en ekk­ert land frá S-Am­er­íku, Afr­íku eða Eyja­álfu. Einnig vantar Evr­ópu­þjóðir eins og Belgíu og Aust­ur­ríki og einu full­trúar Aust­ur-­Evr­ópu á list­anum eru Pól­land og Rúss­land.

Flug­fé­lögin halda lík­lega hvert fyrir sig utan um upp­lýs­ingar um þjóð­erni sinna far­þega en þær upp­lýs­ingar eru ekki opin­berar öfugt við taln­ingu Ferða­mála­stofu.

Búið að óska eftir breyt­ing­um, ótti við raðirÍ frétt Túrista.is er rætt við Ólöfu Ýrr Atla­dóttur ferða­mála­stjóra um mál­ið. Hún segir að Ferða­mála­stofa hafi fyrir nokkru síðan óskað eftir því við Isa­via, sem rekur Kefla­vík­ur­flug­völl, að ráð­ist verði í aðgerðir til að fjölga þjóð­unum í taln­ing­unni. „Þrátt fyrir ítrek­anir höfum við ekki fengið end­an­leg svör frá þeim um það með hvaða hætti þetta getur orð­ið, hver kostn­að­ur­inn yrði eða hvenær unnt verði að ráð­ast í þessar breyt­ing­ar."

Guðni Sig­urðs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, segir í sam­tali við síð­una að ef list­inn yfir þjóð­erni yrði stækk­aður þá gæti það lengt rað­ir. „Auk þess aukast skekkju­mörk í taln­ing­unni eftir því sem þjóð­löndum fjölgar á list­an­um. En við erum með verk­efni í gangi þar sem við erum að kanna alla mögu­leika og reynum eftir fremsta megni að finna lausn sem er áreið­an­leg og verður ekki til þess að auka rað­ir."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None