Julian Assange reiðubúinn að gangast undir DNA-próf

h_51841044-2.jpg
Auglýsing

Stofn­andi Wiki­leaks upp­ljóstr­un­ar­síð­unn­ar, Julian Assange, seg­ist reiðu­bú­inn að gang­ast undir DNA-­próf vegna rann­sóknar á meintum kyn­ferð­is­brotum hans í Sví­þjóð. Þetta kemur fram á vef­síðu sænska Sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins.

Prófið verður tekið í tengslum við yfir­heyrslu sem mun að öllum lík­indum fara fram í sendi­ráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið sem póli­tískur flótta­maður í tvö ár. Allan þann tíma hafa sænsk yfir­völd farið fram á að Assange yrði yfir­heyrður í Sví­þjóð, en vegna gagn­rýni heima fyrir og þeirrar stað­reyndar að tím­inn er að renna út hafa þau nú breytt afstöðu sinni. Ekki er ljóst hvenær yfir­heyrslan fer fram.

Haustið 2010 kærðu tvær konur Assange til lög­reglu vegna meinta kyn­ferð­is­brota en hann hefur stað­fast haldið fram sak­leysi sínu. Í sept­em­ber sama ár fór hann frá Sví­þjóð og í kjöl­farið var gefin út hand­töku­skipun og beiðni um að bresk yfir­völd myndu aðstoða við að flytja hann til yfir­heyrslu í Sví­þjóð. Sum­arið 2012 leit­aði Assange hælis í sendi­ráði Ekvador í Lund­únum þar sem hann hefur dvalið síðan í eig­in­legu stofu­fang­elsi. Stans­laus lög­reglu­vakt hefur verið fyrir utan sendi­ráðið því ef Assange yfir­gefur húsið er bresku lög­regl­unni skylt að hand­taka hann.

Auglýsing

Ágrein­ingur um hvar yfir­heyrslan skuli fara framLög­fræð­ingar Assange hafa gagn­rýnt óbil­girni sænskra yfir­valda varð­andi það hvar yfir­heyrslan skuli fara fram. Þeir ótt­ast að Assange verði fram­seldur til Banda­ríkj­anna eftir hand­töku við kom­una til Sví­þjóð­ar. Í mars sam­þykkti sænski sak­sókn­ar­inn Mari­anne Ny hins vegar að yfir­heyrslan gæti farið fram í London. Þetta kom í kjöl­far mik­illar gagn­rýni frá bæði hátt­settum lög­mönnum í Sví­þjóð og dóm­stóla sem sögðu að hörð afstaða sak­sókn­ara hindr­aði í raun fram­göngu máls­ins. Í gær birt­ust svo fréttir af því í sænskum miðlum að Assange hefði fyrir sitt leyti sam­þykkt að verða yfir­heyrður í London og í dag barst til­kynn­ing frá sænskum yfir­völdum vegna DNA-­rann­sókn­ar­inn­ar. Þar kemur fram að Assange hafi lagt fram vissar kröfur en um leið og gengið hafi verið úr skugga um að þær hindri ekki rann­sókn­ina verði óskað eftir leyfi til að yfir­heyrslan geti farið fram í London. Ekki er vitað hvenær þetta geti orð­ið.

Lög­maður Assange sagði í við­tali við sænska Expressen í dag að DNA-­prófið væri tekið með munnsköfu og í raun afar ein­falt. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um sam­skipti sín við Assange og sagði þau falla undir trúnað milli lög­manns og skjól­stæð­ings.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None