Í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi munu kjósendur geta valið á milli ellefu lista. Skilafrestur var til hádegis í gær, föstudag, og bárust kjörstjórn alls ellefu framboðslistar og voru þeir allir samþykktir, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Um er að ræða talsvert færri framboðslista en í kosningunum 2018, þegar þeir voru 16. Tveir listar hafa ekki boðið fram í borgarstjórnarkosningum áður, en það eru E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar og Y-listi Ábyrgrar framtíðar. Oddvitar þeirra eru Gunnar H. Gunnarsson fyrir E-lista og Jóhannes Loftsson fyrir Y-Lista, en sá síðarnefndi stofnaði flokkinn Ábyrga framtíð fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem flokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi norður og lutu stefnumál hans helst að efasemdum tengdum kórónuveirufaraldrinum og gagnsemi bólusetninga. Flokkurinn hlaut aðeins 0,1% atkvæða.
Auglýsing
Eftirfarandi listar bjóða fram í Reykjavík:
B-listi Framsóknarflokksins
D-listi Sjálfstæðisflokksins
E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar
J-listi Sósíalistaflokks Íslands