Julian Assange reiðubúinn að gangast undir DNA-próf

h_51841044-2.jpg
Auglýsing

Stofn­andi Wiki­leaks upp­ljóstr­un­ar­síð­unn­ar, Julian Assange, seg­ist reiðu­bú­inn að gang­ast undir DNA-­próf vegna rann­sóknar á meintum kyn­ferð­is­brotum hans í Sví­þjóð. Þetta kemur fram á vef­síðu sænska Sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins.

Prófið verður tekið í tengslum við yfir­heyrslu sem mun að öllum lík­indum fara fram í sendi­ráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið sem póli­tískur flótta­maður í tvö ár. Allan þann tíma hafa sænsk yfir­völd farið fram á að Assange yrði yfir­heyrður í Sví­þjóð, en vegna gagn­rýni heima fyrir og þeirrar stað­reyndar að tím­inn er að renna út hafa þau nú breytt afstöðu sinni. Ekki er ljóst hvenær yfir­heyrslan fer fram.

Haustið 2010 kærðu tvær konur Assange til lög­reglu vegna meinta kyn­ferð­is­brota en hann hefur stað­fast haldið fram sak­leysi sínu. Í sept­em­ber sama ár fór hann frá Sví­þjóð og í kjöl­farið var gefin út hand­töku­skipun og beiðni um að bresk yfir­völd myndu aðstoða við að flytja hann til yfir­heyrslu í Sví­þjóð. Sum­arið 2012 leit­aði Assange hælis í sendi­ráði Ekvador í Lund­únum þar sem hann hefur dvalið síðan í eig­in­legu stofu­fang­elsi. Stans­laus lög­reglu­vakt hefur verið fyrir utan sendi­ráðið því ef Assange yfir­gefur húsið er bresku lög­regl­unni skylt að hand­taka hann.

Auglýsing

Ágrein­ingur um hvar yfir­heyrslan skuli fara framLög­fræð­ingar Assange hafa gagn­rýnt óbil­girni sænskra yfir­valda varð­andi það hvar yfir­heyrslan skuli fara fram. Þeir ótt­ast að Assange verði fram­seldur til Banda­ríkj­anna eftir hand­töku við kom­una til Sví­þjóð­ar. Í mars sam­þykkti sænski sak­sókn­ar­inn Mari­anne Ny hins vegar að yfir­heyrslan gæti farið fram í London. Þetta kom í kjöl­far mik­illar gagn­rýni frá bæði hátt­settum lög­mönnum í Sví­þjóð og dóm­stóla sem sögðu að hörð afstaða sak­sókn­ara hindr­aði í raun fram­göngu máls­ins. Í gær birt­ust svo fréttir af því í sænskum miðlum að Assange hefði fyrir sitt leyti sam­þykkt að verða yfir­heyrður í London og í dag barst til­kynn­ing frá sænskum yfir­völdum vegna DNA-­rann­sókn­ar­inn­ar. Þar kemur fram að Assange hafi lagt fram vissar kröfur en um leið og gengið hafi verið úr skugga um að þær hindri ekki rann­sókn­ina verði óskað eftir leyfi til að yfir­heyrslan geti farið fram í London. Ekki er vitað hvenær þetta geti orð­ið.

Lög­maður Assange sagði í við­tali við sænska Expressen í dag að DNA-­prófið væri tekið með munnsköfu og í raun afar ein­falt. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um sam­skipti sín við Assange og sagði þau falla undir trúnað milli lög­manns og skjól­stæð­ings.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None