Julian Assange reiðubúinn að gangast undir DNA-próf

h_51841044-2.jpg
Auglýsing

Stofn­andi Wiki­leaks upp­ljóstr­un­ar­síð­unn­ar, Julian Assange, seg­ist reiðu­bú­inn að gang­ast undir DNA-­próf vegna rann­sóknar á meintum kyn­ferð­is­brotum hans í Sví­þjóð. Þetta kemur fram á vef­síðu sænska Sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins.

Prófið verður tekið í tengslum við yfir­heyrslu sem mun að öllum lík­indum fara fram í sendi­ráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið sem póli­tískur flótta­maður í tvö ár. Allan þann tíma hafa sænsk yfir­völd farið fram á að Assange yrði yfir­heyrður í Sví­þjóð, en vegna gagn­rýni heima fyrir og þeirrar stað­reyndar að tím­inn er að renna út hafa þau nú breytt afstöðu sinni. Ekki er ljóst hvenær yfir­heyrslan fer fram.

Haustið 2010 kærðu tvær konur Assange til lög­reglu vegna meinta kyn­ferð­is­brota en hann hefur stað­fast haldið fram sak­leysi sínu. Í sept­em­ber sama ár fór hann frá Sví­þjóð og í kjöl­farið var gefin út hand­töku­skipun og beiðni um að bresk yfir­völd myndu aðstoða við að flytja hann til yfir­heyrslu í Sví­þjóð. Sum­arið 2012 leit­aði Assange hælis í sendi­ráði Ekvador í Lund­únum þar sem hann hefur dvalið síðan í eig­in­legu stofu­fang­elsi. Stans­laus lög­reglu­vakt hefur verið fyrir utan sendi­ráðið því ef Assange yfir­gefur húsið er bresku lög­regl­unni skylt að hand­taka hann.

Auglýsing

Ágrein­ingur um hvar yfir­heyrslan skuli fara framLög­fræð­ingar Assange hafa gagn­rýnt óbil­girni sænskra yfir­valda varð­andi það hvar yfir­heyrslan skuli fara fram. Þeir ótt­ast að Assange verði fram­seldur til Banda­ríkj­anna eftir hand­töku við kom­una til Sví­þjóð­ar. Í mars sam­þykkti sænski sak­sókn­ar­inn Mari­anne Ny hins vegar að yfir­heyrslan gæti farið fram í London. Þetta kom í kjöl­far mik­illar gagn­rýni frá bæði hátt­settum lög­mönnum í Sví­þjóð og dóm­stóla sem sögðu að hörð afstaða sak­sókn­ara hindr­aði í raun fram­göngu máls­ins. Í gær birt­ust svo fréttir af því í sænskum miðlum að Assange hefði fyrir sitt leyti sam­þykkt að verða yfir­heyrður í London og í dag barst til­kynn­ing frá sænskum yfir­völdum vegna DNA-­rann­sókn­ar­inn­ar. Þar kemur fram að Assange hafi lagt fram vissar kröfur en um leið og gengið hafi verið úr skugga um að þær hindri ekki rann­sókn­ina verði óskað eftir leyfi til að yfir­heyrslan geti farið fram í London. Ekki er vitað hvenær þetta geti orð­ið.

Lög­maður Assange sagði í við­tali við sænska Expressen í dag að DNA-­prófið væri tekið með munnsköfu og í raun afar ein­falt. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um sam­skipti sín við Assange og sagði þau falla undir trúnað milli lög­manns og skjól­stæð­ings.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None