Elon Musk telur að hægt verði að senda fólk til Mars á næstu 12 árum

h_51393215-1.jpg
Auglýsing

Millj­arða­mær­ing­ur­inn Elon Musk telur raun­hæft að hægt verði að senda mönnuð geim­för til reiki­stjörn­unnar Mars eftir ell­efu til tólf ár. Þetta kom fram í spjalli hans við stjörnu­fræð­ing­inn og vís­inda­mann­inn ­Neil deGrasse Tyson í útvarps­þætt­inum StarTalk á dög­unum. Frétta­mið­ill­inn Business Insider greinir frá mál­inu.

Það sem er áhuga­vert við ummæli Musk er að banda­ríska geim­ferða­stofn­un­in, NASA, hefur ekki gefið út nákvæma dag­setn­ingu um hvenær reynt verður að ráð­ast í mann­aða geim­ferð til reiki­stjörn­unn­ar. Stofn­unin hefur þó gefið út að það verði ein­hvern tím­ann eftir árið 2030, en NASA hefur geng­ist undir nið­ur­skurð­ar­hníf banda­rískra stjórn­valda trekk í trekk und­an­farin ár.

Musk hefur sjálfur uppi fyr­ir­ætl­anir um mann­aðar geim­ferðir til Mars, en á enn eftir að útlista ráða­gerð sína varð­andi SpaceX, sem er fyr­ir­tæki hans sem hyggur á land­vinn­inga í sól­kerf­inu, hvað nýlendu­ferð til Mars varð­ar.

Auglýsing

Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn við eina af geimflaugum SpaceX. Mynd: EPA Auð­kýf­ing­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn við eina af geim­flaugum SpaceX. Mynd: EPA

SpaceX, sem er tólf ára gam­alt fyr­ir­tæki, fær­ist nær því að full­komna tækni þar sem hægt verður að nota eld­flaug oftar en einu sinni, sem mun draga veru­lega úr kostn­aði við geim­ferð­ir. Í dag kostar geim­skot um 60 millj­ónir Banda­ríkja­dala. End­ur­nýt­an­legar eld­flaugar gætu lækkað þann kostnað niður í 200 til 300 þús­und dali.

NASA virð­ist hafa trú á háleitum mark­miðum Musk og gerði samn­ing við SpaceX um þróun og hönnun geim­fars sem getur flutt vistir og með tíma geim­fara til alþjóð­legu geim­stöðv­ar­inn­ar. SpaceX hefur nú þegar tek­ist að senda vistir til geim­stöðv­ar­inn­ar, og stefnir á að senda geim­fara með geim­flaug­inni innan tíð­ar.

Þá eru uppi áform um frek­ari sam­vinnu NASA og SpaceX um að senda ómannað könn­un­ar­far til Mars á næstu sjö árum, sem er ætlað að safna sýnum á rauðu plánet­unni og flytja aftur til jarð­ar.

SpaceX ráð­gerir hins vegar sinn eigin mann­aða leið­angur til Mars, og hefur nú þegar opin­berað fyr­ir­ætl­anir sínar um nýja og stóra geim­flaug sem er hönnuð til að bera mik­inn farm, eins og nauð­syn­legt verður þegar ráð­ist verður í jafn langar mann­aðar geim­ferðir og til Mars. Reiknað er með að fyr­ir­tækið geri frekar grein fyrir geim­ferj­unni síðar á þessu ári.

Hægt er að hlusta á Elon Musk ræða fyr­ir­ætl­anir sínar við ­Neil deGrasse Tyson, í áður­nefndum útvarps­þætti, hér að neð­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None