Flugfélagið Emirates hefur ákveðið að kaupa 50 vélar fyrir flugvélar frá vélaframleiðandanum breska Rolls Royce fyrir samtals um sex milljarða punda, eða sem nemur um 1.218 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsta pöntun sem Rolls Royce hefur móttekið frá stofnun fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins BBC.
Rolls Royce er meðal stærstu vinnuveitendum í Bretlandi, en samtals vinna hjá félaginu 24.500 starfsmenn. Engin ný störf verða til vegna þessa samnings, en honum er samt fagnað sem kærkomnum fyrir bæði Rolls Royce og Emirates.
Auglýsing